Vikan


Vikan - 27.02.1964, Side 21

Vikan - 27.02.1964, Side 21
OGINN OG HR.PIMM atvinnu, vilduð þér þá ekki segja okkur, hvaðan þér fáið peninga. Sér einhver fyrir því? — Auðitað, ég er ekki í nein- um vandræðum með peninga, sagði Juiian mikill á lofti. — Að því er mér er sagt er þessi peningabrunnur yðar þrot- inn. —■ Endemis vitleysa. Það kem- ur peningasending frá London — ég á von á henni hvenær sem er. ■—■ En þér eruð búinn að fá yfirfærslu fyrir eitt ár í frönk- um. Hvernig ætlið þér að fá meira? —■ Það — u u u — verður séð um það. — Aha! Þér ætlið þó ekki að fara að smylga inn gjaldeyri, Monsieur? Julian. vonaðist til að ekki bæri á uppgerðinni í hlátri hans. — Kemur ekki til mála, sagði hann. — Mér mundi aldrei detta slíkt í hug. — En þér búið á Grand Hotel Martinique, og það kostar 22 þúsund franka á dag, og þér biðj- ið samt um framlengingu á dval- arleyfinu. Án þess að eiga skild- ing af lögmætu fé. — Það verður strax bætt úr því. Eftir svona einn eða tvo daga. — Einmitt já. Monsieur le directeur rétti honum passann. Æ, ég get ekki veitt yður fram- lenginguna. Þér hafið þrjá daga til þess að sanna mér að þér getið borgað hótelreikninginn. Og eftir það, adieu. — Augnablik. Hvað þá ef — u u u peningasendingin dregst eitthvað. Hvernig á ég þá að komast burtu? Monsieur le director brosti innilega og yppti öxlum. — Þér getið gengið, sagði hann. —■ Þér getið synt. Það kemur mér ekki við. En þér hafið þrjá daga, og ef þér sjáizt í Cannes eftir það, munuð þér verða fluttur burt með valdi. — Hvað þá? Heyrið þér augnablik. — Monsieur le directeur lyfti hendinni. — Þetta er allt og sumt, Monsieur. Þrjá daga. En þetta var ekki allt og sumt. Þegar hann kom frá lögreglu- stöðinni hafði hann talað við hótelstjórann, eiturnöðruna. Jul- ian hafði farið aftur heim á Mart- inique til að hafa fataskipti, og hann hafði ekki verið í herbergi sínu í meira en 5 mínútur þegar barið var að dyrum. — Góðan daginn, Monsieur Soames, sagði hótelstjórinn. Röndóttar buxur hans, svartur jakki, satín bindi og grátt vesti voru samkvæmt göfugustu menningartízku. Hann var með hasst nef og ákaflega vel snyrt, örmjótt yfirskegg. Hann hefur beðið eftir mér, hugsaði Julian myrkur í skapi. Niðri í skrifstofu sinni, saman- hnipraður, búinn til atlögu. Hann sagði glaðlega: — Góðan daginn. Þér getið lokað á eftir yður, ef þér viljið. — Já, takk fyrir. Hótelstjórinn gekk inn í mitt herbergið og spennti greipar á bringunni. — Eg vona að það fari vel um yður hérna. — Alveg prýðilega. — Gott. Það gleður mig að heyra. — Það var ákaflega kurteis- legt af yður að koma og grennsl- ast fyrir um það. —• Alls ekki, alls ekki. Og okk- ur tekizt að hlúa vel að yður? — Þakka yður fyrir, það gæti ekki farið betur um mig. — Og þér eruð ánægður með allt? — Fullkomlega. Hótelstjórinn kipraði saman augun. Hann tók upp langt um- slag úr innri jakkavasanum. — Ég mætti þá kannski minna yður á þennan óborgaða reikning. Julian bandaði til hendinni. — Nú já, hann, sagði hann. — Ég verð hér áfram. Þér skuluð tala við mig í næstu viku. — Ég vil miklu frekar tala við yður núna. - Var ég ekki að segja yður það. Ég fæ meiri peninga senda frá London. Það er von á skeyt- inu frá bankanum mínum á hverri stundu Hótelstjórinn tók upp annað minna umslag. — Það er þegar komið, sagði hann. — Ég leyfði mér að koma upp með það sjálf- ur. Skeytið yðar. — Jæja. Þakka yður fyrir. Er yður sama, þótt ég opni það? — Fyrir alla muni. Julian reif upp umslagið, tók út skeytið, renndi augunum yfir það og brosti hressilega tii hótel- stjórans. — Ætlar þetta ailt að ganga að