Vikan


Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 41
sem verra var, — að á henni var þá stór vörubíll, sem hvarf ásamt brúnni á augnabliki nið- ur í hvæsandi og logandi grjót- ið fyrir neðan. Honum sýndist bílstjórinn vera einn í bílnum, þegar hann valt niður og hvarf, en sá það ekki nógu vel til að vera viss. A milli brúnna voru staddir þrír bílar, einn vörubíll, jeppi og fólksbíll. Þegar bílstjórarnir sáu hvað verða vildi, þá stöðv- uðu þeir bílana umsvifalaust og hlupu út ásamt farþegum. Það voru samtals sjö manns. Og þarna stóðu þeir ráðalaus- ir milli brúnna, sem báðar voru horfnar í hraunleðjuna, hlupu fram og til baka nokkur augna- blik og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir þóttust vissir um að nú væri þeirra síðasta stund komin. Þá hrópaði einn þeirra allt í einu upp, eitthvað, sem ekki heyrðist til áhorfenda, og stökk niður af vegkantinum til sjávar. Hinir hlupu allir á eftir honum og hentu sér niður í æðislegu óðagoti. Styrmir sá að hraun- straumarnir teygðu sig niður fyrir veginn þar sem brýrnar höfðu verið, en fyrir neðan veg- inn var dálítil ræma milli hraun- straumanna, þar sem vegurinn hélt ennþá við hrauninu. Og þarna hlupu mennirnir beint til sjávar, á örmjóu eiðinu með gló- andi hraunið á báðar hendur, og þreyttu kapp við hraunSð og dauðann. Neðst niðri í fjöruborðinu, tókst þeim að komast fyrir eystri hrauntangann, sem ekki vai orðinn alveg eins langur og hinn, og hlupu í stórkostlegum loftköstum rétt fyrir neðan log- andi leðjuna, sem teygði sig til þeirra. Svo komust þeir allir ein- hvernveginn að bakkanum, þar sem fúsar hendur gripu þá og kipptu þeim upp á bakkann á síðasta augnabliki, áður en gló- andi hraunið lagðist ofan í sjó með hvæsi og snarki, og þeytti gufustrókum hátt til himins. G. K. EFTIRMÁLI: Vafalaust er, að flestum þeim, sem lesið hafa þessa fimmföldu fantasíu um jarðskjálfta, eldgos og hraunflóð við Reykjavík, þyki það svo fjarstæðukennd hug- mynd, að hún sé varla meira virði en til stundargamans og lesturs á síðkvöldum, þegar aðr- ar tómstundir bregðast. Satt er það, að allt er þetta hugarburð- ur einn og verður vonandi aldrei meira en reyfarakennd fjar- stæða. Samt er — því miður — ekki alveg víst að svo sé. Aður en hafizt var handa um að semja „reyfarann“, var leit- að til fjölmargra manna, sem mundu koma mikið við sögu, ef svipaðir viðburðir ættu sér raunverulega stað. Þar á meðal voru jarðfræðingarnir Jón Jóns- son og Guðmundur Sigvaldason, forstöðumaður Almannavarna Ágúst Valfells, Vatnsveitustjóri Þóroddur Th. Sigurðsson, verk- fræðingur Hitaveitunnar Gunnar Kristinsson, verkfræðingar Raf- magnsveitunnar Aðalsteinn Guð- johnsen og Valgarð Thoroddsen. Allir þessir menn töldu þenn- an möguleika langt frá því að vera fjarstæðukenndan, og sum- ir þeirra töldu hann jafnvel allt að því liklegan. Um viðbrögð yfirvalda og hinna ýmsu stofn- ana, ef til slíks kæmi, fræddu þeir höfund eftir beztu getu, og sumir þeirra lýstu jafnvel þakk- læti sínu yfir bví, að þeim skyldi vera bent á þennan möguleika, að gos mundi hefjast í námunda við Reykjavík og hraun renna þangað. Jón Jónsson jarðfræð- ingur, sem hefur rannsakað allt nágrenni Reykjavíkur, og þar með það svæði, sem þessar ímynduðu gosstöðvar eru á, tók svo vel í málið, að hann féllst á að rita um það grein fyrir VIK- UNA, sem birtist hér á eftir. Jón hefur undanfarin ár unnið að nákvæmum rannsóknum á svæð- inu, bæði í sambandi við leit að heitu vatni, og ekki sízt að drykkjarvatni á vegum Vatns- veitu Reykjavíkur, og hefur ásamt Tómasi Tryggvasyni jarð- fræðing, gefið út jarðfærðikort yfir nágrenni Reykjavíkur. G. K. DAGBÓKARBROT FRÁ AFRÍKU Framhald af bls. 29. Tom var á fundi. „Business- menn eru alltaf á fundum“, seg- ir hún og hlær. En svo kom hann, hressilegur, sprækur og karlmannlegur. Hann spurði mig fyrst um gamla vini sína norður á íslandi og rifjaði upp minningar frá dvöl sinni þar. Síðar, eftir að við vorum setzt til borðs, tók ég til við að spyrja hann um framtíð hvíta kyn- stofnsins hér í landi. Hann sagði: „Þetta er tapaður leikur. Enginn veit enn hve mörg ár muni líða unz svertingj- arnir fá hér jafnrétti við okkur. Til þess liggur fyrst og fremst sú ástæða, að hér gerum við meira til að mennta þá en ann- ars staðar í Afríku, og eftir að þeir eru búnir að læra það, sem er grundvallarskilyrði þess að lifa menningarlífi, og hafa komið undir sig fótum efnalega, þá sætta þeir sig aldrei við annað en fullt jafnrétti. Aðskilnaðar- stefnan er í bili rétt að vissu VIKAN 7. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.