Vikan


Vikan - 20.02.1964, Page 41

Vikan - 20.02.1964, Page 41
trúarlegs eðlis, og trúin og trú- arbrögðin eru lykill að hugsana- lífi mannsins. Þessi tilraun, hugsaði Algern- on á meðan hann var að hnýta slopplindann að mitti sér og því næst að snara upp rennilásnum í bakið á mjaðmabelti hennar, hafði sannarlega reynzt þess virði að til hennar væri stofnað. Andlega auðgandi. Og svo þar að auki taugaslökunin og hvíldin, öldungis eins og Caesar hafði spáð. „Ég er yður ákaflega þakklátur, María“, sagði Algernon, þar eð Caesar hafði bent honum á að minnast ekki á peninga né aðra greiðslu. Hún hló og steypti kjólnum yfir höfuð sér. „Ekki hef ég síð- ur ástæðu til að vera þakklát", sagði hún. Og svo bætti hún við: „Húsþjóninn getur svo haft sam- band við mig, ef þér kærið yður um að ég komi aftur“. Algernon kinkað kolli. „Þakka yðru fyrir“, mælti hann enn. „Jæja þá . . .“ Hún fór með greiðu um hár sitt og skoðaði sig í speglinum í loki snyrti- töskunnar. „Jæja þá . . .“ endurtók Al- gernon og brosti til hennar um leið og hann opnaði fyrir hana dyrnar. „Ég læt Caesar þá vita“. Um leið og hún gekk fram hjá honum, teygði hún sig á tá og kyssti hann á vangann. Allt eins fullkomið og hugs- azt gat. Engin vandkvæði, skiln- aðargrátur, æðisgengin faðmlög, bitkossar eða kveðjuklór. Nú gat hann tekið aftur til við vinnu sína, hress og endurnærður —• endurfæddur, eins og Caesar komst að orði. Sá maður vissi hað hann söng. Það var kannski hálfri stundu síðar, að hann fann til þorsta. Og þar eð hann vildi ekki drekka vín af ótta við að það kynni að sljóvga sælukenndina, ákvað hann að fá sér vatn. Hann lagði frá sér dóríska líköskukerið, sem hann hafði verið að athuga, og þar eð hann vildi ekki ónáða hús- þjóninn svo síðla dags, ákvað hann að fara sjálfur fram í eld- hús og ná sér í vatn. Þegar hann kom í námunda við eldhúsdyrnar heyrði hann mannamál þar inni. Og þegar hann kom enn nær, heyrði hann, að þar ræddust þau við, Caesar, húsþjónninn, og María. , Þú veizt að ég verð að byggja eingöngu á umsögn þinni, heyrði hann Caesar segja. „Það er því áríðandi, að þér skjátlist ekki“. „Ég hlýt auðvitað að dæma út frá minni eigin reynslu aðeins. Ég mundi telja hann góðan, eins og hann er og að hann geti orð- ið hreinasta afbragð með auk- inni kunnáttu og þjálfun. En hvað segir þú um þagmælsku hans — það er atriði, sem allt veltur á eins og gefur að skilja". „Ég býst við að treysta megi þagmælsku hans skilyrðislaust“, svaraði húsþjónninn. „Við reiknum þá með hon- um . . .“ sagði María. ,,Ef þú heldur að hann sé fær um það“, mælti Caesar, eins og hann vildi enn velta ábyrgðinni að sem mestu leyti yfir á hana. „Bless . . . Þú lætur mig vita, þegar hann þarf á mér að halda. Alltaf er ég til í tuskið . . . Bless“. Það var ekki laust við að dór- íska líköskukerið titraði eilítið í höndum Algernons, þegar hann var setztur aftur í vinnustofu sinni. Og sárþyrstur var hann enn . . . „Þér þekkið þennan Caesar Westclock, er ekki svo?“ spurði Algernon félagsbróður sinn Dis- quieu, á næsta mánudagsfundi. Disquieu gerði einungis að yppta öxlum, eins og hann vildi sem minnst um þetta tala. „Ég heyri það og sé á yður, að þér hafið eitthvað kynnzt honum, þó að þér viljið, ein- hverra orsaka vegna, ekki skýra frá því nánar. Ég þykist líka hafa heyrt það á yður, að þér hafið grun um hvað hann hefur á prjónunum — því að eitthvað hefur hann á prjónunum?" Disquieu gerði einungis að endurtaka axlarypptinguna. „Hvenær hef ég sagt það bein- um orðum, að ég þekkti mann- inn? Þó að ég hafi ekki heldur þrætt fyrir það, verður ekkert á því byggt. Og sé hann sá, sem mér býður