Vikan - 27.02.1964, Síða 6
Símakurteisi. ..
Kæra Vika!
Hvernig er það eiginlega,
kunna aðeins sárafáir að svara
í síma? Getur VIKAN ekki gert
eitthvað til þess að fólk noti
sjálfsagða kurteisi í síma? Það
er nokurnveginn sama hvert
maður hringir; sá sem svarar
segir bara „Haló!“ eða í hæsta
lagi „Já!“ Sum fyrirtæki, sem
hafa símastúlkur, hafa kennt
þeim að svara rétt í síma. Til
dæmis þurfti ég einu sinni að
hringja á VIKUNA og stúlkan
sagði: „Hilmir h.f., góðan dag“.
Þegar ég sagði henni við hvern
ég óskaði að tala, þá spurði hún:
„Fyrir hvern er það með leyfi?“
Sumum finnst þetta óþarft, en
þannig á það að vera, maður á
alltaf að segja til sín í síma. Og
sá sem svarar á alltaf að byrja
á því að segja til nafns. Maður
sem er heima hjá sér og svarar
í síma, segir ekki bara „Halló!"
heldur símanúmerið eða nafn
sitt, sem er enn betra. Húsmóðir-
in getur sagt sitt nafn eða til
dæmis: „hjá Jóni Jónssyni".
Stundum eru menn svo dónaleg-
ir, að þeir kynna sig ekki í síma.
Við svoleiðis menn ætti yfirhöf-
uð ekki að tala. Það er lágmarks-
krafa, að sá sem hringir kynni
sig í upphafi. Ef sá sem svarar
kynnir sig í stað þess að segja
bara „Halló!“ þá á hinn aðilinn
miklu erfiðara með að láta vera
að kynna sig. Það kemur fyrir, að
í mig hringja menn til að spyrja
um eitt eða annað. Þeir kynna
sig ekki, en tala eins og þeir
viti raunverulega við hvern þeir
eru að tala og segja að lokum:
„jæja, vertu blessaður“. Ég er
kannske alveg jafn nær: hef ekki
hugmynd um það, hvei maður-
inn var. Stund.im hringja menn
og segja: „Halló, hver er það?“
í stað þess að byrja á því að
kynna sig. Mér hefur stundum
fundizt það líkast því að síma-
kurteisi sé hégómamál í augum
manna. Hvað finnst ykkur?
Með kveðju og þökk fyrir
skemmtilegt blað.
Jón K. Benediktsson.
-------— Við höfum eiginlega
engu viff þetta bréf þitt að bæta
Jón. Þaff er eins og þú sjálfsagt
hefur tekiff eftir, aff umgengnis-
menning er ekki hin sterka hlið
menningarþjóffarinnar á íslandi.
Þú veizt, að kurteisi er jafnvel
líkt viff tepruskap. Þú spyrð,
hvort VIKAN geti nokkuff gert
til þess aff fá fólk til að nota
sjálfsagffa kurteisi í síma. Þaff
höfum viff þegar gert með því aff
birta bréfiff þitt.
Þátturinn viS kistuna ...
Kæra Vika!
Ég les stundum þennan dálk
hjá ykkur „f fullri alvöru“ og
líkar hann oft vel, nema þegar
þið voruð að rífast út í þáttinn
„Við kistuna". Ég vildi ekki fyrir
nokkurn mun missa hann úr út-
varpinu og hlusta alltaf á hann
þegar ég get og græt meira að
segja oft, þegar prestinum segist
sérlega vel. Sælir að sinni.
Guðfinna.
---------Ef þaff eru jarffarfar-
irnar í útvarpinu, sem þú kallar
þáttinn „Viff kistuna“ þá er þaff
rétt, aff við vorum á móti honum
í öllum atriffum. Við álítum, aff
útvarpiff sé ekki vettvangur fyrir
helgiathafnir. Þú verffur aff fara
í kirkju til aff verffa þér úti um
grát fyrst þaff er eftirsóknarvert
og annaff verffur ekki skiliff af
bréfi þínu.
„Ég fæ hjartslátt.. .“
Kæra Vika!
Mig langar til að koma á fram-
færi dálítilli aðfinnslu, eða rétt-
ara sagt tillögu við Ríkisútvarp-
ið. Það er ekki mikið mál og
auðelt að verða við ósk minni,
sem vafalaust er ekkert eins-
dæmi.
Mig langar til að fara fram á
að orðalagi verði aðeins breytt,
þegar þulurinn byrjar að lesa
upp fréttirnar í hádegisvitvarp-
inu. Hann byrjar venjulega —
eða raunar alltaf — svona:
„Klukkan átta í morgun . . .“
og svo fer hann að segja frá því
hvemig veðrið hefur verið þá.
Það er alveg sama hvað ég
heyri þetta oft. Ég get aldrei van-
izt af því að hrökkva dálítið við
í huganum og jafnvel fá hjart-
slátt. Mér dettur alltaf í hug að
nú hafi eitthvað agalegt skeð
klukkan átta í morgun, bátur far-
izt, stórhýsi brunnið eða eitthvað
svoleiðis. Auðvitað á ég að venj-
ast þessu og ekki láta þetta á
mig fá, en reynslan er nú sú,
að ég hrekk alltaf dálítið við,
þótt ég átti mig að vísu á þessu
broti úr sekúndu síðar.
