Vikan - 13.02.1964, Síða 31
en verður því aðeins eðlileg og
rökrétt, að hinir gömlu munir
gegni sérstöku hlutverki hjá
fjölskyldunni; séu erfðagripir
eða á einhvern hátt tengdir
gömlum endurminningum. Þessi
hreyfing hefur vissulega náð
til okkar og raunar alltaf verið
til. Mér er sérstaldega minnis-
stætt eitt heimili menntamanns
og prestssonar af grónu sveita-
hcimili norðanlands. Þar hefur
gömlum og virðulegum húsgögn-
um af prestssetri í sveit verið
smekklega' fyrir komið með öðru
af yngri uppruna. En lika héf ég
séð nýríka pabbadrengi skreyta
hjá sér með klyfberum og torf-
ljáum; verkfærum sem þeir vita
varla hvað heita og hafa aldrei
séð notuð. Þá er nú betra að
halda sig við tekkið. G.S.
NÁMSMAÐUR SKRIF-
AR METSÖLUBÓK
Framhald af bls. 7.
um og umhyggju móður sinnar,
sem var kjölfesta heimilisins,
enda faðirinn ósjaldan fjarver-
andi vegna fjármálastarfsemi
sinnar.
Rose Kennedy er lágvaxin
kona, fíngerð, grannvaxin, þrátt
fyrir barneignir sínar, trúkona,
kaþólikki, sem átti erfitt með að
sætta sig við giftingu einnar dótt-
ur sinnar og aðalsmanns úr
ensku biskupakirkjunni. Hún tal-
ar aldrei illa um nokkurn mann,
hefur meiri áhuga á Parízar-
tízkunni en stjórnmálum, og
skortir gersamlega kraft og
kyngi Kennedyættarinnar. Enda
skildi hún aldrei til fullnustu
hvers vegna sonur hennar, John
sóttist eftir forsetaembættinu:
„Hann, sem hefði getað átt svo
góða daga í öldungadeildinni“.
Hún vakti yfir börnum sínum
með innilegri ástúð og um-
hyggju en flestum níu barna
mæðrum hefði verið unnt að
sýna. Ollum vinum hennar og
kunningjum ber saman um þetta.
Hún laut manni sínum skilyrðis-
laust í uppeldi bamanna. Hann
hvatti þau til umræðna við mat-
borðið, helzt um stjórnmál og
íþróttir. Að honum fjarverandi
reyndi hún að búa sig undir og
fitja- upp á pólitískum umræðu-
efnum, af því að hún vissi að
maður hennar vildi það. Hún
reyndi heldur ekki að draga úr
ærslum bamanna og bægsla-
gangi, hörku þeirra í leik og
stríði, meðan hún var hófleg.
Henni var ljóst að maður henn-
ar hafði sízt á móti því að börn-
in beittu sig hörðu til þess þau
vendust undir lífsbaráttuna.
Hjónunum var jafnframt báðum
ljóst, að átökin máttu ekki leiða
til sundrungar í hópi barnanna.
Þeir sem síðar kynntust Kenn-
edy-systkinunum, fullorðnum og
hálffullorðnum, sögðu að kapp-
leikir þeirra og önnur samkeppni
virtist bæði sundra þeim og sam-
eina í senn, þau virtust þrífast
á innbyrðis átökum. Enda er
Kennedy-ffjölskyldan orðlögð
fyrir baráttuþrek og kapp, sem
fleytti John Kennedy lengra en
nokkuð annað.
Þessi einkenni voru þó ekki
áberandi á námsferli Kennedys,
fyrr en hann var búinn að vera
tvö ár í háskóla. A barnaskóla-
árunum var hann „í meðallagi
námsfús en uppstökkur“ og
frammistaða í prófum eftir því.
í unglingaskóla virtist kennur-
um hans að hann yrði aldrei
annað en „kurteis, þriðja flokks
menntamaður“. Og framan af í
háskóla var frammistaðan ekki
af því tagi að hann gæti státað
sig af henni. En eitthvað sér-
stakt hafa félagar hans í ungl-
ingaskólanum séð í honum, því
þeir kusu hann eftir meðalgott
lokapróf, „þann sem líklegastur
þeirra var til að komast áfram í
lífinu“. Samt varð hann aðeins
númer 64 af 112 við prófið. Hann
hafði þó sýnt hörku og keppnis-
vilja í öllum íþróttmu, enda og
hlotið viðurkenningu skólafélaga
sinna fyrir það, enda þótt hann
yrði ekki íþróttastjarna á borð
við Joseph yngri, sem var bæði
þrekvaxnari og sterkbyggðari.
Kennedy lét hvorki veikindi né
meiðsli aftra sér frá því að ljúka
leikjum. Þetta varð til þess að
hann meiddist svo alvarlega í
hrygg að hann varð að leggjast
inn á sjúkrahús til aðgerðar.
