Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 27.02.1964, Qupperneq 25

Vikan - 27.02.1964, Qupperneq 25
fjölda gólfborða undir glugganum og raunar einnig undir skrifborðinu, sem Gephard sat við dag- ð veggnum og byrjaði að rjúfa hann. Rifurnar milli steinanna voru gamlar og óþéttar, eins og mig an skamms vorum við komnir gegnum vegginn og að hinni hlið hans, sem var pússuð, eins og . . . leið, kippti Kenneth öllu í lag varðandi lyklana, opnaði íyrst dyrnar á sjúkradeildinni en síð- an skrifstofu Gephards, lokaði okkur inni til næturvinnu og fór aftur í ból sitt. Ég fjarlægði nauðsynlegan fjölda gólfborða undir gluggan- um og raunar einnig undir skrif- borðinu, sem Gephard sat við daglega. Síðan sneri ég mér að veggnum og byrjaði að rjúfa hann. Rifurnar milli steinanna voru gamlar og óþéttar, eins og mig hafði alltaf grunað, og inn- an skamms vorum við komnir gegnum og að hinni hlið hans, sem var pússuð, eins og við höfð- um gert ráð fyrir. Við komumst inn í geymsluherbergið. Þetta mun hafa verið fyrstu nóttina. Við fluttum megnið af grjótinu brott í poka, og auk þess gerð- um við holu með 45 gráðu beygju undir gólfinu, svo að maður gæti hæglega leynzt þar. Við tróðum ábreiðum í holuna, til þess að ekki heyrðist tómahljóð, og að því búnu komum við gólfborð- unum vandlega fyrir undir skrif- borði Gephards. Naglar allir voru reknir í sín fyrri göt haus- arnir smurðir rykkvoðu okkar, sem við höfðum einkaleyfi á. Frá öllu var gengið, eins og það hafði verið áður. Eldsnemma um morguninn hleypti Kenneth okk- ur út aftur, eins og um hafði verið samið, og læsti síðan á eftir okkur. Við fórum inn í sjúkra- deildina, þar sem einnig varð að læsa, og þar hvíldum við okk- ur, unz þýzku hjúkrunarmenn- irnir kom til starfa, en þá fórum við í felur undir rúmunum. Daginn eftir tókum við Derek til starfa á ný. Að þessu sinni var verk okkar meiri erfiðleik- um bundið, því að gera varð gat- ið á veggnum svo stórt, að stór- vaxinn maður (van Doorninck) kæmist gegnum það. Jafnframt varð að gæta þess, að ekki væri hróflað við pússningunni hinum megin á veggnum. Mér var ljóst, að gatið mundi vera allhátt á vegg geymsluherbergisins, að lík- indum þrjá metra yfir gólfi. Við lukum vinnu næturinnar og héld- um okkar leið með sama hætti og nóttina áður. Nú var útgönguleiðin tilbúin. Dick, Lulu, Bill og ég gengum frá öllum áætlunum. Við byggð- um þær á þeirri staðreynd, að þýzkir undirforingjar komu stundum í geymsluherbergið í för með pólskum stríðsföngum, sem störfuðu í Colditz-þorpi. Þeir óku varningi fram og aftur, fullum körfum af gömlum ein- kennisbúningum, nærfatnaði í stórum trékössum, tréskóm og öðrum saklausum stríðsvarningi, að því er bezt varð séð. Þeir komu ekki á neinum vissum tíma, oftast eldsnemma að morgni, stundum klukkan sjö, og sjaldan oftar en tvisvar í viku. Við höfðum tekið eftir þeim og skrifað hjá okkur venjur þeirra í þessu efni í heilan mánuð. Við ákváðum, að fjölgað skyldi í flóttahópnum í sex menn, og var þá bætt við Wardle, kafbáts- manni, og hollenzka fanganum Donkers. Afráðið var, að Lulu ætti að fylgjast með hinum Hol- lendingnum og Bill Fowler með van Doorninck. Verðirnir voru leystir frá störf- um klukkan sjö að morgni, og tókum við tillit til þess. Van Doorninck, sem talaði þýzku reiprennandi, átti að leika þýzk- an udnirforingja, og Donkers átti að vera óbreyttur, þýzkur hermaður. Hinir fjórir áttu að vera óbreyttir, pólskir hermenn, sem teknir höfðu verið til fanga. Þeir áttu allir að fara úr vöru- geymslunni rétt eftir klukkan sjö, og átti van Doorninck að læsa á eftir sér. Pólverjarnir fjórir áttu að bera tvo stóra tré- kassa á milli sín, og óbreytti þýzki hermaðurinn átti að reka lestina. Hópurinn mundi ganga eftir stígnum fram hjá tveim vörðum að hliði í gaddavírsgirð- ingunni, sem van Doorninck mundi skipa þriðja varðmannin- um að opna, svo að þeir kæmust leiðar sinnar. Ef heppnin væri með þeim, mundu verðirnir halda, að vinnusveitin hefði kom- ið á vettvang rétt fyrir klukkan sjö. Þegar strokumennirnir væru svo komnir gegnum gaddavírs- girðinguna, mundu þeir halda áfram eftir veginum til skemmti- garðsins. Þeir mundu hins vegar fara út af honum eftir 50 metra, fara fram hjá þýzkum hermanna- skála og eftir nokkurn spöl mundu þeir koma að hliðinu mikla á veggnum, sem var um- hverfis kastalann og landareign- ina umhverfis hann. Það var yfir- þann vegg, sem Neave og