Vikan


Vikan - 20.02.1964, Síða 26

Vikan - 20.02.1964, Síða 26
VIKflN kvnnir kvikmynd: •í Sagan byrjar á því, að Jessica (Angie * Dickinson), ung og fögur ekkja eftir ítalskan læknanema, kemur til sikileysks þorps og sezt þar að sem hjúkrunarkona. Þorpið er eins ítalskt og hægt er að hugsa sér, allir þekkja alla og blóðhitinn liggur við suðumark. Enda dregur fljótt til tíðinda. O Allir karlmenn þorpsins dragast að Jess- “ icu eins og flugur að ljósi, en kvenfólkið hefur hom í síðu hennar. Tvær og tvær taka að ræða málið í fullri alvöru, til þess að reyna að finna einhverja úrbót. O Konur þorpsins hittast í þorpskirkjunni ** til þess að samræma aðgerðir sínar gegn Jessicu. Ákveðið er að gera verkfall gagn- vart eiginmönnum þorpsins, svo engin börn fæðst. Þá hefur ljósmóðirin ekkert að gera og neyðist til að fara. *7 Faðir Antonio (Mauriee Chevalier) hef- * ur hingað til fylgzt með gangi málanna úr fjarlægð, en ekkert hafzt að. Nú þykir honum málin hafa tekið uggvænlega stefnu, og leggur nú heilann í bleyti til þess að finna ráð, sem duga megi. O Honum verður það helzt til ráða, að heimsækja Raumo og biðja hann að segja Jessicu upp starfinu, svo hún verði að fara. Crupi gamli (Noel-Noel), sem hefur unnið dyggilega að því að koma Jessicu og Raumo saman, er viðstaddur, þegar faðir Antonio og Raumo ræða saman. Q Raumo gerir sem fyrir hann er lagt, seg- ** ir Jessicu upp starfinu. Hún verður yfir sig reið og slær Raumo með uppsagnarbréf- inu. Síðan þýtur hún heim til sín til að taka saman föggur sínar og ætlar að fara. 26 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.