Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 47

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 47
Dauðinn var ekki til hjá henni. — Þakka þér fyrir að þú sagð- ir okkur þetta, sagði Meg rólegri. — Það gerir okkur sorgina létt- bærari. — Henni hefur verið hlíft við óbærilegum þjáningum, sagði Simon. —- Það er óumræðileg þraut að eiga að þola hvern upp- skurðinn eftir annan - og vita vonina um árangur þverrandi. Þið getið ekki ímyndað ykkur, hve mikið þetta kvaldi mig. Við, sem elskuðum hana ættum að vera þakklát í stað þess að syrgja — þó við höfum mikið misst. Það finnum við öll . . . Honum brást röddin. Jock stóð upp, kveikti í pip- unni sinni og sagði hikandi: — Ég held að við ættum að þakka guði fyrir að hún komst hjá meiri þjáningum. Og fyrir að hvorki hún né við vissum um þetta . . . Hann leit til Meg og sagði: — Þetta er allt orðið léttbær- ara núna, að vissu leyti. Ég þarf mörgu að sinna, sem ég má ekki vanrækja, Meg . . . Meg stóð upp og færði sig nær honum. — Og ég líka, Jock, sagði hún lágt. Svo gengu þau út úr stofunni saman. Simon leit á Clare. •—• Hvenær fer þú héðan? spurði hann. Hún sótroðnaði. — Ég verð hérna eitthvað lengur. Ég veit ekki hve lengi. . . Það var einhver undiralda afsök- unar og sjálfsvarnar í röddinni. — Maður skyldi ætla að þú hefðir haft það upp úr þessari fjölskyldu, sem hægt var ,sagði hann hryssingslega. — Hvað áttu við? spurði hún. — Ég skil þig ekki. Hann bandaði höndunum. — Hlífðu mér að minnsta kosti við þessum sakleysissvip. Þú og þessi þorpari, unnustinn þinn, hafið kostað mig þrjú þús- und og fimm hundruð pund. Hún rak upp óp. — Hvað ertu að segja? — Þú vissir auðvitað ekki að hann var fjárglæframaður og að þessi eign hans í Exeter er alls ekki til? Clare fannst angistin fara eins og kuldahrollur niður bakið á sér. Allt sem henni hafði áður fundizt óskiljanlegt og einkenni- legt, varð henni ljóst í einni svipan. Þarna var þá ástæðan fyrir bréfi Ralphs, sem hann hafði skrifað henni um að hann þyrfti að finna ný veiðilönd, og gæti því ekki leikið hlutverkið sem unnusti hennar lengur. - Nei, ég hafði enga hug- mynd um það, sagði hún lömuð. — Þú hafðir vitanlega enga hugmynd um það heldur, að hann hafði aldrei ætlað sér að nota peningana okkar til að kaupa eignina. Þess vegna munt þú hafa fallizt á að starfa fyrir okkur á hælinu — það er svo sem hvað eftir öðru. Þú hefur ekki sýnt heiðarleika í nokkru smáatriði — hvorki viðvíkjandi peningum né í tilfinningamálum. Þið komuð hingað í þeim eina tilgangi að pretta okkur . . . ■— Nei, nei, það er ekki satt, hrópaði Clare í örvæntingu. — Þú verður að trúa mér, Simon. Þú verður að gera það. Ekkert af því sem þú hefur minnzt á, hef ég haft nokkra hugmynd um . . . Allt það sem gerzt hef- ur . . . Hún þagnaði, því að hún þóttist vita að það væri unnið fyrir gýg að reyna að sannfæra hann. Hann glotti. — Jæja, er lygabrunnurinn þinn þá þurrausinn! Vitanlega hefði ég átt að kæra þetta fyrir lögreglunni, en þá mundu fleiri lenda í sömu fordæmingunni og þið, en hins vegar engin líkindi til að fá peningana nokkurntíma aftur. Mig langar ekki til að svifta Meg og Jock þeirri ánægju, sem þau geta haft af þér, né bæta sárum vonbrigðum ofan á sorg þeirra, en . . . ég óska að þú hverfir fyrir fullt og allt úr til- veru þeirra. Mér finnst þú hafa runnið skeiðið á enda, hér á þessu heimili. Farðu til Farn- ham og hans Morgate þíns. Ég vona að örlögin leiki hann ekki mjög grátt! Hún laut fram í stólnum og leit til hans bænaraugum. — Bara að þú vildir hlusta á mig. Gefa mér tækifæri til að skýra minn málstað fyrir þér! — Þú hefur ,,skýrt“ hann einu sinni áður, sagði hann fyrirlit- lega. — Þú þóttist elska mig, en varst trúlofuð þessu skítmenni. Og síðan svífst þú ekki að gefa Morgate undir fótinn. Eða dreymdi mig kannske ástarleik- inn, sem ég sá í garðinum við gistihúsið? Reyndu ekki að freista mín til að fyrirlíta þig enn meir en