Vikan - 27.02.1964, Síða 17
þaut fram í eldhúsið og fór að smyrja brauð og
baka kökur. Ó, ef hún hefði nú bara tíma til
,að láta leggja á sér hárið eða kaupa ný föt.
Rödd skynseminnar heyrðist ekki í gegnum þá
ljúfu ró, sem hún var altekin af.
Þegar dyrabjallan hringdi, opnaði hún hurð-
ina eins og í draumi.
Peter Sutton, listamaðurinn af neðri hæðinni,
stóð þar með pening í hendinni.
— Getið þér skipt þessu fyrir mig? sagði hann.
Ef svo er ekki, frýs ég sjálfsagt til dauða, því að
gaspeningarnir mínir eru uppgengnir.
— Það er ekki sérlega kalt, sagði hún með-
an hún leitaði að smápeningum. Úr töfraheimi
sínum brosti hún til hans og hann varð undr-
andi á svipinn.
— Stórkostlegt, sagði hann þurrlega. Ég vissi
ekki að þér ættuð mannlegar tilfinningar.
Hann renndi augunum yfir rjóða vanga henn-
ar.
— Kannski þér viljið koma til mín á morgun
og líta á málverkin mín? sagði hann. Ég er nú
eiginlega bara listamaður í frítímum mínum, og
eldhúsið er vinnustofa mín.
— Á morgun, sagði hún glaðlega, er ég upp-
tekin — allan daginn.
— Ó, það er auðvitað skýringin á þessu hlý-
lega augnaráði, geri ég ráð fyrir. Hann veifaði í
kveðjuskyni. Skemmtið yður vel!
Laugardagurinn var fullkominn.
Á eftir fór hún að hugsa um gullhamrana, sem
Martin hafði slegið henni . . . Það er svo skemmti-
legt að vera með þér . . . þú ert svo ung . . . á
skrifstofunni ertu svo fær . . . þú hlustar eins og
þú hafir í raun og veru áhuga . . .
Hann hafði ekki kysst hana, þegar hann bauð
henni góða nótt. Eiginlega elskaði hún hann enn
meira þess vegna. Þá hafði hún hikandi spurt,
hvort hann vildi koma upp og fá kaffi, og þegar
hann þáði það, varð hún næstum óttaslegin.
Martin fékk lánaðar tvær af bókum hennar, og
öll íbúðin varð önnur við nærveru hans. Hann
strauk henni varlega um vangann með fingurgóm-
unum þegar hann kvaddi hana.
Þau fóru saman að horfa á franska kvikmynd.
Á eftir borðuðu þau kvöldverð heima hjá henni,
og hann hjálpaði henni að þvo upp.
Skyndilega beygði hann sig niður og kyssti
hana á kinnina. Hún hrökk svo snöggt við að
kossinn lenti á munni hennar og hún fann arma
hans um sig. Hann hélt henni fast að sér, koss-
ar hans voru krefjandi, en svo sleppti hann henni
hægt.
Hún stóð lengi kyrr eftir að hann var farinn.
Henni fannst sem faðmur hans verndaði hana
gegn tóminu, gegn einmanaleikanum, sem ein-
kennt hafði líf hennar. Vitneskjan um að hann
Framhald á bls. 39