Vikan - 27.02.1964, Page 22
Kennedy lagði óhemjulega hart að sér til að ná kosningu
í Úldungadeild Bandaríkjaþings og þrátt
fyrir sáralitlar líkur framanaf, heppnaðist það.
Þar hafði hann náð merkum áfanga,
en ekki er gott að maðurinn sé einn
og Kennedy var enn ókvæntur þrjátíu og sex ára.
Þá hitti hann Jacqueline Lee Bouvier.
Við segjum frá upphafinu
Kennedy taldist hvorki til íhaldsafla eða frjáls-
lyndara meðan hann sat í fulltrúadeildinni. Hann
greiddi yfirleitt atkvæði eftir því sem skynsemi
hans eða stjórnmálalegir hagsmunir kröfðust. Hann
vann sér aukið fylgi í kjördæmi sínu fremur með
lipurð og hjálpsemi við kjósendur, en löggjafar-
starfsemi. Hann hafði lítil sem engin áhrif í full-
trúadeildinni, en átti þar enga óvini. Hann hefði
með árunum og sama áframhaldi getað orðið einn
af leiðtogum fulltrúadeildarinnar. En hugur hans
og Kennedy-fjölskyldunnar stefndi hærra.
Kennedy hafði vart komið sér fyrir í hinum
nýja virðingarsess sínum, er hann tók að hugleiða
framboð sitt tii stærri og valdameiri embætta.
Tvennt kom til greina: Að hann yrði ríkisstjóra-
efni Demokrata í Massachusetts eða frambjóðandi
flokksins til öldungardeildarinnar, þegar tækifæri
gæfist. Hann hafði aðeins verið rúmlega eitt ár
í fulltrúadeildinni, þegar hann hugleiddi að bjóða
sig fram gegn republikananum og öldungadeild-
arþingmanninum Leverett Saltonstall, árið 1948.
Þetta ár bauð Truman sig fram eftir að hafa setið
í forsetaembætti síðan Roosevelt andaðist. En
Truman virtist óvinsæil og Demokratar á undan-
að samdrætti þeirra her.
draga fæturna. Loks varð hann að byrja að nota
hækjur. Þá hafði hann, árið 1952 farið um allar
borgir og bæi Massachusettsríkis, 350 talsins. Samt
vissi hann ekki fulkomlega að hverju hann stefndi.
Ráðgjafar hans ráðlögðu honum að verða ríkis-
stjóraefni demokrata, en hann hafði sjálfur meiri
augastað á öldungadeildinni. Hann vissi að ríkis-
stjórar í Massachusetts áttu sjaldnast löngum ferli
að fagna í stjórnmálum, vegna þess hve þingmenn
ríkisins voru þeim erfiðir í skauti. En þegar horft
var til kosninganna til öldungardeildarinnar var
útltið litlu betra.
Nú var það sæti republikanans Henry Cabot
Lodge, sem var laust. Lodge var hins vegar af
flestum, republikönum og demokdötum, talinn ör-
uggur um sigur. Hann hafði fyrst boðið sig fram
árið 1936 og sigrað frægan bardagamann með
142000 atkvæðum, þegar fylgi demokrata var sem
mest um allt landið. Hann var endurkosinn sex
árum síðar en sagði af sér þingmennsku til að
ganga í herinn, árið 1944. Eftir stríðið kom hann
aftur, sá og sigraði hinn „ósigrandi" einangr-
unarsinna David Walsh, eftir harða baráttu. Lodge
þekkti alla og allir þekktu Lodge í Massachusetts,
Uppruni og ævi John F. Kennedy Bandaríkjaforseta
SAGNFRtDIBÆKUR
Í STAD BLÖMA
0G KONFEKTS
Ásmundur Einarsson blaðam. tók saman - 5. hluti
haldi í Bandaríkjunum. Kennedy ákvað að bíða
lengur. Næsta tækifæri myndi verða árið 1952.
Kennedy ákvað að nota tímann til að kynna sig
í Massachusettsríki.
Hann tók sérhverju boði um að halda ræður,
ferðaðist um ríkið þvert og endilangt og lagði
hart að sér. Einum af aðstoðarmönnum hans telst
til að Kennedy hafi fram til þess tíma er bar-
áttan vegna kosninganna 1952 raunverulega hófst,
hitt um eina milljón manna og tekið í höndina á
sjö hundruð og fimmtíu þúsundum af þessum mikla
fjölda. Kennedy varð að fara á fætur fyrir allar
aldir og átti fáar hvíldarstundir á þessu tímabili.
Þetta sagði óhjákvæmilega til sín í versnandi
heilsu. Veikindi hans í baki ágerðust, kvalirnar
uruð mjög þungbærar. Hann linaði þær með því
að fara í heitt bað á hverju hóteli sem hann gisti,
og sofa á fjölum eða hörðu gólfinu. Hann átti
orðið erfitt með að ganga upp stiga án þess að
ef svo má segja. Ár eftir ár hafði hann ferðazt um
Massachusetts. Ætt hans var meðal hinna virtu
í Boston. Afi hans Henry Cabot Lodge eldri, hafði
verið foringi republikana í öldungadeildinni í
sinni tíð.
Þá má ekki gleyma því að Kennedy átti ekki
forgangsrétt að framboði gegn Lodge meðal demo-
krata. Ríkisstjórinn Paul Dever, hugleiddi fram-
boð og Kennedy gat ekki vikið honum til hlið-
ar. En Dever leizt ekki á Lodge og tjáði Kennnedy
í apríl 1952 að hann myndi aftur bjóða sig fram
í ríkisstjórakosningunum. Stuttu síðar tilkynnti
John Kennedy framboð sitt gegn Lodge, vinum
sínum til talsverðrar skelfingar.
Kennedy byrjaði hina raunverulegu kosninga-
baráttu sína löngu á undan Lodge. Ráðgjafa hans
hafði greint á um baráttuaðferðir svo að hann lét
þá fara sínu fram en barðist sjálfur eftir því
sem honum þótti henta á Framhald á bls. 31.
Hér eru þau John og Jac-
queline á rólegum sunnu-
dagseftirmiðdegi í Hyannis-
port, skömmu eftir giftingu
þeirra. Giftingarárið þeirra
varð af ýmsum ástæðum
fremur dapurlegt tímabil í
ævi þeirra.
Vegna þess hve Kennedy lagði
hart að sér við kosningabaráttuna
1952, þegar hann var kjörinn Öldunga-
deildarþingmaður, þá ágerðust veik-
indi hans í baki og hann varð oft
að ganga við hækjur. Einmitt um það
leyti fór kunningsskapur hans við
Jacqueline Lee Bouvier að taka á sig
alvarlegra form.
22 — VIKAN 9. tbl.