Thomp- son höfðu klifrað, þeir þeir flýðu, og þegar komið væri að hliðinu, mundi van Doorninck enn þurfa að grípa til lykla. Ef þeir, sem hann hefði gengju ekki að, yrði hann að beita hugmyndaflugi sínu. En kæmist hann á annað borð svona langt með hópinn sinn, gæti hann að líkindum lát- ið nægja að hringja til fanga- búðastjórans og beðið hann að skreppa til að opna hliðið! Fyrirætlanir okkar gerðu nauðsynlegt, að við smíðuðum tvo kassa í smáhlutum, svo að auðvelt væri að koma þeim gegn- um gatið á veggnum inn í vöru- geymsluna, en einnig varð að vera fljótgert að setja þá sam- an aftur. Eftir síðasta nafnakall kvöld- ið fyrir upphaf flóttans komu níu fangar saman í gangi sjúkra- deildarinnar, en ekki komu þeir þangað allir á sama tíma. Þarna var líka talsverð önnur manna- ferð, svo að koma þeirra vakti ekki sérstaka athygli. Kassahlut- arnir höfðu verið fluttir í sjúkra- deildina á laun um daginn. Flóttamennirnir átta fóru í felur undir rúmunum, en Kenneth var í rúmi sínu, eins og lög gerðu ráð fyrir, og sá hann svo um, að aðrir sjúklingar hefðu hægt um sig. Sjúkradeildinni var læst eins og venja var, og nóttin grúfði sig yfir kastalann. Hinir væntan- legu strokumenn skriðu úr fylgsnum sínum og Kenneth opnaði fyrir okkur, en síðan fór- um við, hver af öðrum, inn í skrifstofu Gephards. Kenneth læsti dyrunum aftur og lagðist fyrir eins og áður. ,,Derek“, sagði ég, „við höfum nægan tíma, áður en við eigum að hefjast handa. Það er ástæðu- laust að byrja alltof fljótt, ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis, svo að Þjóðverjar vakni til dáða“. „Hversu langan tíma heldur þú, að það muni taka að brjót- ast gegnum vegginn?" spurði hann. „Klukkustund, geri ég ráð fyr- ir, en ég ætla að reikna með tvö- falt lengri tíma'. „Það táknar", sagði Derek, „að við getum hafizt handa um klukkan fjögur“. „Við skulum segja klukkan þrjú. Það verður kannske tíma- frekara en við gerum ráð fyrir að koma öllum hópnum gegnum gatið með allt hafurtaskið. Við verðum líka að loka gatinu á eftir okkur. Tókstu vatn og kalk- blöndu með?“ „Já, ég er með sex hálfs lítra flöskur og auk þess kalkblöndu, sem nægir til að þekja fermetra". „Ágætt. Hvað er klukkan núna?“ „Hana vantar 15 mínútur í tíu“, svaraði Derek, en við sátum á gólfinu og létum tímann líða ein- hvern veginn. Um miðnætti kom einhver grunur upp í Þjóðverjum og við heyrðum til manna, sem settir voru til að leita hátt og lágt í kastalanum. Einu sinni heyrðum við skipun um, að jafnvel skyldi leitað í skrifstofu Gephards, en þegar til kom var ekki hægt að komast inn í hana, svo að menn urðu frá að hverfa. Við vorum nokkrar mínútur að jafna okkur eftir skelkinn, og svo var ekkert eftir annað en að bíða áfram. Á hundavaktinni byrjaði ég með mestu gætni að gera örlítið gat á pússninguna og skera hana og draga hana síðan að mér. Smástykki duttu niður hinum megin með hljóði, sem mér fannst eins og þrumugnýr en var í rauninni ekki sérlega hátt. Gat- ið var brátt orðið svo stórt, að ég gat teygt handlegg gegnum það, og varð þá vinnan auðveld- ari. Ég hafði tekið með mér lak, svo að auðveldara yrði að kom- ast í geymsluna. Van Doorninck fór fyrstur og urðu fyrir honum hillur, sem hann gat notað eins og stiga. Eftir andartak tilkynnti hann svo, að venjulegur lás væri fyrir útihurðinni, og yrði engum vandkvæðmu bundið að komast út um þær. Hinir fóru síðan all- ir ofan í geymsluna og klæddust einkennisbúningunum, en við Derek gengum frá öllum flótta- opum, svo að hvergi sá ummerki og að endingu hleypti Kenneth okkur út úr skrifstofu Gephards á umsömdum tíma. Við gátum ekki fylgzt með framhaldi flóttans, því að stroku- mennirnir áttu að leggja upp klukkan 7,10, en sjúkradeildin var ekki opnuð fyrr enn kl. 7,30. Ballið mundi hins vegar byrja við liðskönnun klukkan hálf níu um morguninn. En um leið og við hittum félaga okkar var okk- ur sagt, að allt hefði gengið með miklum ágætum. Van Doorninck hafði verið í búningi liðþiálfa, og hvar sem hann fór með flokk sinn heilsuðu varðmenn með skyndingu, og þegar hann kom að hliðinu, sem hefði getað orðið farartálmi, var opnað fyrir honum umyrðalaust, og hann hvarf út fyrir ásamt með félögum sínum. Þegar timinn leið, án þess að upp kæmist um flóttann, létti okkur smám sam- an. Þegar klukkan var orðin átta, gátum við verið nokkurn veginn Framhald á bls. 46. VIKAN 9. tbl. — 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.