Vikan


Vikan - 20.02.1964, Page 17

Vikan - 20.02.1964, Page 17
þessa glæpi. í rauninni heí ég aldrei treyst þessum náungum; ekki skil- yrðislaust". „Einmitt", varð Algernon að orði. „En kannast kannski einhver ykk- ar við þennan húsþjón. Caesar Westclock kvaðst hann heita. Hann er á fimmtugsaldri. Hár vexti. Mjög vel máli farinn. Mjög svo sann- gjarn í launakröfum. í rauninni er það fyrst og fremst óeigingirni hans, sem vekur hjá mér illan grun. Ég hef ekki fengið minnstu sannanir. Ég hef aldrei orðið þess var, að hann væri að hnýsast í handrit eða annað, sem honum kom ekki við. En hvers vegna vildi hann umfram allt fá vist hjá mér? Minnist þið þess, að hafa heyrt manns þessa áður getið?“ Það varð andartaks þögn, nema hvað ískraði í fjöðrum hinna djúpu, leðurdregnu hægindastóla. „Nei“, svaraði loks einn af fund- armönnum. „Nei“, svöruðu þá nokkrir af þeim, nokkurnveginn í senn. „Við komum honum ekki fyrir okkur. Alls ekki“. „Segið mér eitt, Algernon“. Það var Montague Disquieu, sem tók til máls — ungi fornminjafræðingur- inn, sem fyrir skömmu hafði fundið Ibis úr bronsi einhversstaðar á botni Nílar. „Það vill að sjálfsögðu ekki svo til, að þessi náungi hafi egypzkt bros Algernon varð þungt hugsi í bili. „Egypzkt bros . . . jú, einmitt þarna kemur ástæðan fyrir því hve mjög hann minnti mig á líkneskjuna úti fyrir anddyri musterisins í Ibsam- boul“. „Já, einmitt“, sagði þá Disquieu. „Einmitt . . „Einmitt . . .?“ endurtók Algern- on, og varð nú forvitinn. „Þekkið þér hann kannski? Eða hafið þér heyrt hans getið?“ En Disquieu svaraði ekki. Þess í stað spurði hann: „Þér eruð hálf- þrítugur, Algernon, er ekki svo?“ „Já“. „Ókvæntur?" „Já — ég hef aldrei haft tíma til að stússa í neinu þessháttar". „En þér eruð sterkríkur maður?" „Ja-jú — slíkt er alltaf nokkuð álitamál“. „Auðvitað er það ekki neitt álita- mál með yður . . . Þér eruð maður kyrrlátur? Siðfágaður vel? Rétt bragðið áfengi? Fáskiptinn og eyðið tímanum að mestu leyti við lestur og ritstörf? Traustur maður og Smásaga eftir VIDOMARIA LION Hann var undarlegur karl, þessi Caesar. Þarna kom hann og bókstaflega þröngv- aði þjónustu sinni upp á Swinsey. Og það meira að segja fyrir svo að segja ekki neitf. Og reyndist þessi ágæti húsþjónn. Hvað gat vakað fyrir honum? Algernon Swinsey velti þessu vandamáli lengi fyrir sér, en komst ekki að niðurstöðu. Eini maðurinn í klúbbnum, sem eitthvað kann- aðist við Caesar, var þögull eins og gröf- in. En smám saman upplukust augu Al- gernons: Lykillinn að leyndarmálinu var María, Ódetta, Anglia, Lucille, Jenny, Laura, Maud, Patricia, Sadie, Celeste, Gail, Iris........... áreiðanlegur, með tandurhreina sakaskrá?" „Jú, ég hygg að öllu þessu megi svara að vissu leyti játandi, en ég get ekki . . .“ „Jæja, sleppum því . . .“ Disquieu leyfði sér þann munað að brosa lít- ið eitt. „í yðar sporum mundi ég ekki hafa neinar áhyggjur af þess- um húsþjóni“. „Ég skil yður ekki“, maldaði Al- gernon í móinn. „Þekkið þér mann- inn? Hvað hefur hann í hyggju?“ „Já“, tóku hinir undir við hann. „Þér verðið að gera einhverja grein fyrir því. Kannski er Algernon í einhverskonar hættu. Kannski verð- ur hann rændur einhverjum dýmæt- um munum eða heimildum. Kannski reynir þessi náungi einnig að smeygja sér inn á okkar eigin heimili. Við ættum að gera lögregl- unni viðvart". „Nei, ég held ekki . . .“ Og nú hló Disquieu formálalaust. „Ég held að Algernon stafi ekki minnsta hætta af þessum náunga“. „En . . .“ mælti Algernon biðjandi. „Já, en . . .“ tóku hinir undir við hann. En Disquieu gerði einungis að hrista höfuðið. „Því miður get ég ekki veitt frekari upp1ýsingar“, svaraði Disquieu og þar við sat. Algernon átti óhægt um vik. Hann vissi að verið var að brugga sér einhverskonar launráð, en gat þó ekki fundið hið minnsta að fram- komu Caesars eða starfi. Hann var svo sannarlega húsbóndahollur og þarfur þjónn, tilitsamur og nærgæt- inn. Og gagnheiðarlegur. Algernon varð að horfast í augu við þá stað- reynd að honum féll í alla staði prýðilega við húsþjóninn. Nú gat hann helgað sig óskiptan vísinda- legum rannsóknarstörfum til svars við þeirri spurningu hvort maður- inn væri höfundur listar sinnar og einn meistari listsköpunar sinnar, eða hvort hann hefði gerzt háður hugmyndum þeim, sem hann hugð- ist tjá með list sinni, og væri hann þar með orðinn þræll sinnar eigin listsköpunar. Æ-já-já. Nú lá það næst fyrir að athuga Acropolis, ekki eingöngu frá sjónarmiði bygg- ingarlistsögunnar, heldur og með tilliti til þeirra spurningar. Það var bara þetta, að hann var orðinn þreyttur . . . „Herra minn . . .“ „Já, Caesar?" Það var ekki oft að húsþjónninn gerðist til að ónáða hann. Framhald á bls. 40. vikan 8. tbl. — jy

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.