Vikan - 20.02.1964, Qupperneq 37
99
LAIT POUR LES MAINSiC
Hendurnar koma upp
um aldjurimi jafnvel á
undan andlitinu. HitabrigSi
og' heimilisstörf verða til
þess að mýkt hanndanna fer
minnkandi og hreinlíeiki þeirra
hverfur og um leið merki æsku og
glæsileika. Lancaster fljótandi hand-
áburður inniheldur sterka upplausn af
Serum tissulaire og gegnir því hlutverki
að styrkja húðvefina og yngja húðina.
Hrukkur og drættir hverfa á höndum, oln-
bogum og hnjám og húðin verður mjúk og
ungleg. Lancaster fljótandi handáburður er
án alilrar fitu og smitar því ekki.
O. VALDIMARSSON & HIRST H.F.
Skúlagötu 26. Símar 21670 & 38062
sjálft lífið var framundan, og
þau hugsuðu bæði til Faith, eins
og hún væri hjá þeim og fagn-
aði því að þau hefðu loksins
náð saman.
E N D I R .
ÝMSIR RÉTTIR
FRAMHALD AF BLS. 19.
lok á fatið svo að gufan komizt
ekki að því. Borið fram með
hrærðu smjöri eða tómatsósu.
Bakaðar fylltar
svínakótelettur.
4 þykkar svínakótelettur, fyll-
ing: 1 bolli brauðmylsna, 1 stór
laukur flysjaður, soðinn litla
stund og saxaður, 1 lítil tsk. mul-
ið sage, svolítið múskat, pipar,
salt, 1 matsk. smjör, 2—3 stór
epli.
Skerið vasa inn í hverja kótel-
ettu, þeim megin sem fitan er.
Blandið saman fyl'lingunni og
vætið með smjörinu og ef vill
má setja svolítið af hrærðu eggi
saman við. Fyllið opið með þessu
og fletjið vel út og leggið barm-
ana saman aftur. Sett í vel smurt
form og bakað ofarlega í ofni
í %—1 klukkustund, eftir því
hve kóteletturnar eru þykkar.
Snúið þeim einu sinni og ausið
soðinu yfir einu sinni eða tvisv-
ar. Eplin eru skorin í sneiðar,
sem eru bakaðar með kótelett-
unum eða steiktar sér á pönnu,
og bornar með kótelettunum.
Fiskur steiktur í
majones.
1 kg. ýsa eða þorskur, sítrónu-
safi, salt, pipar, smásaxaður
laukur eða persilja eða hvort
tveggja, 1 matsk. hveiti, 2 egg,
1 dl. majones, rifinn piparrót eða
sinnep eða karrý.
Úðið fiskflökin með sítrónu-
safanum og kryddið með salti
og nýmöluðum pipar og leggið
flökin í smurt eldfast fat. Stráið
lauknum eða persiljunni yfir.
Eggjarauðumar blandaðar maj-
onessósunni og kryddað með
piparrót, sinnepi eða karrý. Síð-
ast er stífþeyttum hvítunum bætt
í og þetta breitt yfir fiskinn í
fatinu. Steikt í ofni í 20—25 mín.,
eða þar til fiskurinn er soðinn
og sósan gulbrún.
...:v;r■ ;
Kjötfarsréttur.
Búið til fremur þunnt kjöt-
fars og kryddið með rifnu sell-
eríi eða söxuðum lauk, líka má
blanda svolitlu sardínusoði í fars-
ið, en það er hrært út með mjólk
og svolitlu af mörðum tómötum.
Leggið í botninn á smurðu eld-
föstu fati, ca. 2—3 cm. þykkt
lag. Þekið það með hráum, mjög
þunnum kartöflusneiðum, sem
lagðar eru eins og þakskífur að-
eins upp á rönd. Salti og pipar
stráð yfir og svo rifnum osti yfir
allt og smjörbitar settir ofan á
og síðast raspi stráð yfir. Steikt
í 25 mín. í ofni. Fljótlegt og þægi-
legt, þar sem aðeins þarf þetta
eina fat fyrir allt.
ítölsk lauksúpa.
Skerið 5—6 stóra lauka í sneið-
ar og steikið þá í 3—4 matsk.
af matarolíu þar til þeir eru
mjúkir. Þá er 1 hvítlaukslaufi
bætt í, 2-3 matsk. af tómatpurré,
salti og pipar og rúmlega 1 1.
af ljösu kjötsoði, t.d. kálfa- eða
hænsnasoði. Látið sjóða í 20 mín.
Þá er mjög smágerðu spaghetti
bætt í, ca. 1 hnefa, og látið sjóða
áfram 1 10—15 mín. Meira tómat-
purré og krydd má setja í eftir
smekk, og nokkrar matsk. af
hvítvíni gefa súpunni sérlega
Ijúffengt bragð.
Fiskibollur í
piparrótarsmjöri.
