Vikan


Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 40
dragi. Hver sekúnda var dýr- mæt. Vagnstjórinn hljóp upp í sætið á dráttarbílnum, og það var greinilegt að hann var tauga- spenntur og æstur, því bæði var, að hann hafði unnið stanzlaust við þessa flutninga síðastliðinn sólarhring og svo hitt, að ógn- andi hraunið var á næstu grös- um, og sýnilegt var að hann varð að hafa allan hraða á, til að kom- ast burtu undan því. Vagninn lagði af stað eftir veginum í áttina til hraunsins, sem steyptist yfir varnarvegg- inn. Svo þurfti hann að beygja til hægri, þar sem vegurinn lá nokkurn spöl meðfram hraun- jaðrinum. Vagninn var næstum kominn að beygjunni, þegar nokkrir menn komu hlaupandi bönduðu sem ákafast höndunum til hans, og hrópuðu að það væri þýðingarlaust að reyna að kom- ast þar, því hraunið væri að ná veginum, og vagninn mundi áreiðanlega ekki sleppa eftir veg- arspottanum meðfram því. Nú voru góð ráð dýr! Styrmir sá að hraunið kom æðandi að dráttarbílnum, þar sem maðurinn sat, og virtist á báðum áttum eitt augnablik. Honum sýndist hann ætla að reyna að halda áfram, þrátt fyr- ir hættuna, en svo var allt í einu eins og honum dytti eitt- hvað annað í hug. Hann stöðvaði farartækið, sneri sér við í sæt- inu og horfði út um afturrúð- una. Svo tók hann vagninn áfram nokkra metra í viðbót, og beygði. nú alveg út í vegarkantinn. Styrmir skildi hvað hann ætlaði að reyna. Það var önnur undan- komuleið meðfram húsinu, þar sem kraninn var, en til þess að komast þar þurfti að bakka vagninum þar út, því að ógern- ingur var að snúa við. Styrmir vissi að það var aðeins mögu- legt færustu mönnum, að aka slíku farartæki afturábak eftir þröngum vegi, og taka þar að auki beygju, — ekki sízt þegar svona stóð á, að engu mátti skeika til að bragðið tækist. Dráttarvagninn lagði af stað afturábak með vagninn, og hann sá að maðurinn var hreinasti snillingur í að aka svona farar- tæki, því honum tókst strax að ná beygjunni, og vagninn mjak- aðist í áttina burtu frá hrauninu. En svo kom að því, að hann varð að taka aðeins áfram, til að laga vagninn á veginum, því annars hefði hann rekizt á húsið og stöðvazt. Og hraunið seig stöðugt áfram að vagninum. Það var hlaupið kapp í öku- manninn. Svitinn rann af honum, augun voru uppglennt og star- andi og hann var orðinn móð- ur af ákafanum við að komast burtu undan hrauninu. Loks tókst honum að ná réttri stefnu, og nú ætlaði hann að nota tækifæri og sleppa í burtu í einu vetfangi. Hann gaf vélinni inn, og sleppti kúplingunni svo snögg- lega. Styrmir sá vagninn kippast til, heyrði svo dálítinn skell ein- hversstaðar undir dráttarvagn- inum, sem síðan stóð stóð kyrr og hreyfðist hvergi, hversu sem vagnstjórinn reyndi að láta vél- ina ganga og koma vagninum af stað aftur. flvallt fyrir- liggjandi mikið úrval af vefnaúar- vöru Leitið upplýsinga. Kr. Þorvðldsson & (#. Grettisgötu 6 - Sími 24730 Menn komu hlaupandi til um leið og vagnstjórinn hoppaði út úr ekilssætinu. „Það er farinn öxull!“ hróp- aði hann og leit með æðislegu augnaráði á mennina. „Þetta er tilgangslaust, við náum honum aldrei héðan áður en hraunið kemur!“ Verkstjórinn, sem hafði um- sjón með verkinu, hrópaði eitt- hvað til tveggja manna, sem stóðu hjá honum, og þeir tóku þegar á rás upp á veginn, þar sem annar dísilbíll stóð, hlupu upp í hann, og óku með ofsa- legum hraða að vagninum, sem bilaður var, og bökkuðu að hon- um. Aðrir komu með sterka víra, og tengdu vagnana saman, og ætluðu greinilega að reyna að draga hann þannig í burtu. Hraunið var nú komið alveg að varnargarðinum, og var að byrja að hlaðast þar upp. Sunn- ar í dalnum hafði það runnið lengra niður eftir, meðfram Blesugrófinni, sópaði með sér húsunum, sem stóðu niðri við ána, og héit síðan áfram með- fram bakkanum. Vagnstjórinn á bilaða bílnum settist undir stýri, og gaf merki um það að hann væri tilbúinn, og fremri bíllinn lagði hægt af stað. Það strengdist á vírunum og þeir titruðu undan átakinu, en loks, þegar hraunið var að byrja að ryðjast umhverfis stálgrind- urnar fyrir ofan stöðina og leggja þær niður hverja af ann- ari, þá runnu vagnarnir hægt af stað. Mannfjöldinn æpti margfalt húrra, þegar hann sá að þetta ætlaði að takast, — en það þagn- aði