Vikan


Vikan - 27.02.1964, Síða 28

Vikan - 27.02.1964, Síða 28
Skæðustu keppinautar Fönik- íumanna á Miðjarðarhafi voru Grikkir. Og um 480 f. Kr. vann Gelón, týranni grísku borgarinn- ar Sýrakúsu á Sikiley, mikinn sigur á Karþagó, sem þá var orðin voldugust hinna fönísku verzlunarborga. Setti Gelón Karþverjum harða friðarkosti, ineðal annars að þeir hættu öllum mannblótum, sem voru mikið atriði í allri guðsdýrk- un Fönikíumanna. Svo mikið atriði, að Boland álitur, að nokkur hópur þeirra hafi siglt til Am- eríku, sem þeir þá þegar hafi vitað um, og setzt að þar sem nú heitir North Salem á strönd Nýja Englands, þar sem engir duttl- ungafullir Grikkir bönnuðu þeim að slátra fóiki handa guðum sínum. Og ekki nóg með það, segir .Boland; þegar annar Sýrakúsu- týranni, Agaþókles að nafni, dustaði Karþverja rækilega til um 310 f. Kr., þá leiddi það til þess, að enn flutti stór hópur þeirra vestur um haf, og settist að þar sem nú er Mechanicsburg í Penn- sylvaníu. Þriðju karþversku fólksflutningarnir til Ameríku áttu sér svo stað 140 f. Kr., er Rómverjar eyddu Karþagó. í það sinn flýðu Karþverjarnir til Suður-Ameríku. Og vonskan i Rómverjun- um var slík, að ekki var þeim nóg að brenna borg fénda sinna, heidur eltu þeir þá einnig vestuii um haf! En ber þá Ameríka nokkur sjáanleg merki um búsetu Fönikiu- mannanna? Jú, segir Boland, grjótrústir nokkrar í New Hamp- shire eru íaldar leifar af mannvirkjum þeirra, svo og áletranir á steinum og klettum í Pennsylvaníu, Massachusetts og Brasilíu. Og rómverskir peningar ku hafa fundizt á strönd Venezúela: mögu- lega skotsilfur Rómverja þeirra, er veittu karþversku fióttamönn- unum eftirför. En hver urðu þá örlög þessara langtaðkomnu landnema? Sjálf- sagt hafa þeir verið drepnir af Indíánum, eða þá þeir hafa bland- azt þeim. Spánverjar á sextándu öld töluðu eitthvað um „hvita Indíána“ í Venezúela, og Indiánar Nýja Englands voru sagðir þokka- legri álitum og líkari hvítum mönnum en aðrir Indíánar. Kannski hafa þeir verið blandaðir fönisku — eða þá rómversku, irsku eða norrænu blóði. 3. Rómverjar (64 e. Kr.). Árið 55 e. Kr. varð ungur maður að nafni Neró keisari Rómaveldis. Þetta var allra geð- ugasti piltur, listelskur fegurðardýrkandi og hafði auðvitað hreina andstyggð á jafn ógeðs- legu fyrirbrigði og pólitík er. Valdatöku hans réði ættfólk hans og þess stuðningsmenn. Hinn ungi keisari komst biessunarlega fljótt upp á lagið með að strádrepa af sér mest af þessu pakki. þar á meðal móður sína og eiginkonur. Þennan blóðferil kórónaði hann með því að kveikja í Rómaborg — að þvi er sagt var — og brenna liana að mestu til grunna. Tók hann það ráð að kenna kristnum mönnum um brun- ann, en þeir voru þá þegar fjölmennir í borg- inni og illa ræmdir sökum ýmiss konar sér- vizku, til dæmis neituðu þeir að sýna keisar- anum samskonar hollustuvott og aðrir borg- arar; kölluðu þessháttar lijáguðadýrkun. Var nú tekið að drepa Kristsmenn í hrönnum af þeim ótrúlega skepnuskap, sem Rómverjum var laginn. Og nú vill Boland meina, að einhverjir þessara frumkristnu Róm- verja hafi flúið óþverrabælið við Tiber sjóleiðis og ekki numið staðar fyrr en í Ameríku. Telur hann, að meðal þeirra hafi verið Gyðingar og Fönikíumenn, sem hafi haft spurnir af fyrri ferðum jijóðbræðra sinna þangað vestur. Hafi þeir numið land i Virginíu og Norður -Karólinu, einkum i nánd við bæinn Clarksville. Á þeim slóðum liafa fundizt munir og áletranir, sem Boland telur örugg- lega af rómverskum og kristnum uppruna. Þykir honum senni- legast, að þarna hafi flóttamennirnir fengið að dýrka Krist sinn i friði, en afkomendur þeirra síðar blandazt Indíánum. Einhver vill nú ef til vill spyrja, hvernig það hafi mátt vera, að jafn fornar jijóðir og Fönikiumenn og Rómverjar hafi haft skip, sem dugað gátu til svo langra útliafssiglinga. En því er til að svara, að hinir fyrrnefndu voru hinir mestu kunnáttumenn um sjómennsku; áttu þeir snekkjur straumlínulagaðar, allt að hundrað feta langar, og rómversku kornflutningaskipin gátu borið allt að 1200 tonnum. Slík bákn verða harla mikilfengleg i samanburði við skúturnar hans Kólumbusar. 