í grun, mundi ég eyðileggja allt fyrir sjálfum mér, ef ég segði yður það“. Eyðileggja allt fyrir sjálfum sér . . . það var undarlega að orði komizt. Það munaði minnstu, að Algernon færi að trúa honum fyrir þessu með Maríu, og samtalinu, sem hann hafði hlerað. Hvað var þarna á seyði? Hvað í ósköpunum var að gerast á bak við tjöldin? En hann gat ekki gert náungann að trúnaðarmanni sínum án þess að afhjúpa sig meir en hann kærði sig um, svo að hann ákvað að láta það bíða og sjá hverju fram yndi. Eins og á stóð, hafði hann ekki yfir neinu að kvarta. Síð- ur en svo . . . Það var um það bil hálfum mánuði síðar, og eftir að María hafði þegið heimboð Algernons ósjaldan, að Caesar sneri sér að honum og spurði: „Eruð þér ánægður með þá tilhögun, sem ég hef átt nokkurn þátt í að koma á, herra minn?“ „Já, Caesar. Fyllilega . . .“ Caesar leit ofan í táknmynd- irnar á persnesku gólfábreiðunni; tvisteig nokkur andartök og minnti Algernon á ólman kapp- aksturshest, áður en hann var teymdur inn á rómverskan leik- vang. „Eitthvað að, Caesar? Eitthvað, sem yður liggur á hjarta, er ekki svo?“ Electronumeria KALKULATORINN. Kostar aðeins kr. 12.710,00. Numeria Handsnúinn KALKULATOR. Kostar aðeins kr. 7.750,00. „Jú, raunar, herra minn . . .“ Húsþjónninn rétti úr sér og leit á húsbónda sinn. „Mér kom sí- svona til hugar, að nokkur til- breyting mundi ef til vill ekki saka . . .“ „Tilbreyting?“ Hvað var nú í bígerð? „Tilbreyting í því að sketta sér upp? Er það kannski það, sem þér eigið við, Caesar?" „Já, herra minn. Nánast það. . . . Ég þekki fleiri konur, en þessa einu, eins og þér munuð eflaust hafa grun um. Meðal þeirra er hefðarmær, göfug hefð- armær og svo fleiri séu nefndar — yndislegur kvenmaður, ef ég má komast þannig að orði, ung kennslukona, herra minn. Og loks er það hjúkrunarkona, sem í hreinskilni talað, herra minn, verður varla talin yngismær lengur. En þegar einungis er um það að ræða, herra minn, að skvetta sér upp, er síður en svo að aldurinn komi alltaf að sök. Það hljótið þér sjálfur einhvern- tíma að hafa komizt að raun um, herra minn“. „Dokið nú við andartak, Caes- ar . . .“ Algernon leit upp úr myndskreyttu vísindariti. „Eruð þér þar með að gefa það í skyn, Caesar, að allar þessar konur séu til í tuskið, ef ég einungis læt í það skina, að ég muni tilleið- anlegur að koma til móts við þær? Að þær séu á biðlista hjá okkur, ef svo má að orði kom- ast?“ „Ég mundi ekki ræða nánar slíkan lista, herra minn, að svo stöddu. Ekki fyrr en ég hverf úr þjónustu yðar“. „Hvað? Hafið þér í hyggju að fara? Hvers vegna?“ Algernon varð þegar ljóst að hann mundi sjá eftir honum. Honum, og þó sér í lagi starfi hans á heimil- inu. Hann hafði ekki heyrt neins húsþjóns getið, sem líklegur væri til að fara þar í fötin hans. „Eruð þér óánægður með kaup- ið, Caesar? Ef svo væri, þá mundi ég reiðubúinn . . .“ „Nei, herra minn, það er ekki það. Ég minntist bara á þetta vegna þess, að maður veit aldrei . . .“ „Veit aldrei — hvað?“ „Það er svo margt, sem upp á getur komið, herra minn? En hvað segið þér um þessa til- breytingu, sem ég var að ympra á, herra minn?“ Ekki leit Algernon meira í visindaritið það kvöldið. Odetta var ólík Maríu, að því leyti til, að hún var enn fullkomnari. — Sjálf Aphrodite holdi og blóði klædd, ef slíkt væri hugsanlegt. Varirnar heitar, þrýstnar og þvalar, munnsvipurinn sakleysis- legur, hvað reyndist þó ekki mik- ið að marka, þegar út í það var komið. Brjóstin hvelfd og hnell- EINFALDAR LÉTTAR 1 VINNSLU — TRAUSTAR. OTTO A. MICHELSEN Klapparstíg 25—27 — Sími 20560. VIKAN 8. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.