Vikan - 20.02.1964, Síða 5
r
OPIÐ BRÉF TIL BÓSA.
(STOLIÐ FRÁ ,,PÓSTINUM“)
Kæri Bósi minn!
Ég- skil mjög vel vandræði þín, en það þýðir
bara ekkert að vera að þessu þvaðri. Þetta
er hreint sjálfskaparvíti, því hvern fjandann
þurftir þú líka að vera að gifta þig? Það bað
þig enginn, nema kannske konan.
Nú verður þú að gjöra svo vel að sitja
uppi með skassið, hvað sem tautar og raular,
og ég get engin ráð gefið þér, sem duga. t Guðs
bænum kálaðu ekki kerlingunni, því það get-
ur hæglega dregið dillk á eftir sér, þótt mér
sýnist svona að óathuguðu máli, að jafnvel það
gæti borgað sig, úr því svona er ástatt.
Nei, við skulum horfa lengra fram í tím-
ann, Bósi minn, og vera bjartsýnir, hver veit
nema kerlingin fái innantökur og lognist út af
einn góðan veðurdag. Þetta getur allt saman
lagazt. Sannaðu til.
Annars ertu svo sem ekki einn um þetta, né
helidur að aðrir hafi ekki þjáðst á undan þér.
Því til sönnunar — og þér til hughreystingar,
skal ég benda þér á örfá dæmi. Þau ættu að
sýna þér að það hafa fleiri lent í svipaðri
klípu og þú og jafnvel verri. Ég hefi samúð
með þér, því ég er svo vel giftur að við slíku
má ekki búæst — svona almennt. (Þú skilur
það, Bósi minn, að konan mín getur hæglega
komizt í þetta bréf, því hún les einstaka sinn-
um VIKUNA — ef hún fær hana fyrir lítið).
Jæja. Hér eru nokkur dæmi, og það mynd-
skreytt meira að segja.
Fyrstu myndina gerði Iistamaður, sem lifði
og stritaði eins og ég og þú, fyrir cirka 20
þúsund árum síðan. Eða um 18 þúsund árum
fyrir Krist.
Og hvað sýnist þcr myndin eiga að tálcna?
Jú, eiginmaðurinn var á veiðum eins og lög gera
ráð fyrir, þvi þá urðu menn að vinna þannig fyrir
sér og sínum, og Sambandiö eða Sláturfélag
Suðurlands var hvorugt komið á laggirnar. Hann
hefur verið svo óheppinn, karlgarmurinn, að koma
heim með efni í steik, sem konan var ekki
ánægð með þann daginn. Hún hefur líklega viljað
fá rauðmaga í staðinn. Og hún er sko ekkcrt fcimin
við að láta hann vita, hve óánægð hún cr
— cða sýnist þér það?
Næsta mynd cr tekin nokkrum þúsund árum
síða.r (Hún er greinilega annaðhvort yfirlýst
eða undirframkölluð) og sýnir frúna á heimilinu,
scm reyndar var æðsta heimili Iandsins —
kofi Ramses kóngs og drottningar — þar
sem hún er nýkomin úr hárgreiðslu á
fínustu hárgrciðslustofu Egyptalands í þann
tið. R;\mst's karlinn þorir ekki annað cn
ltrjúpa í stakri aðdáun að greiðslunni, og um
leið og frúin sýnir honum reikninginn, sem er
ekkert smásmíði, eys hann í liana peningum
til að borga hann — og þykist vera hlnn
ánægðasti.
>
Hefurð'u nckkurntíma heyrt máltækið, Bósi
minn, sem liljóöar eitthvað á þessa leið: „Skóari,
haltu þér við leistinn þinn“? Jæja, ef þú hefur aldrei
heyrt það, þá get ég ekkert við því gert. En stað-
reynd mun þp.ð vera, ?.ð danskur skóari, Hans
Sachs að nafni, átti konu — alveg eins og þú.
Ilann hafði gaman af að skrifa — alveg eins og ég —
og stalzt til þess þegp.r hann var á verk-
stæðinu. Svo kom frúin einu sinni og lét aldeilis
hendur standa fram úr ermum, eins og þú sérð á
myndinni.
A
Og ef þú hcldur ennþá, að fína fólkið sé alveg
laust við svona kíterí, þá sjáðu bara myndina
af Napóleon Bónaparte og Jósefínu. Myndin
skcður fimm mínútum áuur en hann fer til
krýningarathafnarinnar, og Jósu tekst með
lægni kvenmannsins ?.ð stofna til stóreflis
illinda, sem hefðu endað með slagsmálum, ef
Nabb?. hefði ekki legið á að fara, til að sækja
kórónuna.
Hefurðu nokkurntíma heyrt talað um ívan
grimma? Jæja, hann var keisari í eina tíð,
þar sem Krúsjeff er núna yfirfélagi fólksins.
Hann var koallur „hinn grimmi“ af því
að hann var griminur. Mjög grimmur. Svo
grimmur að orð var á gerandi. En sagt er að
hans heitelskaða hafi verið enn grimmri, eða
grimmari, eða hvað það nú heitir, og að karl-
inn hafi lifað í eilífum ótta við hana. Og því
grimmri sem hún varð, því grimmri varð
hann við aðra, svo að varla mátti í milli sjá
hver grimmastur var. Myndin sýnir frúna,
þar sem hún er að biðja um meiri mjólkur-
peninga.
Að lokum, kæri Bósi, sendi ég þér mynd af
mér og frúnni, í eðlilegum samræðum. Þú um
Þ?-ð hvaða ályktanir þú dregur af myndinni.
En cf þú birtir hana í VIKUNNI, þá skaltu
eiga mig á fæti. Hún er bara fyrir þig,
og þér til huggunar um það, að ekki er alltaf
allt, sem sýnist.
Þinn einlægur G.K.
Og ekki hafa menn yfirleitt fengið að vinna í friði fyrir sínum kerlingum, eins og myndin
af Rubens sýnir. Hann kunni sína dráttlist til fullnustu, og ekki er vitað til þess að
neinn hafi kvartað yfir því — nema blessuð frúin. Þessi prentmynd er eftir teikningu, sem
er eftir málverki, sem sýnir þann atburð, er frúin kom honum að óvörum inn á vinnu-
stofuna. Hann var þá að taka mál af fyrirsætunni að sinni frægu mynd: „Konan
í pelsinum ‘. Ég veit ekki gjörla hvað fór þeim á milli (konunni og manninum), en
grun hefi ég um að ekki hafi það verið blíðuorð ein saman.
Frúin hélt því fram síðar, að það hefði verið hún, sem sat fyrir þessari mynd. Hún
hefur kannske setið — en fyrirsætan lá . . .
VIKAN 8. tbl.
-J
5