Vikan


Vikan - 27.02.1964, Page 26

Vikan - 27.02.1964, Page 26
Boland ætlar, að Þorfinnur karlsefni hafi tekið lp.nd bar sem nú er stórborgin New York. Það var árið 1010. Síða.n fór Karlsefni sunnar og tók aftur land að Hópi. Það er í Norður-Caróiina. Þeir áttu í fyrstu vinsamleg samskipti við Indíána, en síðan vildi ]iað óhapp til að graðungur varð laus frá Karlsefni og fór beljandi um skóginn. Urðu þá Indíánar feimtri lostnir og töldu þetta prett. Réðust þeir að hinum norrænu mönnum og flýðu beir allir nema Freydís, hálfsystir Leifs heppna. Sló hún sverði á np.kin brjóst sér og gekk þannig á móti þeim rauðu. Urðu þeir þá skelfingu lostnir og flýðu til skógar. H?. 'C*f Nýlega er komin út í Bandaríkjunum bók eftir þarlendan fræðimann, Charles Michael Boland að nafni. Er þaS rit all umfangsmikið og efni þess er að sýna og sanna, að Kólumbus karlinn hafi nú ekki aldeilis orðið fyrstur til að uppgötva álfuna vestan Atlantsála, en hann kom þangað sem kunnugt er, árið 1492. íslendingum að minnsta kosti hefur lengi verið kunnugt um þann sannleik, enda gengur Boland síður en svo framhjá þeim Bjarna Herjólfssyni, Leifi heppna og Þorfinni karlsefni í riti sínu. En auk norsk-íslenzkra sæfara leiðir hann fram í dagsljósið Fönik- íumenn, Rómverja, Kínverja, íra, Velsmenn og Færeyinga, svo einhverjir séu nefndir af öllum þeim, sem Boland færir til sterk rök að orðið hafi á undan Kólumbusi til Ameríku. Höfundur hef- ur sýnilega kynnt sér af miklum dugnaði öll möguleg heimildarrit varðandi söguefni sitt, þar á meðal íslenzk rit forn og ný. Vitnar hann óspart í fjölda fræðimanna ýmsra tíma og þjóðerna, allt frá Aristótelesi til núlifandi fslendinga eins og Stefáns prófessors Einarssonar og Kristjáns Eldjárns. Sums staðar gætir að vísu nokkurar ónákvæmni hjá Boland, til dæmis er honum I heldur ósýnt um réttritun íslenzkra heita (Arngrím lærða Jónsson kallar hann einfaldlega Arn- | grim JonesH) og um Ingólf Arnarson talar hann sem manninn, sem „founded the city of Reykja- vík“. En í heild er rit hans allmerkilegt. Dagur Þorleifsson blaðamaður tók saman. Fyrri hluti 1. Landnemar á eldri Steinöld (35,000-18,000 f. Kr). Þeir voru ugglaust fyrstu landnemar Ameríku, og skilur í því efni lítt á milli 'Bolands og annarra fræðimanna. Einoig er vitað að flestir þeirra að minnsta kosti voru af mongólskum stofni. Að öllum likindum hafa þeir yfirleitt komið til álfunnar frá Asiu, yfir landspöng þá, sem tengdi þá álfp við Ameríku þar sem Ber- ingssund nú á tímum skilur milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þó er einnig sennilegt, að sumir hinna fyrstu Amerikana hafi látið berast sjóleiðis til Suður-Ameriku frá Suðurhafseyjum. Málfræð- ingum hefur nefnilega enn ekki tekizl að finna nein tengsl milli Indíánamála og þeirra tungna, er Asiumenn tala, en hins vegar eru líkindi auðsæ með pólýnesísku og málum Suður-Ameriku-Indíána. Hvenær fyrstu landnemarnir stigu á ameríska jörð, er mjög ó- víst; hafa ýmis ártöl verið nefnd, allt frá 18,000 og upp i 35,000 ár fyrir Krists burð. Örugglega hafa þeir komið í mörgum bylgj- um og á löngum tima. Þeir hafa verið frumstæðir steinaldarmenn, safnarar og veiðimenn, svo sem allt mannkyn var á þeirri tið. Engu að síður tókst afkomendum þeirra að skapa stórmerk menn- ingarríki í Mið- og Suður-Ameriku. Lengstum hefur verið álitið, að þeir hafi gert það án nokkurra utanaðkomandi áhrifa. Það finnst Boland ólíklegt og leiðir að þvi rök í næstu kapítulum bókar sinnar. 2. Fönikíumenn (480-146 f. Kr.). Af þeim þjóðum, er getið hafa sér verulega frægð fyrir sigl- ingar, eru Fönikíumenn hvað efstir á blaði. Eftir að náttúru- hamfarir og grískar innrásir Krítverja — sem samkvæmt nýj- ustu uppgötvunum hafa verið þeim náskyldir — að velli, (um 1250 f. Kr.) urðu þeir að mestu ráðandi um verzlun og sigling- ar á Miðjarðarhafi. Um 1200 fyrir Iirist náðu þeir Gíbraltar- sundi, og líklegt er, að skömmu siðar hafi þeir komist til Bret- lan.dseyja og annarra eyja í Atl- antshafi, þar á meðal íslands. Á sjöttu öld fyrir Krist sigldu þeir umhverfis Afríku, livað Portúgalinn Vasco da Gama lék fyrst eftir 2000 árum siðar. Talið er, að Fönikíumenn hafi verið tíðir gestir til Bretlands- cyja og Skandinavíu, og Boland telur liklegt, að þeir hafi einnig oft komið til íslands. Og þá er hreint ekki svo fjarstæðukennt að geta sér þess til, að eina eða fleiri af snekkjum þeirra liafi ein- hverntíma borið af þeirri leið og hrakið fyrir vindum og straum til austurstrandar Norður-Ameríku, en áttu engu að siður aftur- kvæmt til móðurlandsins. Engan þarf að undra, þótt Grikkir eða aðrar þjóðir gamla heimsins fréttu ekki af slíkum ferðum, því Fönikiumenn voru klókir kaupmenn og héldu verzlunarleiðum sínum vanalega leyndum fyrir öllum hugsanlegum keppinautum. Voru þeir af þessum sökum kallaðir „þögla þjóðin“. 2g — VIKAN 9. tbl. VIKAN 9. tbl. — 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.