Viltu nú fara vinsamlega fram
á það við útvarpið, að þessu
verði breytt. Þeir geta byrjað
setninguna einhvernveginn öðru-
vísi sér að skaðlausu, eins og
t.d.: „Veðrið kl.ikkan átta í morg-
un: . . .“ eða eitthvað svoleiðis.
Ég er viss um að það er vanda-
laust og að þeir hafa hreint ekki
látið sér detta þann möguleika
í hug að þetta orðalag, sem nú
er viðhaft, geti skotið nokkrum
heilbrigðum manni skelk í
bringu . . .
Með fyrirfram þakklæti.
Kristófer Sveinsson.
-----— Þú hlýtur aff vera eitt-
hvaff slappur, Kristófer minn, ef
þetta fer í viffhrökkiff á þér. En
það er sama, þaff geta fleiri veriff
slappir og kannski ennþá slapp-
ari. Þess vegna finnst mér sjálf-
sagt aff koma þessu hér meff á
framfæri viff Ríkisútvarpiff, og
vonast til aff það kosti enga
erfiffleika að verffa viff ósk þinni,
og kannske margra annarra. Það
væri dálaglegt til afspurnar, effa
hitt þá heldur, ef þú hrykkir
upp af af viffhrökki.
Kit, mál og karfa . . .
Viltu nú fræða mig dálítið,
kæri Póstur?
Ég er vaskaekta landkrabbi og
get varla sagt að ég hafi séð sjó,
hvað þá á hann komið. Fyrir það
skammast ég mín ekki og bið
engan afsökunar. En vegna þessa
ókunnugleika míns við sjóinn, þá
skil ég ekki mikið af þeirri mál-
lýzku, sem sjónum og sjómennsk-
unni tilheyrir, en fréttamenn
taka hreint ekkert tillit til þess.
Þó langar mig lil að fylgjast með
fréttum af afla, aflasölum o.s.frv.,
en mér er það ómögulegt því
aflinn er mældur í svo mörgum
óskyldum mælieiningum, að ég
botna hvorki upp né niður í því.
Hvað þýða t.d. þessi orð, og
hvert er innbyrðis samræmi
milli þessara mælieininga:
Kit, karfa, mál, tunna, lest,
skippund, tonn? Með þökk.
Valdimar Guðmundsson.
— — — Jú, sko, þetta er ákaf-
lega einfalt, bara ef þú vilt setja
þig inn i þaff. Ég hefi fengið upp-
lýsingar um þetta allt hjá L.Í.Ú.,
og eins og ég segi — þetta er
mjög einfalt.
Til aff byrja með þá er karfan
yfirleitt ekki notuff lengur, en
þaff er eining, sem þýzkir tog-
arar nota viff löndun þar. Ann-
ar er karfan 50 kg.
Kit er nákvæmlega 63,5 kg.
Mál er 135 kg., og notaff um
síld, sem á aff fara — effa hefur
fariff — í bræffslu.
Tunna er aftur á móti 100 kg.,
og notuff um síld, sem á að fara
í söltun (í tunnur).
Ef einhver bátur er t.d. með
1000 mál og tunnur, þá ræffur
því hver sem vill, hvort hann
reiknar meff 100 málum og 900
tunnum, effa 100 tunnum og 900
málum. Það hefur auffvitaff eitt-
hvaff smávegis aff segja í sam-
bandi viff viktina, — en hvaff
varffar þig eiginlega um þaff . .. ?
Og svo er þaff skippundiff.
Ef þaff er nýr fiskur úr sjó
(slæg'ffur og hausaffur) þá er
skippundið 50 kíló. En aftur á
móti ef talaff er um saltfisk, þurr-
an effa blautan, þá er skippund-
iff „eitthvaff minna“.
Einfalt, ekki satt?
Og svo náttúrulega þetta með
tonniff og lestina. Venjulega er
tonniff 1000 kg, og lestin eitthvaff
svipaff. En hvort þaff er eins, ef
átt er viff bSautfisk, —• þaff veit
ég hreint ekki.
Keðjur, dekk eða
naglar . . .
Geturðu frætt mig um það,
Póstur góður, hvort það er ennþá
skylda að hafa snjókeðjur á bíl
í snjó og hálku, eða hvort nægi-
legt er að vera með snjódekk, eða
þessa nýju nagla, sem komnir
eru á markaðinn.
Bílstjóri.
---------Ég held aff lögin taki
ekki tillit til/ neins, nema keffju.
Ég á viff ef um árekstur effa slys
er aff ræffa. Sennilegt er að þaff
sé yfirleitt látliff afskiptalaust,
þótt menn láti sér nægja snjó-
dekk eða nagla, en til þess aff
vera í ful/lum rétti ef eitthvaff
kemur fyrir, þá eru keffjumar
þaff eina, sem dugar.
Lokunartíminn ...
Hvernig var það með lokunar-
tíma verzlana? Stóð ekki til að
breyta honum núna um áramót-
in, eða hvað? Mér er farið að
leiðast að bíða eftir því.
S. J. K.
6
VIKAN 9. tbl.