Vikan - 20.02.1964, Síða 33
hins nýsmurða þingmanns á
æðsta mann landsins og aðalleið-
toga Demokrataflokksins. Hann
gagnrýndi Truman og stjórn
hans fyrir slælega framkomu í
Kínamálinu, afstöðu Bandaríkja-
stjómar til kínverska kommún-
ista, fyrir valdatöku þeirra og
skort á stuðningi við Chiang Kai
Shek. Hann lýsti þeim hættum
sem friðnum stafaði af kommún-
istastjórn í Kína. Og til þess að
mótmæli hans í þessu máli og
ýmsum öðrum færu ekki fram
hjá Truman, sendi hann ummæli
sín og ræður bréflega til forset-
ans. En það undarlega gerðist að
Kennedy lét sér fátt um hemað-
araðgerðir Tmmans finnast, þeg-
ar hann svaraði árás kommún-
ista inn í Suður-Kóreu nokkm
síðar, enda þótt sú árás væri
raunar staðfesting á orðum hans
og gagnrýni. Kennedy ferðaðist
síðar til Evrópu til að kanna
ástandið þar. Hann kom til baka
sannfærður um, að ekki mætti
draga úr vörnum Vestur-Evrópu.
Hins vegar lýsti hann því yfir að
Bandaríkjamenn yrðu að heimta
stærri framlög frá Evrópuríkj-
unum sjálfum í stað þess að
framkvæma sjálfir allt sem gera
þurfti. Þessi skoðun átti ekki
miklu fylgi að fagna fyrr en á
síðustu árum Eisenhowers, en
komst í framkvæmd, þegar
Kennedy varð forseti.
Augljóst er af þessu og ýmsu
öðru að sú framsýni sem gerði
Kennedy að einum ágætasta
stjórnmálamanni sinna tíma, var
þegar áberandi, fljótlega eftir að
hann tók við þingmennsku. í
samræmi við þetta gagnrýndi
hann Truman óspart, þegar hon-
um fannst tilefni til. Hann vildi
að Bandaríkjamenn tækju að
skipta sér meira af Austurlönd-
um en gert hafði verið. Réttmæti
þessa átti eftir að sýna sig. Það
varð Kennedy síðar talsverður
vegsauki að hann lýsti sig hóg-
værlega andvígan skoðunum föð-
ur síns á hernaðaraðgerðum
Bandaríkjamanna í Kóreu, en
gamli máðurinn vildi að Banda-
ríkjamenn hættu þeim með öllu.
Þetta varð til þess að margir
sannfærðust um að Kennedy
væri enginn taglhnýtingur föður
síns. Hann sýndi æ meira sjálf-
stæði í skoðunum, hélt sér þó
við raunveruleikann, var djarfur
í málflutningi sínum og bauð
hverskonar afli birginn. Hann
sagði síðar að nútímakjósendur
hefðu ekki mikla trú á þeim
stjórnmálamönnum, sem væru
taglhnýtingar flokksforingjanna,
hagsmunasamtaka eða annarra
sérafla, og kæmu ekki fram með
einhverjar sjálfstæðar skoðanir
eða nýjar hugmyndir. f samræmi
við þetta leitaðist Kennedy við
að starfa, enda varð hann brátt
meðal merkustu umbótamanna í
bandarískum stjórnmálum, þótt
ungur væri.
Framhald í næsta blaði.
ÞRIGGJA KOSTA VÖL
FRAMHALD AF BLS. 28.
stundum að sætta sig við fleira
en gott þykir ... Þú veizt
kannske ekki að Simon hefur
selt húsið sitt og ætlar að setj-
ast að í London eftir að hann
giftist?
— Nei, það hafði ég ekki hug-
mynd um. Ætlar hann að stunda
lækningar þar?
— Já, hann unir ekki hérna
síðan Faith dó . . . það er of
margt hérna, sem minnir hann
á það liðna, og svo hefur Joan
verið að nauða á því að komast
til London . . . En nú verð ég
að komast niður til hins fólks-
ins, sagði hún brosandi og fór
niður.
Clare heyrði mannamál inn-
an úr dagstofunni. Hún stóð
í dyrunum um stund, og sá að
Simon sneri sér undan þegar
hann kom auga á hana. Hún
hélt áfram og heilsaði foreldr-
um hans, sem tóku henni vin-
gjarnlega. — En hvað það er
gaman að sjá yður aftur, syst-
ir Clare, sagði Julia Denver. —
Við söknuðum yðar síðast þeg-
ar við komum hingað. En við
fréttum stundum af yður, gegn-
um Meg og Jock.
Clare talaði við þau um stund,
en nú stóð Joan fyrir framan
hana.
— Þetta var óvænt, sagði hún
og einblíndi köldum augum á
Clare. — Það er orðið langt síð-
an við höfum sézt.
Það var aðeins Clare sem
heyrði storkunina í rómnum.
— Ég las um trúlofunina,
sagði Clare, sem fannst hún
verða að segja eitthvað.
— Og ætlið þér ekki að óska
okkur til hamingju? spurði Joan
og hló spottandi.
Clare horfði djarflega á Sim-
on, sem stóð rétt hjá. Hún kink-
aði kolli í kveðju skyni.
