Vikan


Vikan - 20.02.1964, Side 44

Vikan - 20.02.1964, Side 44
EINXJ SINNI VAR EINKARITARI FKAMHALD AF ELS. 9. En það eru ekki öll ævintýri sem enda jafn vel og lijá for- stjóranum og einkariturunum tveim. Það eru ekki allir for- stjórar svo heppnir að geta hald- ið tvo einkaritara, og ekki allir einkaritarar svo heppnir að íá vinnu við sitt hæfi — vinnu- tima og allt.... Og satt að segja hefi ég aðeins lúmskan grun um að ekki sé allt dagsatt, sem látið er skína í þegar menn eru að semja skrýtlur og svoleiðis um eitthvað leyndardómsfullt samband milli forstjóra og einkaritara. Ég hef sjálfur aldrei tekið el'tir slíku, enda hefi ég aldrei verið for- stjóri — né einkaritari ef því cr að skipta. En svó getur líka verið að þetta fari eitthvað leynt, og að maður taki þessvegna ekki eftir því, Flestir þeir einkaritarar, sem ég hefi séð og talað við, líta út fyrir að vera bara venjulegir einkaritarar, þ.e.a.s. að venju- legur vinnutími sé milli 'níu og fimm, og hafa lagt sig allar fram um að vinna sín störf af mikilli alúð. En öllu gríni fylgir nokkur al- vara, sagði kerlingin þegar dótt- ir hennar varð ófrisk, og til þess að komast sæmilega út úr þess- ari grein, þá verð ég að gera ráð fyrir að um tvenns konar einka- ritara sé að ræða, þær sem hugsa mest um töluna níu, og hinar sem hugsa um sex. Þær hafa báðar nokkuð til síns ágætis, erfiða mikið fyrir sínu daglega brauði og þurfa báðar að hafa sínar línur á réttum stað. Ég liefi hérna fyrir framan mig — aðeins til Iiliðar — bók eftir hina frægu kennslukonu í kurteisi og góðum siðum, Em- ily Post, sem frú Sigríður Gunn- arsdóttir í Tízkuskólanum lán- aði mér. Það væri kannske ekki úr vegi að við rýndum aðeins í liana, til að vita hvað hún segir um fyrirmyndar einkarit- ara: „Starf hins fullkomna einka- ritara er að aðstoða atvinnnu- veitanda sinn við framkvæmd- ir hans, og gera ekkert, sein yrði frckar til skaða en hjálpar. Hún ætti að verða við óskum hans nákvæmlega eins og vél, sem vinnur starf sitt þegar snert er eitt handfang eða stigið á þrep. Ef hann segir „Góðan dag- inn,“ þá svarar hún „Góðan daginn“ brosandi og glaðleg. Hún segir ekkert meira, nema hún hafi áríðandi skilaboð að færa honum. Ef hann segir ekk- ert þá segir hún ekkert, og tekur ekki einu sinni eftir því að hann hafi ekkert sagt. f raun og ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Öskadraumurinn við heimasaum Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550.00 m/klæðningu kr. 700.00 Biðjið um ókeypis leiðarvísi Fæst í Reykjavik hjá: Dön- & herrúbúðinni Laugavegi 55 og Gíslo Norteinssyni Garðastræti 11, sími 20672 sannleika, þá bíður hún þangað til hann hefur lokið við að lesa henni fyrir bréf, eða ljúka við hvað sem var, sem hann vildi gera þegar hann hringdi á hana. Hún ætti aldrei að taka fram í en bíða þangað til atvinnuveit- andinn hefur lokið máli sínu. Þá —- ef hún hefur ekki skilið eitthvað — er rétti tíminn til að bera fram spurningarnar. Hvaða atvinnuveitandi sem er, vill heldur að einkaritari hans spyrji lieldur en að gizka á .. . Þegar einkaritari kemur inn í skrifstofu karlmanns, eftir að Iiann hefur kallað á hana, eða vegna þess að það er hennar venjulegi tími til að mæta þar, þá ætti hún að taka sér stól og setja hann nógu nálægt honum til að heyra vel til hans. Hvar hún situr er undir þyí komið hvernig skrifstofan er — hvað- an ljósið kemur, og hvar hún getur heyrt rödd hans. Til þess er ekki ætlazt að hann standi upp og bjóði henni sæti, né sýni lienni þá persónulegu til- litsemi, sem maður í samkvæmis- lífinu sýnir konu . . .