óskum, Monsieur Soames? Julian sagði: — Auðvitað hlustið þér bara á. „Eitt þúsund sterlingspund lögð á bók yðar í Monacobanka okkar 23. Meira ef þarf. Kær kveðja, Georg frændi“. Jæja, hvað segið þér þá? Hótelstjórinn teigði úr álk- unni. Hann rétti fram höndina. — Mætti ég, sagði hann, — að- eins fá að líta á skeytið sjálfur? — Því miður, er ég hræddur um ekki. Það er líka persónuleg orðsending til mín í skeytinu. — Mmmm. Hótelstjórinn fitl- aði við hálsbindið sitt. — 23. Þrír dagar. Ágætt. Hótelstjórinn gekk til dyra. — Sælir, Monsieur Soames. — Sælir. Svona var nú í pottinn búið. Hann sat uppi á herbergi sínu í nokkrar mínútur og ákvað síð- an að fara út í sólskinið og hugsa um þetta stundarkorn niðri við Quai St. Pierre. Hann sneri stólnum sínum ör- lítið undir sólhlífinni til þess að njóta sólarinnar, stakk síðan hendinni í vasann og tók upp símskeytið í tíunda sinn. Það var orðið vel kuðlað. í því stóð: ÞVERNEITA AÐ EYÐA PEN- INGUM TIL EINSKIS STOP NÚ SKALTU BJARGA ÞÉR UPP Á EIGIN SPÝTUR STOP GEORG SOAMES. Julian vöðlaði saman skeytinu og fleygði því frá sér. — Bjarga mér upp á eigin spýtur, tuldraði hann. — Það virðist ætla að fara svo, að ég verði að gera það. Þjónninn heyrði hann segja eitthvað og bjóst þegar til atlögu. — Ó-já, sagði hann. — Fyrir Monsieur annar kaffi, koníak já!? Julian starði á hann og sagði: — Ég var að tala við sjálfan mig. Þjónninn sagði hvasst: — En Monsieur er búinn að sitja hérna í meira en klukkutíma með að- eins einn smábolla. — Verið þér rólegur, ég á eftir að sitja hérna lengur. Það heyrðist rödd rétt aftan við Julian. — Ef þessi ágæti mað- ur ætlar ekki að fá sér neitt, þjónn, þá ætla ég að gera það. — Pernod, takk, með ís. Þetta var sú rauðhærða úr blæjubílnum. Hún smeygði sér milli borð- anna og settist beint á móti Juli- an. — Halló, sagði hún bros- andi. — Og hvernig líður svo Mr. Soames? Hann sá nú, að hún var í sand- ölum, eins stuttum stuttbuxum og frekast leyfði og í skyrtu. Og hún var eins frönsk og frekast er unnt að vera. Hann sagði: — Ég hef það skínandi, takk fyrir. — Þú berð það með þér. Þú áttir ekki von á neinum, var það? — Ég sá þig ekki einu sinni stíga út úr bílnum. — Þú varst að lesa símskeytið þitt. Eða hvað sem það nú var. Stúlkan brosti á ný. — Og þú virtist svo einmana, aumingja strákurinn, svo einn og yfirgef- inn. Julian sagði: — Ég er alveg miður mín af öllu þessu skjalli. En hver ert þú eiginlega? Stúlkan sagði: — Þú mátt kalla mig Danielle. — Danielle. — Já. — Og þú þekkir mig. -—■ Stúlkan sagði, eins og ekk- ert væri eðlilegra: —■ Já, chéri. Auðvitað þekkjum við þig öll. Julian leit á mennina þrjá, sem enn sátu í bílnum. Þybbni, föl- leiti maðurinn brosti, hneigði sig örlítið og lyfti stráhattinum sín- um. Síðan ýtti hann við litla manninum í framsætinu með silfurslegnum staf. Hann og box- arinn veifuðu undirgefnir og brostu í þokkabót. Julian sagði við Danielle: — Þetta er allt stórundarlegt. Hvernig þekkir þú og þeir þarna mig? — Auðvitað höfum við séð þig á gistihúsinu. — Uú já, Martinique. Þjónnin birtist í þessu, en þeg- ar hann var farinn, sagði Julian: — Ég geri ráð fyrir, að þið ætl- izt eitthvað fyrir með þessu? Danielle sötraði svolítið Per- nod og sagði: — Nú, auðvitað. — Jæja, það er ekkert betra fyrir sjálfsvirðingu eins manns, en að láta krækja í sig á Quai St. Pierre um hádegisbil. En hvers vegna? Það hlakkaði í henni. — Það er vegna þess, að mér finnst þú — hún smjattaði á orðinu — fallegur. — En hvað með hina, hvað finnst þeim? Framhald á bls. 46. VIKAN 9. tbl. — 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.