— Ég óska allrar mögulegrar
hamingju, sagði hún og beindi
orðunum til hans.
— Þökk fyrir, sagði hann
formlega. Hann var svo hlé-
drægur og ópersónulegur að
Clare fannst sér gefinn löðrung-
ur. Hver vöðvi í líkama henn-
ar var spenntur, hjartað barð-
ist, og henni fannst vera að líða
yfir sig. Hafi henni nokkurn-
tíma dottið í hug að tíminn og
aðskilnaðurinn mundi drepa ást
hennar, þá fann hún nú hve frá-
leitt það var. Því að aldrei hafði
hún elskað hann heitar en nú,
og eins og maður í sjávarháska
skimaði hún eftir von um björg-
un. Var ást hans til hennar al-
gerlega slokknuð? Gat það ver-
ið að hann elskaði Joan? Voru
tilfinningar hans svo sveigjan-
legar að hann gæti beygt þær
undir vilja sinn? Eða hafði hann
flúið til Joan í einverunni og
harminum eftir dauða Faith?
A K-G-3
V A-D-8
♦ D-G-10
* K-8-7-4
* D-9-8 N A 6
V 10-9-7 V K-6-5-3-2
♦ 6-5 V A ♦ 9-8-3
* D-9-6-5-3 S * A-G-10-2
A A-10-7-5-4-2
V G-4
♦ A-K-7-4-2
* ekkert
N-s á hættu, norður gefur.
Norður Austur Suður Vestur
1 grand pass 3 spaðar pass
4 spaðar pass 6 spaðar pass
pass pass
Útspil hjartatía.
Sumir gætu haldið að velgengi
suðurs í ofangreindu spili væri
hrein heppni. Mitt álit er, samt
sem áður, að hann hafi spilað
mjög klókindalega og verðskuld-
að árangurinn.
Vestur spilaði út hjartatíu. Það
gat verið útspil frá K-10-9
fimmta eða sjötta, en sagnhafi
hafði ekki trú á því. Hann tók
ekki hjartasvíningu en drap með
ásnum í borði. Um leið og hann
gerði það, aðgætti hann að gefa
gosann í að heiman. Hvers vegna,
sjáum við bráðum.
Nú var spaða spilað heim á
ásinn og meiri spaða til baka.
Þegar vestur lét níuna, svínaði
sagnhafi gosanum og átti slag-
inn. Síðan var trompkóngurinn
tekinn og gefinn einn slagur á
hjartakónginn.
Þegar sagnhafi var spurður á
eftir, af hverju hann hefði svín-
að með níu tromp, sagði hann:
„Ég taldi það einskonar öryggis-
spilamennsku. Jafnvel þótt aust-
ur hefði fengið slaginn á spaða-
drottninguna aðra, hefði hann
áreiðanlega verið tregur til þess
að leggja niður hjartakónginn.
Ef ég hefði verið með einspil í
hjarta gat sú spilamennska gefið
slemmuna. Hann spilar því
sennilega tígii og þá vinn ég
alltaf spilið. Ég kasta tveimur
hjörtum niður í tígul og trompa
síðan eitt hjarta í blindum“.
— Hvernig gengur hjá ykkur
Ralph? sagði hún hægt. — Ég
hef heyrt að þið hafið slitið trú-
lofuninni, og að þér séuð leyni-
lega trúlofuð Morgate lækni
núna. Það er svei mér ekki auð-
gert að fylgjast með öllum þess-
um trúlofunum yðar, sagði hún
og skríkti til að láta líta svo út,
sem hún segði þetta í gamni.
— Ég er ekki trúlofuð nein-
um, ungfrú Latimer, svaraði
Clare.
—■ Ekki það, muldraði Joan.
—■ Fyrirgefið þér . . .
Allt í einu varð þögn í stof-
unni augnablik, og Ralph Ma-
son kom inn. Joan gat ekki stillt
sig um að reka upp óp, og aug-
un í Simoni urðu dimm af reiði.
Hann steig eitt skref áfram, eins
og hann ætlaði að segja eitt-
hvað, en Jock Hamden varð
fyrri til.
— Gott kvöld — og velkom-
in, Ralph, sagði hann rólega. —■
Þér þekkið sjálfsagt alla hérna,
svo að óþarft er að kynna.
Simon sat á sér, af nærgætni
við Meg og Jock. Bezt að humma
þetta fram af sér. Hann sagði
stutt:
- Ég hélt að þú værir far-
inn frá Englandi?
Raiph hafði tekið eftir hræðsl-
unni, sem skein úr augum Joan.
- - Ég kom aftur frá meginland-
inu í vikunni sem leið, sagði
hann ofur rólega og gekk til
Clare. Svipur hans var annar-
legur og biðjandi. Gott kvöld,
Clare, sagði hann. Hún svaraði
lágt: — Hversegna —■ hvers-
veg'na höfðu Meg og Jock boð-
ið þessum manni hingað? Hún
hafði lítið minnzt á trúlofunina
við þau, sem nú var slitið, og
var þaklát þeim fyrir að þau
höfðu ekkert spurt um það mál.
Gat það hugsazt að þau gerðu
VIKAN 8. tW. — gg