Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 20
KVIKMYNDIN, SEM GERÐ HEFUR VERIÐ EFT-
IR ÞESSARI SÖGU, VERÐUR SÝND f TÓNABÍÖI
AÐ LOKINNI BIRTINGU.
Hann var að virða fyrir sér bláa og hvíta skonnortu, sem sigrldí fram
hjá hafnargarðinum. Það gl.ampaði á hana í sólskininu.
Ný
framhalds-
saga
1. tiluti
Efftir
Lindsay Hardy
Hann sneri stólnum sínum örlítið undir
sólhlífinni til þess að njóta sólarinnar, stakk
síðan hendinni í vasann og tók upp símskeytið
í síðasta sinn. Það var orðið kuðlað. í því
stóð: ÞVERNEITA AÐ EYÐA PENINGUM TIL
EINSKIS STOP NÚ SKALTU BJARGA ÞÉR
UPP Á EIGIN SPÝTUR STOP GEORG SOAMES.
Og hótelstjórinn hafði aðeins gefið honum
þriggja daga frest.
20
ERKIHER
Julian Soames sat einn við
borð fyrir utan veitingahúsið við
Quai St. Pierre þar sem hann
var vel kunnur. Hann var að
virða fyrir sér bláa og hvíta
skonnortu, sem sigldi fram hjá
hafnargarðinum í áttina að
skemmtisnekkjulæginu. Það
glampaði á skonnortuna í sól-
skininu. Handan við skonnort-
una lágu ótal gistihús og íbúð-
arhús í breiðum boga við fló-
ann út að Palm Beaeh Casino
yzt á nesinu. Fjallshlíðarnar, sem
voru þéttsetnar einbýlishúsum,
risu brattar upp frá borginni.
Þarna úði og grúði af röndótt-
um sólhlífum og blómaskrúði. í
Suður-Frakklandi vildu allir
gera allt fyrir mann, þó
með því skilyrði, að maður hefði
aflögu eitthvað þrjátíu þúsund
íranka á dag. Hann var í ljós-
bláum léreftsbuxum og dökk-
blárri skyrtu og með rauðan
silkiklút bundinn um hálsinn.
Það var ekki svo að sjá, að hann
hefði nokkrar áhyggjur af þess-
um 30.000 frönkum á dag. En í
rauninni sat hann þarna og von-
aðist til þess, að rekast á ein-
hvern, sem hann gæti slegið um
svona tvö þúsund.
Hann sat og smásötraði það
sem eftir var af svörtu kaffinu.
Það var næstum búið, og hann
varð að fara að öllu með gát
til þess að vekja ekki grunsemdir
þjónsins. Opinn blæjubíll með
þrjá menn og eina stúlku innan-
borðs ók upp að veitingahúsinu.
Stúlkan var rauðhærð. Hún sat
í aítursætinu, við hliðina á frem-
ur þybbnum, fölleitum, miðaldra
manni með panamahatt. í fram-
sætinu var maður, sem leit út
eins og upgjafa boxari, sem
hafði orðið að þola sitt af hverju
og við hlið hans minni og grann-
leitari maður við stýrið. Öllum
fjórum virtist líða hið bezta, og
Julian hugsaði sem svo, að það
væri svo sem ekkert undarlegt
í þessum bíl.
Hann andvarpaði og leit í aðra
átt. Hann varð víst að berjast
sinni baráttu án þess að krækja
sér í eina rauðhærða eins og
þessa, nema þá að hann færi aft-
ur heim til Beaufort Square að
ósk Georgs frænda. En þessi
gamli harðstjóri mundi grafa
hann lifandi í þessari hryllilegu,
sjálfvirku verksmiðju í Mið-
Englandi. Nei, takk, sagði hann
við sjálfan sig, það skyldi hann
ekki láta bjóða sér. Aldrei. Ja,
að minnsta kosti ekki næstu þrjá
dagana.
Klukkan var ekki enn orðin
12, hugsaði hann, en þó hafði
ýmislegt gerzt þennan dag. Fyrst
hafði hann verið kallaður á lög-
reglustöðina, og þar hafði hann
orðið að bíða í heilan hálftíma.
Loksins, klukkan hálf ellefu,
hafði lítill og rytjulegur skrif-
stofumaður stungið hausnum út
um dyragáttina og sagt að Mon-
sieur le directeur væri nú til við-
tals.
— Monsieur Soames? hafði
maðurinn við skrifborðið sagt.
— Já.
— Ég heiti Flaubert.
— Komið þér sælir.
— Mætti ég sjá passann yðar.
Þakka yður fyrir. Þér megið setj-
ast ef þér viljið.
Julian settist í eina stólinn,
sem eftir var í herberginu og
virti fyrir sér Monsieur le direc-
teur, sem virti fyrir sér passann
með miklum tilþrifum. Eftir
langa mæðu lokaði hann þó pass-
anum, lagði hann á skrifborðið
og ýtti honum snyrtilega frá sér
með einum fingri.
— Jæja, sagði Monsieur le
directeur og leit af Julian út að
glugganum. — Við skulum nú
sjá. Samkvæmt passa yðar eruð
þér brezkur þegn, 27 ára gamall,
þér hafið verið í Cannes og ann-
ars staðar á Rivierunni fram yfir
þann tíma sem þér hafið leyfi
til, og þér hafið sótt um að fá
að vera hér lengur. Ekki satt?
— Jú, sagði Julian, alveg rétt.
Hvað gerið þér, Mr. Soam-
es?
— Ja, eins og stendur geri ég
ekki neitt.
— Þegar þér hafið eitthvað að
gera, hvað gerið þér þá?
—• Við skulum nú sjá, sagði
Julian. — Ja — um tíma keyrði
ég kappakstursbíla.
Monsieur le directeur leit
snöggt burt frá glugganum. —
Aha! —• Kappakstursbíla. Ein-
mitt já.
Julian sagði: — Ég keyrði í
eitthvað sex Grand Prix keppn-
um; þér kannizt kannski jafn-
vel við nafn mitt.
— Ég kannast ekki við neinn
einasta kappakstursmann. Ég tel
þetta íþrótt fyrir brjálæðinga,
fávita. Jæja þá. Ef þér hafið enga
— VIKAN 9. tbl.