Vikan


Vikan - 13.02.1964, Side 4

Vikan - 13.02.1964, Side 4
Ungfrú E. R. E. sendir Póstin- um bréf, og biður um ráðlegg- ingar. Hún skýrir frá því, að hún sé trúlofuð pilti, og farin að búa með honum, en sé í raun- inni alls ekkert hrifin af honum. Hún er aftur á móti hrifin af öðrum pilti, og hittir hann á laun, þegar færi gefst. Svo spyr hún: Á ég að halda þessu áfram svona, eða slíta trúlofuninni? Spumingin er í sjálfu sér barnaleg, og heMur ekki í verka- hring okkar að svara henni. Svar við henni fæst hvarvetna í Biblí- unni, kristnum fræðum og alls staðar þar sem rætt er um eðli- leg samskipti milli karls og konu í menningarlöndum. Samt væri kannske ekki úr vegi að gefa upp svarið, því það er svo ein- falt og velidur okkur engum heilabrotum: ÞÚ ÁTT EKKI AÐ HALDA ÞESSU SVONA ÁFRAM. Nákvæmara svar getum við ekki gefið, enda varla hægt að ætlast til þess. Það verður þú að ákveða sjálf, kæra E. R. E., hvort þú slítur trúlofuninni eða heldur henni áfram. í raun réttri ertu þegar búin að slíta henni, þótt kærastinn viti ekki af því ennþá, og þú gerir þér ekki grein fyrir því, að það er vafalaust hætt við því að hún verði aldrei haldgóð héðan af, jafnvel þótt þú reynir að bæta þig. Ef þú heldur áfram að lát- ast vera trúlofuð, þá þarftu að vera viss um að þú viljir og get- ir það. Allt annað er eintóm vit- leysa, og endar einhverntíma með ósköpum, fyrir utan það hvað þú gerir ykkur báðum illt með slíku falsi og sýndar- mennsku. Þú baðst um hreinskilið svar — þarna hefur þú það. Ást á varnarliðinu . . . Til Vikunnar. Ég held aS ritstjórinn ætti frekar að fara að skrifa „leið- ara“ sína í stjórnmálablöðin fyrst stjórnmálin eru svo ofar- lega í huga hans, eins og 1. tbl. þessa árs ber vott um. Mér finnst ekkert liggja á að vara okkur við að venzlast við negrana. Þið, þarna hjá VIK- UNNI, virðist líka hafa sérstaka ofurást á „varnarliðinu“ eða 4 " „hernámsliðinu“ eða hvað það skal heita. Við lestur „leiðarans" (í fullri alvöru) 2. jan. s.l. rifj- aðist upp fyrir mér það undar- lega og ósmekklega uppátæki að hafa kynnisför í herbúðirnar sem söluverðlaun til barna í landi þar sem atvinnumannadráp og herbúnaður er talinn fráleitur hlutur. Svo var póstur VIKUNN- AR jafnvel með skæting út í hógværar aðfinnslur út í þessi verðlaun. í fullri vinsemd mundi ég mæla með því, að þið hættið herstöðvaáróðri, að minnsta kosti meðal barna og unglinga. Ég vil svo þakka VIKUNNI allt gott, sérstaklega fyrir ýmis- legt núna í nýafstöðnum jóla- og verkfallsgangi. Okkur öreigunum er það virkur stuðningur að sjá það svart á hvítu, hvað sníkju- stéttirnar sem á okkur lifa geta veitt sér á þessum tímum. Þakka ykkur fyrir Þokur. Trúðu virkilega margir því, að blaðamenn VIKUNNAR gætu klifið Eldey? Þakka, ef þú birtir mótmælin. Kær kveðja. Tryggvi Stefánsson, Hallgilsstöðum, Fnjóskadal. --------Við þökkum fyrir alla vinsemdina, Tryggvi. Þú verður að fyrirgefa okkur, þótt við reynum líka einstaka sinnum að sýna lesendum VIKUNNAR svo- litla vinsemd, eins og Ud. að benda á hræsnina hjá okkur, þegar við þykjumst vera ein- hverjir óskaplegir fylgjendur jafnréttis hvítra og svartra í heiminum. Það er ekki ósennilegt að einhvers staðar heyrðist hljóð úr horni, ef negrar kæmu hing- að til að setjast að . . . eða er það rétt, sem mér sýnist í bréf- inu, að þú hafir eitthvað á móti varnarliðinu á Keflavík? Þeir, sem eru með „hógværar" aðfinnslur vegna þess að við fór- um með unglinga til að skoða flugvélar á Keflavíkurvelli, þurftu alls ekki að senda börn sín þangað. Það var öllum frjálst að taka ekki við þessum verð- launum. Svo væri kannske ekki úr vegi að við þökkuðum fyrir hógværð- ina og vinsemdina, sem lýsir sér hjá þér þegar þú talar um „sníkjustéttirnar, sem lifa á okk- ur öreigunum . . .