Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 25
Þriggja kosta völ
átt heima, og þar sem þú getur
ekki haldið áfram að svíkja fé
út úr öðrum . . . Hann kveikti í
vindlingi og fleygði eldspýtunni
frá sér. — Ég er alls ekki ríkur
maður, og auk þess var þetta
mér meira virði en peningarnir
sjálfir.
- Já, ég veit það, það var vel-
ferð þessa gamla fólks, sem lá
þér á hjarta, og lækningastof-
an . . . Já, það er hörmulegt, en
hálf þreytandi líka. Og það kem-
ur ekki að gagni að sakast um
ovðinn hlut.
Simon vor orðinn rórri og
kaldari. — Þú fékkst þrjú þús-
und pund hjá mér og fimm
hundruð hjá Jock Hamden. Pen-
irr'a, sem étti að festa í húseign-
inni White Gates, Exeter. Eign
sem ég skoðaði sjálfur og þing-
aði um við fasteignasalann. Ég
íélist á tillögurnar um breyting-
ar á húsinu . . . Og allan tím-
ann . . .
— Já, þú lézt leika á þig -
eins og svo margir fleiri.
Ég hef rekizt á ýmsa mis-
lita sauði um ævina, en þú ert
þeirra frakkastur. Ég er staðráð-
inn í að kæra þig, af því að mér
finnst þú ekki hafa nokkra máls-
bót í þessu athæfi.
— Ég held varla að þú gerir
það.
— Hvers vegna ekki?
— Af því að ég hef tryggt mig
gegn því.
— Attu við einhverjar trygg-
ingar, sem þú getir komið í pen-
inga?
- Ég veit ekki betur en að þú
elskir Clare, sagði Ralph ofur ró-
lega. Ég efast vitanlega ekki um
að þú ætlir að giftast Faith —
þú ert svo fórnfús en það
breytir engu frá mínu sjónar-
miði.
— Þú þarft ekki að bendla
tilfinningar mínar við þetta mál,
sagði Simon stutt. — Þær koma
þér ekkert við.
- Kannske. En þær hljóta að
skipta máli fyrir þig í framtíð-
inni.
— Þú varst að tala um trygg-
ingar — hvað áttir þú við?
spurði Simon — hann varð allt
í einu var um sig.
— Clare, sagði Ralph kulda-
lega.
- - Clare! hrópaði Simon. -
Ætlarðu að segja mér að Clare
hafi verið nokkuð við þetta riðin?
— Fyndiát þér það nokkuð
undarlegt? Hún er trúlofuð mér
10. HLUTB
Eftir
SUSAN
IVIARSH
Teikning:
GYLFi
REYKDAL
VIKAN 7. tbl.
25