Vikan


Vikan - 27.02.1964, Side 18

Vikan - 27.02.1964, Side 18
Eftir GK undir fjögur augu Skautabréfaskóli VIKUNNAR Eif þú lieldur, vinur minn, að það sé enginn vandi að fara á skaut- um, ráðlegg ég þér bara að fara ■hsim aftur og hugsa þig betur um. Já, óg stend við það. Mér er alveg sama þó þá kunnir á skautum — eða þykist kunna það. Það sannar ekkert, nema þá kannski það, að þú sért ekki eins vitlaus og Iþú lit- ur út fyrir að vera. Hvort ég kunni á skautum? Ja — ég kunni það að minnsta kosti einu sinni, þegar ég var aðeins yngri og aðeins léttari á mér. Ég veit það ekki, livort ég kann það ennþá, þvi það er svo langt síðan ég liefi reynt það. Einu sinni -— fyrir mörgum árum — ætlaði ég að reyna, og fékk lánaða skauta. Ég bar mig eins borginmannlega og ég gat, og skutlaði mér á öðrum fæti út á svellið, tók hálfhring, henti mér upp í loftið og ætlaði að koma niður á binni lappinni, aftur- ábak. Ég lenti afturába'k — ,já, já. En á vitlausum líkamsliluta. Síðan geng ég með brotið rófubein og verð að vélrita standandi. En það er með mig eins og karl- inn, sem hafði svo gaman af erfið- isvinnu — að horfa á hana. Ég lief voða gaman af skautahlaupi -— ef ég fæ að horfa á það. Það er heldur ekki eins erfitt. Einmitt þess vegna er ég að hugsa alvarlega um það, að fara að kenna á skautum. Þá get óg haft það eins og danskennararnir, að standa úti á miðju svelli og segja: „Vinstri — hægri fetta bretta — ekki niðrá svellið detta — ninlda bossa — ekki hossa o. s. frv.... “ Og ennþá einfaldara væri það, ef ég gæti kennt ykkur á skautum með bréfaskóla-aðferðinni, ]>ví þá þyrfti óg ekki einu sinni að fara niður á tjörn. Þess vegna hefur verið ákveðið að hefjast lianda þeg- ar í stað, ng þeir, sem vilja koma- V . .. > é'Xv.:. : ► ÍlItlÍÍfflSlll ■ ,, ,, , Vw n| v . ■O í skólann, geta bara sett nafn og aldur i tómt umslág (e,f þeir geta) o-g stungið því ofan í neðstu kommóðuskúffuna hjá mömmu sinni. Til þess að kynna skólann dálítið betur, og starfsaðferðir hans, birtast liér nokkur sýnis- horn no. IV., XIII., XVII., C. og MC. Lexía IV. Við erum nú búin að læra það, nemandi góður, að til þess að fara á skauta, þarf þrennt til: 1) Svell 2) Skauta og 3) Óbilandi hug- reikki. En það þarf fleira til. Til þess að festa á sig skautana þarf maður að hafa ein- i hvers ltonar skó á fótum, þvi það er fjandi sárt að skrúfa skautana lasta á berar iljarnar. Sumir taka vaðstígvél fram yfir sauðskinns- skó, ef maður skyldi óvart lenda ofan í vök. Svo er nauðsynlegt að hafa piiða á rassinum og dúða hausinn vel og vandlegá, þvi ef hann er eins þunnur og á mér, þá þolir hann ekki mikil högg Vettlingar til skrauts, og buxur til dittó. (mynd 1.) Lexía XIII. Næst er að reyna að koma sér áfram. Það er lang-lang-lang-erfiðast. Bezt er að fá ein-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.