“ s. o. s.... Kæri Póstur! Um daginn var ég að fletta í blaðabunka hjá mér og rakst þá á gamalt hefti af ÚRVALI (nóv. 1961). Ég fór að lesa í því. Svo fór ég að reyna við spurningarn- ar. Fyrsta spurningin er svona: „Er S O S skammstöfun og þá á hverju?“ Ég svaraði spurningunni svona: „S O S er neyðarmerki fyrir skip og er í morsi: ...----... og þýðir „Save our souls“, sem þýðir bjargið sálum okkar“. Þetta hafði ég fengið úr gömlu blaði af S O S. Nú leit ég á svar- ið við fyrstu spurningunni, þar stóð þetta: „S O S er ekki skamm- stöfun, aðeins samsetning á morsstöfunum S og O,-----og . . . Nú vil ég fá úr því skorið hvort er réttara. Vonast eftir svari í VIKUNNI. T. L. ---------- Allar þær uplýsingar, sem við höfum getað viðað að okkur, benda eindregið til þess, að útskýring ÚRVALS hafi ver- ið rétt. Þetta merki hefur vafa- laust verið valið með tilliti til þess hversu greinilegt það er, hversu fljótsent og að litlar lík- ur eru fyrir því að það sé mis- skitið. 1 rauninni þarf það alls ekki að vera skammstöfun á neinu, þótt einhver hafi fundið upp þessa skýringu síðar, að það þýði „save our souls“, sem er í rauninni alls ekki það, sem mað- ur í nauðum mundi segja. Það mundi maður kannske segja við vingjarnlegan prest rétt áður en ætti að hengja mann. Líklegra væri að menn í sjávarháska mundu senda út kallið: „Save our lives“, eða eitthað svoleiðis. Sem sagt: S.O.S. er ekki skamm- stöfun á neinu. Svipað er með neyðarkallið: „Mayday“, sem er notað þegar notazt er við talsamband, en ekki morse-kerfið. Mayday þýðir svo sem ekkert helldur, en verður samt ekki misskilið. Það hefur fengið sína ákveðnu merkingu. Hin gömlu kynni . . . Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig um, að svara einni spurningu fyrir mig, því ég get alls ekki svarað henni sjálf, og hef ég þó reynt mikið. Ég er mjög ung, en þó gift. Maðurinn minn er sjómaður, og því sjaldan heima. Og þannig er nú mál með vexti, að tveimur árum áður en ég gifti mig, var ég að slá mér upp með strák, en svo skildu nú leiðir, og ég hugsaði ekkert meira um hann, þangað til um daginn, þá hitti ég hann, og við töluðum eitt- hvað saman. Síðan hef ég tvisv- ar séð honum bregða fyrir. Nú hef ég ekkert gert annað en að hugsa um hann, allan liðlangan daginn, og gleymi jafnvel stund- um að ég er gift. Er virkilega heilbrigt, að ég skuli hugsa svona, eða er þetta ást. Ég spyr þig í alvöru, Póstur góður, og vonast til að fá al- mennilegt svar, en ekki ein- hverja vitleysu, sem þú skrifar, til að reyna að vera fyndinn. Vonast eftir svari fljótlega. Kær kveðja. K. Á. ---------Hvernig er það eigin- lega með fólk nú á dögum, — er því akveg hreint sama um það hvort það er gift eða ekki? Gifting er ekkert stundarfyr- irbrigði. Gift kona hefur tekið á sig ýmsar skuldbindingar, sem hún hefur ætlað sér að standa við — og á að standa við — jafnvel þótt henni detti ein- hverntíma í hug að gaman væri nú að gera eitthvað annað. Ég tel það víst að það taki á taugamar og reyni á ástina, þegar bóndinn er ekki heima vikum saman, en þú verður að gera það upp við þig, hvort þú vilt vera eiginkona mannsins þíns, eða kallast einhverju ljótu nafni, sem þú værir vafalaust ekkert hrifin af. Nú, en auðvitað getur þú líka skilið við hann . . . Samt verð ég að segja þér til hugarhægðar, að það er að mínu áliti ekkert óheilibrigt við að hugsa svona, ef þú lætur þar við sitja. Haltu áfram að vera heil- brigð og bíddu eftir bóndanum. Þá gleymist hinn vonum fyrr. Seinnilegast er að þú þjáist hreinlega af því, sem kallað er karlmannsleysi. VXKAN 7. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.