Vikan - 20.02.1964, Side 23
hvirfingu, meSan risavaxinn, svartskeggjaður maður í hermannafrakka las upphátt. Ég tók einnig
di og las upphátt úr henni í hálfa aðra klukkustund hvíldarlaust.
mynd“, svaraði ég, „þar sem
Svisslendingar hafa fengið því
til leiðar komið, að farið er að
senda særða, sjúka og geðbilaða
fanga heim“.
„Ég veit það“.
„En gerir þú þér grein fyrir,
hvað það táknar?“ sagði ég.
„Hefir þú hugsað þér allar afleið-
ingarnar?"
„Já, ég skil, að þetta verður
langvinnt verk“.
„Það verður meira en lang-
vinnt. Fyrir stríðið las ég bók,
sem hét „Leiðin til En-Dor“,
beztu flóttalýsingu, sem ég hefi
nckkru sinni lesið. Brezkur liðs-
foringi, sem frá er sagt, gerði sér
upp geðveiki mánuðum saman —
og enginn getur gert sér í hug-
arlund, hvað hann varð að þoia.
Hann var að því kominn að
hengja sig. Samt var það hreinn
leikur í samanburði við það, sem
þú munt þurfa að gera til þess
að sannfæra sérfræðingana um,
að þú sért geðveikur og nauðsyn-
legt að flytja þig á brott“.
„Það er mér fullkomlega ljóst“,
svaraði maðurinn, „og ég er við
því búinn. Ég er fús til að leika
vitfirring frammi fyrir öllum
fangabúðunum og sannfæra jafn-
vel beztu vini mína um, að ég
sé sjóðandi vitlaus".
„En þú verður að gera meira“,
svaraði ég, „því að þú neyðist til
að skrifa heim til þín eins og
vitfirringur. Þú verður að láta
foreldra þína halda, að þú sért
orðinn vitstola. Hefir þú einnig
athugað það?“
„Nei“, viðurkenndi hann, „og
líklega er þá bezt að skrifa alls
ekki, fyrst þáð þarf að vera
svona“,
„Þú verður að þola margt og
mikið, en ekki skal ég skipta
mér af þessu, úr því að þú ert
svona gallharður. En fyrst verð-
ur þú að ráðgast við lækni um
sjúkdómseinkennin, svo að þú
getir látið þau þróazt hægt og
eðlilega. Geðveiki þín verður að
vera algerlega eðlileg. En gerir
þú þér grein fyrir, að hún geti
orðið að veruleika?"
„Já, ég hefi heyrt um það“,
svaraði hann, „en ég er fús til að
tefla í þá tvísýnu".
„Ég skal útvega þér upplýsing-
ar um öll einkennin frá franska
fangalækninum“, hélt ég áfram.
„Þú mátt ekki leita til hans, því
að hann er sá fyrsti, sem þú verð-
ur að sannfæra um, að þú sért
gengin af vitinu. En það geta lið-
ið sex mánuðir, áður en svo langt
verður komið, að þú komir til
greina til heimsendingar".
„Agætt, ég er reiðubúinn til
að byrja, jafnskjótt og þú hefir
útvegað mér allar nauðsynlegar
upplýsingar".
„Segjum það“, mælti ég. „Ég
skal láta þig vita, um leið og ég
hefi aflað þeirra. Ég nefni þetta
ekki við nokkurn mann. Ef þú
ætlar að hrinda þessu í fram-
kvæmd, verður þú að sannfæra
alla í búðunum. Með öðrum hætti
er ekki hægt að gera þetta. Ef
það spyrzt, að þú gerir þér upp,
berst það til eyrna Þjóðverja um
síðir. Og þá verður þú svo sann-
arlega búinn að vera“.
Tveim mánuðum eftir þetta
fékk ég starf mitt Dick Howe
í hendur og sagði honum um
leið frá uppgerðarvitfirringnum
okkar. í fyrstu vildi Dick ekki
leggja trúnað á þessa frásögu
mína. Hann hélt, að uppáhalds-
vitfirringurinn okkar (því að
hann var af meinlausu tegund-
inni) hefði blekkt mig rækilega.
Og þessi ágæti liðsforingi gat
ekki fengið betri meðmæli með
leikhæfileikum sínum.
Koma sjóliðsforingjahópsins,
sem getið hefir verið, orsakaði
atvik, sem lengi var minnzt í
salarkynnum fangabúðanna í
Colditz „Nýju drenginir" komu
klukkan níu að kvöldi. Howard
Gee, sem hafði veitt okkur
drengilegan stuðning, meðan við
unnum við göngin úr matsalnum,
var ekki hermaður. Hann hafði
gerzt sjálfboðaliði hjá Finnum í
vetrarstríðinu gegn Rússum, en
Þjóðóverjar tóku hann síðar til
fanga í Noregi, og um síðir varð
óumflýanlegt, að hann lenti í
Colditz. Hann var hinn röskasti
maður, um þrítugt, dökkur yfir-
litum og föngulegur. Hann hafði
tvö tómstundaáhugaefni —
blaðamennsku og tvíræðar sög-
ur. Hann talaði þýzku reiprenn-
andi, 3vo að þegar sjóliðsforingj-
arnir komu, dulbjóst hann sem
þýzkur fangabúðalæknir með því
að klæðast einum einkennisbún-
inga þeirra, sem bæði við og Hol-
lendingar höfðu umráð yfir, og
með honum — í hlutverki aðstoð-
armanns með hvíta svuntu fram-
an á sér — var flugforingi nokk-
ur, sem sagðist vera meðalmaður
á hæð, þótt hann stæði aðeins
152 sentimetra.