skyndilega og dauðaþögn ríkti, þegar fremri billinn hent- ist aht í einu áfram eins og klófi væri skotið, og skildi hinn eftir á veginum. Vírarnir höfðu slitnað undan átakinu. Það var enginn tími til að ná i aðra víra og festa þá milli bíl- anna, því nú dundu fyrstu gló- andi molarnir á aftari dráttar- vagninum. Vagnstjórinn hljóp út úr hús- inu og niður á götu. Þar stóð hann augnablik og horfði af- myndaður af reiði og vanmætti á, þegar dráttarvélin hvarf und- ir hraunið. Hann steytti kreppta hnefana í áttina til loganna og bölvaði þeim hraustlega í sand og ösku, en það var eins og höf- uðskepnan væri að gera grín að honum, því skyndilega skauzt lítill glóandi lækur fram með vagninum í áttina til hans, hon- um tókst aðeins á síðustu stundu að hlaupa til hliðar við lækinn, sneri sér svo við og forðaði sér í burtu. Þegar hann var kominn á öruggan stað og leit til baka, sá hann aðeins ofan á spennu- breytinn, sem stóð upp úr hraun- inu, en hvarf svo á næsta augna- bliki. Svo rann hraunið á húsið. Styrmir sá hvernig eyðilegg- ingin hófst með því að hraun- leðjan lagðist á kjallaragluggana og rann inn um þá. Síðan hlóðst hún upp við húsvegginn, þar til hún brauzt inn um gluggana á hæðinni og fyllti hana á auga- bragði. Svo gaf gólfið eftir und- an þunganum og hrundi niður, og á næsta andartaki hrundu veggirnir ofan í brennandi hraunið. Það heyrðust brak og brestir, og eldrauðir logar höfðu aðeins tíma til þess að skjótast upp í loftið, þegar eldfim efni fuðruðu upp, en eftir nokkrar mínútur var allt afstaðið, og öll húsin horfin ofan í leðjuna, sem gróf þau undir sér jafnóðum. Hann leit yfir dalinn, og sá hraunkantinn teygja sig yfir hann þveran, og nálgaðist óðum hitaveituleiðsluna, sem lá þar rétt fyrir neðan. Þegar hraunið lenti á henni, gaf hún viðstöðu- laust eftir, og heitt vatnið spraut- aðist beggja vegna út á hraunið og breyttist í sjóðheita gufu á augabragði. Svo hvarf leiðslan, en áfram hélt heitt vatnið að renna á hraunið úr sundurbrotn- um leiðslunum að austan. Rétt þar fyrir neðan var skurð- urinn, sem grafinn hafði verið fyrir nýju bráðabirgðaleiðslurn- ar. Það var fylgzt með mikilli athygli með því, hvernig hraun- ið rynni yfir hann, og Styrmir sá ekki betur en það legðist hægt þar yfir án þess að raska nokkru. Ef svo væri, gat hugsazt að hægt væri að veita heita vatninu áfram um þá leiðslu, en fæstir bundu nokkrar vonir við það, að raf- magnskapallinn þyldi hitann af hrauninu. Það átti eftir að koma .... / 1 ljos. Nú var ekki langt eftir til sjávar, aðeins um 4—5 hundruð metrar að brúnni og stöplunum, sem steyptir höfðu verið þar. Styrmir sá allt í einu, að það var eins og æði hefði gripið þá, sem staddir voru fyrir austan dalinn, þegar þeim varð allt í einu ljóst, að þeir kæmust ekki til bæjarins þegar vegarsam- bandið væri farið, nema með því að fara alla leið austur á Þingvöll og þaðan stóran hring um Krísuvíkurleiðina til bæjar- ins. Bílar tóku skyndilega á rás út á brúna, og menn hlupu yfir hana eins og þeir ættu lífið að leysa. Þetta æðislega kapphlaup stóð yfir í nokkrar mínútur, því mikiil fjöldi manna var staddur á eystri bakkanum, og lögreglan fékk ekki við neitt ráðið. Hraunið nálgaðist brýrnar óð- um, og mannhafið, sem hljóp stanzlaust yfir ásamt bílum og öðrum tækjum, sem þrengdu sér yfir. Fyrst lenti hraunjaðarinn á steinstöplunum nýsteyptu, og lagðist meðfram þeim alla vega. Ennþá stóðu þeir upp úr, sá hann„ en svo var allt einu eins og þeir hefðu verið rifnir upp af undirstöðunum af ósýnileg- um höndum, byltust um hver af öðrum, og hurfu í hraunið, sem í sama bili tók að renna undir brýrnar báðar. Það voru ennþá margir á brún- um, hlaupandi eins og þeir kom- ust. Þeir, sem voru að leggja af stað, sneru allir til baka, en hin- ir héldu áfram, og hann sá að þeir komu klakklaust yfir. En það gekk ekki eins vel með bílana, því svo mikil þvaga hafði skapazt vestan við býrnar, að bíl- arnir komust ekki í burtu frá þeim, til að rýma fyrir öðrum, sem komu á eftir. Það stóðst á endum, að þegar síðasti bílinn hafði ekið yfir eystri brúna, hvarf hún niður í hraunið. Á næsta augnabliki sá hann að hin brúin fór á sömu leið, og það — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.