Fiskibollur úr dós eru hitað-
ar í soðinu, en því síðan hellt af
þeim. Hitið smjör eða smjörlíki
með rifinni piparrót og látið
bollurnar malla í því um stund.
Stráið saxaðri persilju yfir og
hristið pottinn nokkrum sinn-
um, svo að bollurnar verði steikt-
ar á öllum hliðum. Spínat og
soðnar kartöflur er gott með
þessu.
Piparkaka.
100 gr. smjörlíki hrært með
1 Vi dl. sykri. Tvö egg sett í, eitt
í einu og hrært vel í á milli. í
3 dl. af hveiti er sett M> tsk. lyfti-
duft, 2 tsk. engifer, 1 tsk. negull,
2 tsk. kanill, 1 tsk. kardimomma
og 1 tsk. kakó. Hveitinu hrært
í smjör og eggjablönduna með
1 dl. af mjólk. Bakað í vel
smurðu formi í ca. 40 mín. Látið
kólna á vírgrind og stráið svo-
litlu af púðursykri yfir, eða ef
til vill flórsykri. Sé það gert með-
an kakan er heit hálfbráðnar
hann og myndar óreglulegt
glassúr.
Epli fyllt með
kókósmjöli.
Þvoið stór og falleg epli og
skerið kjarnahúsið innan úr
þeim. Blandið saman !4 bolla
kókósmjöl, % bolla saxað epli og
V‘ tsk. safa úr appelsínu og fyll-
ið eplin með því. Setjið í eld-
fast form og hellið yfir Vi bolla
af sírópi blandað með % liolla
vatni. Lokið forminu og bakið
í ca. 40 mín., eða þar til eplin
eru meyr. Áður en þau eru bor-
in á borð, á að ausa yfir þau
sírópinu í fatinu. Góð heit eða
köld með þeyttum rjóma.
Ananas í
piparmyntusósu.
Kaupið ananasdós með ananas-
bitum, eða skerið sneiðar í bita,
og hellið leginum í pott. Setjið
1 mats. af piparmyntublöðum í
og sjóðið saman nokkra stund,
eða þar til hæfilegt bragð er
komið af leginum. Þá er hann
síaður og soðinn áfram þar til
hann þykknar. Hellt í litlar skál-
ar yfir bitana og e.t.v. litaður
með grænum matarlit. Kælt vel
áður en það er borið fram.
Síróps- og
engiferbúðingur.
lVs bolli hveiti, IV2 tsk. sóda-
duft, % tsk. salt, 1 tsk. engifer,
1 egg, % bolli dökkt síróp, 3
matsk. bráðið smjör, % bolli
mjólk.
Sigtið saman þurru efnin.
Þeytið eggin með sírópinu, sem
á að vera dökkt (molasses) og
blandið bræddu smjörinu í, sem
hefur verið kælt aðeins áður.
Blandið þurru efnunum og
mjólkinni til skiptis í eggja-
blönduna og hrærið ekki meira
en þarf til þess að það blandist
saman. Setjið í smurt mót og
lokið mótinu vel, e.t.v. með
málmpappír. Setjið vatn yfir
botninn á potti ca. 2% cm. djúpt
og setjið mótið í pottinn, en lát-
ið það standa á grind. Lokið
pottinum mjög vel og látið suð-
una koma upp, minnkið þá und-
ir og látið búðinginn gufusjóða
í IV2 lukkutíma. Takið lokið af
pottinum og látið búðinginn bíða
í 5 mín., takið þá lokið af form-
inu og hvolfið búðingnum á fat.
Berið fram volgan með góðri
sósu.
FEITT VETRARHÁR
FRAMHALD AF BLS. 19.
shampooið liggja í hárinu í 10
mínútur eftir að þvl hefur verið
nuddað vel inn i hársvörðinn.
Áður en það er skolað úr, þarf
að nudda vel á ný. Síðan er hár-
ið skolað vel úr volgu vatni.
Fimmta ráðleggingin er perm-
anent. Oift þornar hárið ótrúlega
mikið við það. Lýsing á liári
þurrkar lika stundum vel, en það
verður að gerast á hárgreiðslu-
stofu. Venjulega er nóg að gera
það einti sinni á vetri. Sé hárið
litað eða skolað úr lit, verður að
skola hárið sérstaklega vel á
eftir. Hárlakk þykir ekki golt fyr-
ir feitt liár, en sé það notað,
má það ekki vera þykkt og lím-
kennt.
í sjötta lagi er talið óhollt
að sofa með rúllur eða spennur.
Þá er skárra að nota þunnt lakk
til að væta lokkana með og rúlla
hárinu upp i u. þ. b. 20 min-
útur áður en farið er út.
Sé öillum þessum ráðum fylgt,
eða sem flestum af þeim, fer
varla hjá Iþví, að einhver breyt-
ing verði tii þatnaðar.
VIKAN 8. tbl. — gy