Gee skálmaði inn í stofuna,
þar sem foringjarnir voru ný-
háttaðir og skipaði þeim, organdi
af vonzku, að fara fram úr og
skipa sér í raðir. Hann hrópaði
einnig, hvort ekki væri túlkur
meðal þeirra. Gekk þá fram ung-
ur, ljóshærður foringi og tók sér
stöðu, teinréttur fyrir framan
hann. Það voru óskráð lög i Cold-
itz, að enginn stóð teinréttur
frammi fyrir þýzkum foringja
(nema við nafnaköll), nema hon-
um væri skipað að gera það að
viðhöfðum hótunum. Þessi
óheyrilega framkoma vakti slíka
gremju „fangabúðalæknisins“, að
hann dæmdi túlkinn umsvifa-
laust í tveggja mánaða strenger
Arrest, það er að segja einangr-
un. Síðan flutti hann langa
þrumuræðu, sem túlkurinn
reyndi að þýða eftir mætti, og
fjallaði hún um það, að mönn-
um úr flotanum hefði ekki átt
að hleypa í fangabúðirnar, án
þess að gerð væri á þeim lúsa-
leit fyrst, en þar sem þetta hefði
ekki verið gert, mundu þeir all-
ir, hver og einn, verða dregnir
fyrri herrétt.
Að því búnu skipaði hann öll-
um að fara úr hverri spjör, og
síðan lét hann koma með fötu
með bláum lit, og honum var roð-
ið á fangana á viðeigandi stöð-
um. Þetta var sterkur sótthreins-
unarlitur, sem menn voru vik-
um saman að ná af sér, og nú
skipaði Gee svo fyrir, að hver
skyldi málaður tvisvar með
þessu. En þegar hann leit á ár-
angurinn, þótti honum liturinn
ekki nógu sterkur, svo að hann
lét menn fá annan „umgang".
Að því búnu fór hann sína leið
og tautaði prússneskar hótanir
fyrir munni sér. Allir nýliðarn-
ir stóðu teinréttir, þegar hann
fór, bláir frá hirfli til ilja, en
hláturinn frá nokkrum gömlum
refum, sem voru í sömu stofu,
bergmálaði um kastalann — og
það gerði hann raunar löngu eft-
ir að þetta atvik var um garð
gengið.
Sjóliðsforingjarnir tóku þessu
þó með mestu stillingu, en eftir
þetta var Gee aldrei kallaður
annað en Herr Doktor.
Koma Douglas Baders til
fangabúðanna varð til þess, að
mjög jókst stríðni af ýmsu tagi
við Þjóðverja. Hann var óstjórn-
legur æringi, og lét sér ekkert
fyrir brjósti brenna. Hann var
heillandi foringi og hættulegur
fjandmaður. Hann hafði ekki
verið nema hálfan mánuð í Cold-
itz, þegar hann tilkynnti, að
hann vildi taka þátt í næstu
flóttatilraun — og höfðu þó báð-
ir fætur verið teknir af honum
um hnéð, svo að hann gekk á
gervifótum.
Þjóðverjastríðni var tóm-
stundagaman, sem menn tóku sér
fyrir hendur, þegar ekkert ann-
að var að gera, og það var ekki
óalgengt í fangabúðum, að menn
hefðu lítið fyrir stafni. Sum
stríðni var smávægileg, eins og
að láta smásteinvölur detta ofan
á höfuðið á varðmanni úr 30—40
metra hæð, en alvarlegri aug-
um var á það litið, ef menn rit-
uðu áróðursefni á salernispappír
og fleygðu út um glugga, þegar
vindur var hagstæður. En fræg-
ust var stríðnin varðandi „líkið“.
Peter Storie Pugh bjó til lík-
amsstóra brúðu úr hálmi og dýn-
um og tróð henni í hermanns-
búning. Sumarið 1942 var nokkr-
um sinnum gefið merki um loft-
árásarhættu, og var þá slökkt á
iölum ljóskösturum. Meðan slíkt
hættuástand ríkti einu sinni, var
brúðunni troðið út á milli rimla
í einum glugganum og látn síga
með aðstoð selgarns, en nokkur
spotti garnsins var eftir í hönd-
unum á þeim, sem komu brúð-
unni út fyrir.
Jafnskjótt og kveikt hafði ver-
ið á kastljósunum aftur, var
brúðan hreyfð til með bandinu,
og samstundis hófst skothríð.
Eftir kúlnahríð, sem sagði sex,
var brúðunni sleppt, svo að hún
féll til jarðar. Þýzku varðmenn-
irnir geystust til „líksins“, sem
virtist þá rakna við allt í einu
og skauzt beint upp í loftið. Einn
Þjóðverjanna gekk alveg að
kastalaveggnum, og þá var brúð-
unni kastað í höfuðið á honum!
Þjóðverjum veittist næstum
ógerningur að finna hina seku.
Þeim veittist meira að segja erf-
itt að koma sér saman um, úr
hvaða glugga brúðan hafði ver-
ið látin síga, því snærið var svo
grannt, að það sást ekki. Árang-
urinn varð sá, að skemmtigarðs-
ferðir voru felldar niður fyrir
alla, það sem eftir var mánaðar-
ins.
FLÓTTAFYRIRÆTLANIR.
Ótti Mike Sinclairs um, að
hann hefði gert að engu enn einn
flóttamöguleika fyrir samfanga
sína, reyndist ekki á rökum reist-
ur. Þegar eftir stroktilraun hans
Framhald á bls. 50.
VIKAN 8. tbl. — 23