Vikan


Vikan - 13.02.1964, Síða 18

Vikan - 13.02.1964, Síða 18
Allt gæti þetta gerzt — Sjá grein jarðfræðingsins á bla ÆÐISLEGT KArPHLAUP VID HRAUNID Glóandi hraunleðjan rann yfir mannvirkin við árn- ar og eyðilagði Elliðaárstöðina á nokkrum mínút- um. Síðan stefndi hraunið til Varastöðvarinnar nokkru neðar, — og hún var dauðadæmd. Það var löng biðröð við benzínstöðina, og lögregluþjónar gengu meðfram bílaröðinni, spurðu menn um starf og nauðsyn þess að fá benzín, en létu suma fá miða, sem þeir áttu að sýna við afgreiðsluna til að fá benzín. Flestum var snúið á brott og sagt að ekki þýddi fyrir þá að reyna að fá keypt benzín þar í bili. Þeir ssem fengu benzín voru fyrst og fremst læknar, opinberir embættismenn og aðrir, sem unnu að nauðsynlegum störf- um og þurftu á bifreið að halda. Styrmir fékk ávísun, þegar hann sýndi blaðamanns- skilríki sín, en varð að bíða í tæpan klukku- tíma eftir að fá afgreiðslu. Afgreiðslustaðurinn var afgirtur, og eng- um hleypt þar nálægt, fyrr en öruggt var að hann væri ekki að reykja, og hafði feng- ið stranglega áminningu um að kveikja þar engan eld á meðan hann væri innan svæðis- ins. Styrmir skildi þessa varúðarráðstöfun betur, þegar hann sá, að afgreiðslan fór þannig fram, að benzíninu var hellt beint af tunnum í stóra brúsa, sem síðan voru bornir að bílunum. Allt svæðið var löðrandi í benzíni, en slökkviliðsmenn stóðu viðbún- ir með vatnsslöngur og skoluðu svæðið stanz- laust. Þrátt fyrir þetta var umferðin í bænum með mesta móti, og bílaþvagan óskapleg. Hann skildi jeppann eftir niðri við höfn og gekk um miðbæinn. Biðraðir höfðu þegar myndazt fyrir utan allar verzlanir, sem seldu matvörur, og fólk kom þar hlaðið út af niðursuðuvörum og öðru, sem hægt var að borða án þess að sjóða. Annars staðar voru keypt upp öll tjöld og viðleguútbúnaður, og þá fyrst og fremst prímusar, olíuofnar, gastæki allskonar, svefn- pokar, kerti og olíuljós, en þegar hann fór á þá staði, þar sem flestir höfðu tjaldað fyrstu nóttina, þá sá hann þar aðeins örfá tjöld. Flestir höfðu fengið nóg af tjaldvist- inni á frosinni jörðinni, og farið aftur heim í hús sín. En hann sá að víða var undirbún- ingur hafinn til að flýja bæinn, því menn voru önnum kafnir fyrir utan hús sín, að koma tjöldum og viðleguútbúnaði fyrir á bílum, fylla þá matvælum og öðrum nauð- synjum, ef til kæmi að þeir þyrftu að fara skjótlega úr bænum. Styrmir ræddi við nokkra menn, sem voru að undirbúa brottför, og spurði þá hvað þeir ætluðust fyrir, en flestir þeirra sögðust að- eins gera þetta í varúðarskyni, ef þeir þyrftu að fara fljótt í burtu með fjölskylduna. Honum heyrðist á þeim, að í raun og veru þá gerðu þeir þetta fyrst og fremst til að róa kvenfólkið og börnin, en höfðu enga trú á því sjálfir að til þess þyrfti að taka. Þó voru tveir ákveðnir í því að fara strax úr bænum, en þeir áttu báðir sumarbústaði, þar sem þeir gátu búið méð fjölskyldu sinni án teljandi vandræða í lengri tíma. Þar áttu þeir forða af kolum, gasi og ljósmeti, höfðu rennandi vatn við hendina og kviðu engu nema aðdrætti matvæla, þegar á liði. Yfirleitt var fólk mjög rólegt og ekki hrætt, treysti að því væri engin alvarleg hætta búin, og að það yrði látið vita ef eitt- hvað breyttist til hins verra. Frá því snemma um morguninn höfðu bæjarbúar verið að safnast saman austan í Grensásnum og Sogamýrinni og vestur með Blesugrófinni, austur með Breiðholtshverfi á vestri bakka Elliðaánna og raunar alla leið upp að Elliðavatni. Tugþúsundir fólks á öllum aldri stóð þarna og beið í æsing og eftirværitingu eftir að sjá þegar hraunið kæmi æðandi niður eftir dalnum og bryti niður mannvirkin við árósana. Það var eins og í geysistóru hringleika- húsi, þar sem sýningaratriðin fóru öll fram niðri í dalnum, en áhorfendur stóðu í hálf- hring umhverfis hann og horfðu á. Að sjálf- sögðu hafði ótölulegur fjöidi fylgzt með hraunrennslinu í langan tíma, og ekki sízt þegar það rann út í EUiðavatn og fyllti það, en þetta var helzti sýningarstaðurinn, þarna áttu aðalatriðin í sýningunni að fara fram, — þetta yrði mest spennandi. Fleiri hundruð manns höfðu unnið stanz- laust við björgun úr dalnum frá því snemma morguninn áður, og aldrei hafði verið dregið úr vinnuhraðanum eitt augnablik. Stórt veitingatjald hafði verið reist á túninu við Ártún, og þar var fjöldi kvenna við að smyrja brauð, hita pylsur og laga kaffi og te. Margir bílar voru stanzlaust í förum milli tjaldsins og bæjarins og fluttu þangað mat og aðrar nauðsynjar, en þeir sem voru við vinnu í dalnum fengu að fara á vissum tím- um til tjaldsins, og þar fengu þeir eins og þeir gátu í sig látið af kaffi, te, mjólk eða gos- drykkjum, og fengu með því þykkar brauð- sneiðar með áleggi, og eina heita pylsu. í öðru tjaldi þar við hliðina var úthlutað tó- baki til þeirra, sem það notuðu. Allt var þetta endurgjaldslaust, enda vafasamt að mennirnir fengju nokkurntíma greitt fyrir I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.