4. Hoei-Sjin (499). Næsti finnandi Ameríku, sem skráðar heim- ildir eru til um, var Kínverjinn Hoei-Sjin. Hann er talinn liafa komið til álfunnar árið 499. í þann tíma var lieldur Ijótt um að litast í Evr- ópu. Kappar að norðan liöfðu lagt róm- verska skrimslið að velli, en eitrað dauðablóð þess gagnsýrði þá smám saman; á næstu öld- um urðu flestar germanskar þjóðir kristnar og glötuðu menningu sinni hver i kapp við aðra. Betur lrorfði á í öðrum heimshlutum; í Ameríku voru Indíánarnir komnir alllangt áleiðis til þeirrar hámenningar, er stóð í blóma við komu spænsku konkistadóranna, og i Aust- ur-Asíu var margt í góðu gengi hjá Kinverjum, þótt ríki þeirra væri að vísu sundrað. Búddatrú hafði þá nýlega náð útbreiðslu í Kína, og sjálfur var Hoei-Sjin Búddamunkur. Samkvæmt þeim fornum bókum kinverskum, er segja frá ævintýruin lians, hafði hann lieyrt getið um land eitt mikið handan hafsins, livar byggju illa siðaðar þjóðir, er máluðu á sér bjórinn. Og Hoei-Sjin leit svo á, að það væri tilvalið að snúa þess- um villimönnum til fylgis við kenningu Búdda. Hann fékk sér þvi lið tii fylgdar og lagði síðan af stað á einum hinna risastóru djunka, sem Kínverjar áttu á þeim tímum og sigldu til allra nærliggjandi landa. Eftir óralanga siglingu í austur kom hann til lands, sem hann nefndi Fúsang. Þar lifði fólk, sem komið var á allhátt menn- ingarstig og liafði meira að segja þegar tekið Búddatrú. Boland álílur, að þetta land sé hið sama og nú er kallað Guate- mala og E1 Salvador. Þar munl þá liafa búið ein grein Majaþjóð- arinnar, sem ásamt Astekum og Inkum var mest menningarfólk meðal Indíána, þegar Spánverjar konni vestur. Land hinna mál- uðu villimanna, sem Hoei-Sjin einnig hafði spurnir af, hafi verið Norður-Amerika. Telur Boland, að 11111 þessar mundir og marg- ar aldir á eftir hafi verið allgreiðar samgöngur milli Asiu og Amer- íku. Hafi þá margvísleg áhrif borizt til Indíánanna frá menning- arríkjum Austur-Asiu, er orðið hafi hinum fyrrnefndu hin mesta lyftistöng. Segir hann, að viða megi merkja austræn áhrif í list Indíána í MiðrAmeriku. Sé jafnvel ekki ósennilegt, að þeir hafi játazt Búdda, eins og Hoei-Sjin segir, þótt þeir hafi siðar gengið af trúnni. 5. Brendan hinn djarfi (551). Næst segir frá öðrum munki, sem að visu þjónaði ekki Búdda, heldur Kristi, íra að nafni Brendan. Var hann fæddur i Kerryhéraði á Vestur-írlandi seint á fimmtu öld, þegar land hans var enn ekki alkristið. Er hann i sínu landi talinn sannheilagur maður, auk þeirrar frægðar, sem hann hlaut af sjóferðum sínum. Frásagnir af þeim voru þó fyrst færðar í let- ur mörgum öldum síðar, svo hætt er við að eitt- hvað liafi þá verið farið að skolast til i þeim. Frásögnin hermir, að Brendan hafi byggt sér allstórt skip úr eik, skipað það sextiu munk- um auk þess þremur hröfnum, er skyldu leita landa fyrir liann, likt og Hrafna-Flóka síðar. Sigldi hann síðan vestur á bóginn, unz hann kom á meðal risavaxinna ísjaka. Þaðan slapp hann heill á húfi og komst til lands, þar sem furðulegar skepnur með kattarhaus og flekk- óttan kvið skriðu um í fjörunni. Hefur því verið lialdið fram, að landið hafi verið Ný- fundnaland en skepnurnar rostungar. Þaðan sigldi Brendan á haf út unz liann kom að eyjum, sem Boland telur hafa verið núver- andi Bermúdaeyjar. Þar veittust bæði villimenn og sjóskrímsli að munkunum, enda gerðu þeir þar stuttan stanz og sigldu aftur í vestur, unz eþir fundu land eitt frábærlega fagurt og blómum vaxið. Telur Boland, að þá liafi borið að ströndum Flórida, á þeim stað, þar sem Spánverjar siðar reistu St. Augustine, fyrstu borg í Norður-Ameríku. Þar dvöldust munkarnir nokkra hríð, en sigldu siðan aftur til írlands. Það fylgir með i sögunni, að bæði á Bermúdaeyjum og i Flórida liafi þeir Brendan fundið fyrir irska munka, sem þangað voru komnir á undan þeim, enda: er sagt, að í Irlandi hafi fyrir Brend- ans daga verið kunnugt um land i vestri, sem kallað var Hamingju- eyjan. Vill Boland því meina, að Brendan hafi hreint ekki verið fyrsti írinn, sem kom til Ameríku fyrir daga Kólumbusar, né lield- ur sá síðasti. Segir nánar frá þvi i næsta kapítula. Frh. á bls. 34. 2g — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.