“ Þetta segir Emily Post, og raunar miklu meira, sem ég hefi ekki áhuga á að tína liér til. Hún er m. a. með lieilan kafla um það, að „sex“ sé ekki sæm- andi á skrifstofum! Nei, þó Emma blessunin sé ágæt að mörgu leyti, þá er ég ekki í nokkrum vafa um það, að hún er komin töluvert til ára sinna og hætt að fylgjast með tímanum. Kynþokki er eitt sterkasta afl- ið í mannlegu lífi, og ef það á að fara að bannfæra það, fela og hundelta, ])á segi ég stopp. Auðvitað á að fara með slika hluti af mestu hófsemd á opin- berum stöðum, — en það er þó ágætur undirbúningur og undir- staða fyrir áframhaldandi spek- úlasjónir. Vafalaust er bezt fyrir suma forstjóra að hafa sexlausa vél til að skrifa bréfin sin, enda eru það fýrar sem eru í mann- drápsskapi allan daginn og ekki nálægt þeim komandi með spýtu. Eða finnst ykluir ekki dálitið huggulegra að koma inn á skrif- stofu þar sem maður fær af- greiðslu hjá brosandi og elsku- legri kynbombu . . . ? Og það er einmitt þarna, sem hundurinn liggur grafinn. Það eru skynsömu forstjórarnir, sem hafa vit á forretningu, sem tæla til sin kynbomburnar á skrif- stofuna. Þeir vita að það lyftir upp húmorinu hjá öllum mann- skapnum, og eykur viðskiptin um 9/10. Og svo eru illa hugs- andi siðferðispostular að væna þá um ómakleg mck við blessað- ar stúlkurnar, sem ekkert hafa af sér gert annað en að hleypa dálitlum sólargeisla inn í drungalega skrifstofuna. O fuss og svei! Auðvitað hafa menn gaman af að s.tríða hver öðrum og jafnvel sjálfum sér með því að gera sér allskonar ólæti eftir skrif- stofutíma i hugarlund. En ég er viss um að það á ekki við rök að styðjast. Þetta er eintóm ósk- hyggja, og þeir sem vilja hugsa af óggulítilli skynsemi, hljóta að sjá það, að þeir forstjórar sem hafa ráð á að hafa kynbombu á skrifstofunni hjá sér til að leika sér eftir vinnutima, — þeir hafa alveg eins ráð á því að skreppa á eitthvað veitinga- húsið að kvöldlagi og reyna þar hve fiskisælir þeir séu. Slíkt er ólíkt skynsamlegra og meira sæmandi mönnum í þeirra virðingarstöðu. Nú, — þegar ég er búinn að leiða allar líkur að því, að svonalagað kjaftæði sé eintóm vitleysa, og að sætir og elsku- legir einkaritarar séu allra kvenna eftirsóknarverðastar og heiðvirðastar, þá leyfi ég mér að sýna ykkur myndir af nokkr- um „alvöru“ einkariturum lijá virðulegum fyrirtækjum hérna i bænurn. Allar góðar vættir forði mér frá því að bendla þær á nokkurn minnsta hátt við for- stjórann i ævintýrinu, né aðra á svipaðri bylgjulengd, enda vinna þær hjá mönnum, sem ekki mega vamm sitt vita (hvað sern það nú þýðir) og gegna ábyrgðarstöðum í okkar litla þjóðfélagi. Tilviljun ein réði, hvaða stofn- anir urðu fyrir valinu, en við vorum heppnir með fyrirsæt- urnar, finnst ykkur ekki? , G.K. DYGGÐ HÓFSEMINNAR FRAMIIALD AF BLS. 13. í sams konar bygginguin. Kann- ski er það þrátt fyrir allt ekki svo fjarstæð samlíking hjá Hauki Clausen, að ráðhúsið minni mest á shoppingcenter i Bandaríkj- unum. Þesskonar byggingar hafa yfirleitt lítið við skáldlega reisn og listræna sköpun að gera; útlitið meira miðað við það, sem hagkvæmt getur kallast. Nakinn funktionalismi í bygg- ingum er góður að ákveðnu marki en gleður sjaldnast aug- að og þeim mun minna sem meira er af slíkum húsum, sam- anber ýmsar borgir vestan hafs. Enda er nú sú hreyfing uppi víða um lönd, að gæða skýja- kljúfana einhverju þvi, sem geri þá þolanlega mennskum mönnum. Það er ótrúlegt, livað lítið þarf útaf að breyta til þess að myndin fari skár i augu. Turn þjóðleikhússins okkar ætti að vera sæmilegt og nærtækt dæmi um það. T aðalatriðum er hann kassi eins og turn ráð- hússins. En stuðlarnir að ofan gera þann herzlumun sem dug- ar og satt að segja finnst mér að enn hafi ekki fegurra hús verið byggt á okkar landi en þjóðleikhúsið. Ég sá líkan af ráðhúsinu, sem var til umræðu næst á undan hinni endanlegu lausn og þriðja líkanið sá ég, sem gert hafði verið þar á undan. Þessar tvær fyrri tillögur voru frábrugðnar á þann hátt, að turninn var mun þynnri á annan kantinn og sneri þunna hliðin út að tjörninni. Meginbyggingin utan turnsins — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.