Meiðslin fylgdu honum alla ævi,
höfðu næstum kostað hann lífið,
a.m.k. tvisvar sinnum, í stríðinu,
og þegar hann þurfti að þola
lífshættulegan uppskurð vegna
óstöðvandi kvala í bakinu. Þá
var hann öldungadeildarþing-
maður, hafði stuðzt við hækjur
í langan tíma, en kvaðst „heldur
vilja deyja, en að fara haltrandi
gegnum lífið“.
Kapp og-jafnvel ofsi í íþrótt-
um voru áunnir eiginleikar að
nokkru leyti. Þeir höfðu magn-
azt í sérstæðum átökum um for-
ystuna meðal systkinanna.
Joseph yngri vildi ráða yfir syst-
kinum sínum, ekki sízt þegar fað-
ir hans var fjarverandi. Þá tók
hann sér húsbóndavald, sem
John hróðir hans þoldi honum
ekki, og leiddi þetta stundum
til heiftugra slagsmála, sem
auðvitað lauk með sigri Josephs,
en John hlaut allar skrámurn-
ar og meiðslin. Stundum gengu
slagsmálin svo langt að foreldr-
arnir gripu í taumana, enda var
yngri bróðirinn, þrjózkufullur og
reiður, ekki á því að gefast upp.
Eitt skiptið flúðu öll systkinin
upp á efri hæð hússins meðan
bræðurnir börðust á neðri hæð-
inni. Systurnar grétu af skelf-
ingu og strákarnir vissu ekki
hvað til bragðs skyldi taka.
Það er ekki að efa að á tíma-
bili hafi Kennedy fundizt sem
hann væri þrúgaður af bróður
HVERNIG DÆMIR ÞÖ?
Jón hlýtur 15% örorku
Gauti Grímsson rak umfangsmikla innflutningsverzlun. Jón
Jónsson réðist í þjónustu hans. Vann hann aðallega í vöru-
geymslum fyrirtækisins, svo og önnur störf, sem til féllu.
í afspyrnuroki brotnaði rúða í verzlunarbyggingunni á
4. hæð að næturlagi. Um morg-
uninn skipaði verkstjóri fyrir-
tækisins svo fyrir, að Jón
ásamt öðrum starfsmanni
skyldi setja nýja rúðu í glugg-
ann. Ekki var tiltækur nægi-
lega langur stigi til að vinna
verk þetta. Lagði verkstjórinn
þá svo fyrir, að negldir skyldu
saman tveir stigar og þess
freistað að koma rúðunni í
gluggann. Hinn samannegldi
stigi náði nokurn veginn til
hins brotna glugga.
Það féll í hlut Jóns að klífa
stigann til rúðuísetningar, en
félagi hans og verkstjórinn
studdu stigann. Veður var
kyrrt, en talsverð rigning. Jón
var því klæddur regnkápu og
hafði stígvél á fótum.
Þannig búinn lagði Jón til
uppgöngu í stigann. Þegar
hann var kominn mjög ofar-
lega í stigann, brustu samskeytin, og Jón féll til jarðar með
þeim afleiðingum, að hann fótbrotnaði mjög illa á hægri fæti,
hlaut slæman heilahristing og þrjú rifbein brákúðust.
Jón átti mjög lengi í meiðslum sínum. Hann var algerlega
óvinnufær næstu þrjá mánuði, gat enga erfiðisvinnu stundað
næsta ár þar á eftir, og varanleg örorka hans var metin 15%.
Jón taldi, að fyrirtækið ætti að bæta sér tjónið, bæði fjár-
tjón og miska, að fullu, þar sem hann hafði í umrætt skipti
verið að framkvæma fyrirskipanir verkstjórans, en á verkum
hans bæri fyrirtækið ábyrgð.
Gauti Grímsson taldi það að vísu rétt, að hann bæri ábýrgð
á störfum verkstjórans, ef svo yrði litið á, að störf hans hefðu
valdið fébótaskyldu. Hins vegar sagði Gauti, að hann fengi
ekki betur séð, en Jón gæti sjálfum sér um kennt, hvernig
fór. Hann hefði ótilneyddur farið upp í stigann mjög þung-
lamalega klæddur, en klæðnaðurinn hefði einmitt verið
aðalorsök eða a.m.k. meðorsök hins alvarlega slyss. Jón gæti
því ekki við neinn sakazt nema sjálfan sig út af afleiðingum
slyssins. En hvernig sem á mál þetta yrði litið, þá ætti Jón
Jónsson að bera meginhlutann af fjárhagslegum afleiðingum
slyssins.
Spurning VIKUNNAR: HVER VERÐA ÚRSLIT ÞESSA
DÓMSMÁLS? Sjá svar á blaðsíðu 48.
VIKAN 7. tbl. —