ég geri — ef það er þá hægt. Ég trúi aldrei fram- ar einu orði af því sem þú segir. Hypjaðu þig héðan sem fyrst —• mig gildir einu hvaða átyllu þú finnur þér til þess. Ef þú gerir það ekki, neyðist ég til að segja Meg og Jock sannleikann um þig — og því vildi ég helzt kom- ast hjá — þeirra vegna. — En Simon, byrjaði hún með erfiðsmunum og reyndi að finna réttu orðin, orð sem hann þrátt fyrir allt fengist til að trúa. En hún fann brátt að það mundi verða árangurslaust. Hann átti ekki eina einustu viðkvæma til- finningu í hennar garð framar, — til hvers var hún þá að auð- mýkja sig enn meir? Úr því að hann vildi trúa öllu því versta um hana, varð hún að láta hann gera það. En hvað? spurði Simon. — Það var e&kert, sagði Clare rólega en einbeitt. — Það er ekki til neins að reyna að sannfæra þig- — Að reyna að sannfæra mig! hrópaði Simon. Eftir að þú hefur verið síljúgandi að mér alla tíð síðan við kynntumst! Þú batzt trúss við Mason, hjálpað- ir honum við fjárglæfra hans, notaðir þér tiltrú vina þinna til þess að stela af þeim. — Trúirðu því að ég hafi hjálpað til að stela af fólki? Þú ert ekki með öllum mjalla, Sim- on! Jock og Meg eru vinir mín- ir . . . —- Þú veizt ekki hvað orðið „vinur“ þýðir! — En Faith? sagði hún skjálf- rödduð. Þú notaðir hana til þess að koma þér inn undir hjá foreldr- ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU t: E t C Öskadraumurinn við heimasaum tmissandi fyrir allar konur, sem sauma sjólfar. Stærðir við allra liæfi. Verð kr. 550.00 m/klæðningu kr. 700.00 iðjið um ókeypis leiðarvísi Fæst í Reykjavík hjá: lömu- & Múöinni Laugavegi 55 og Gísla Nartcinssyni iarðastræti 11, sími 20672 um hennar. Þú og Ralph . . . — Ralph, sagði hún bitur. — Þig grunar ekki hvað . . . — Jæja, ætlarðu þá að bregð- ast honum líka? Simon var svo æstur að hann tók engum sönsum. Clare stóð upp. — Það er engin ástæða til þess ég tæki svari hans, sagði hún. — Vitanlega ekki. Einn unn- ustinn meir eða minna skiptir engu máli fyrir þig. - - Hann er ekki unnusti minn lengur. — Ég er ekki hissa á því. En jafnvel menn af hans tegund eiga þó kröfu til að þeir séu ekki sviknir í tryggðum, en það hef- ur þú gert. Þú tekur ekki einu sinni svari hans. Þú hefur auð- vitað haft það upp úr honum, sem hægt var að fá, og þá ertu ánægð. Heldurðu þá að ég hafi fengið eitthvað af peningunum þínum? — Já, það geri ég. — Af því að Ralph hefur sagt þér það? Það hef ég ekki sagt. En staðrevndirnar tala sínu máli. — Staðreyndirnar? Hvaða staðreyndir? Ég vissi yfirleitt alls ekki neitt um peningamál- in hans. Hann var sítalandi um áform sín, en aldrei um fjárhags- hlið þeirra mála. Örlítil von bærði á sér i huga Simonar. Hugsum okkur ef ein- hver skj?ring væri til á þessu • - eitthvað, sem hægt væri að telja henni til málsbóta? Nú var rödd- in ekki alveg eins hryssingsleg þegar hann sagði: — Ég ætla að biðja þig um að svara aðeins einu atriði. — Hverju sem vera skal, sagði hún þakklát, án þess að hika. — Hefur það komið fyrir að þú hafir látið greiða nokkra ávís- un frá honum inn á reikning þinn í bankanum? Eitt augnablik varð steinhljóð í stofunni. Roði færðist hægt í kinnarnar á henni. Simon hafði ekki augun af henni, og fyrir- litningin skein úr þeim. •— Þú skalt ekki kæra þig um að reyna að bregða fyrir þig fleiri lygum, sagði hann. Og áður en hún hafði náð sér eftir síð- ustu ádrepuna var hann horf- inn. Það var fridagur hjá Clare í dag og hún fór inn í systraheimil- ið. Fór inn í setustofuna og settist úrvinda af þreytu í hægindasól. — Mér sýnist þú vera dauðupp- gefin, sagði Anna, starfssystir hennar, sem sat þarna og var að lesa dagblað. — Er eitthvað að? - Ekkert sérstakt. Er nokkuð nýtt í blöðunum? .. Ekki annað en þetta venju- lega — stjórnmálarifrildi, inn- brot og þessháttar. Jú, vel á minnzt — þekktir þú ekki Simon Denver í Cornwall? Augnlækni? VIKAN 7. tbl. — 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.