Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 40
Enn hafði hann ekki nefnt það,
að skrifa henni eða hitta hana
aftur. En kossar hans urðu heit-
ari, faðmlög hans ákafari með
hverri stund, sem þau voru sam-
an.
Eins og hann væri að birgja sig
upp af minningum til langs vetr-
ar hugsaði Carolina.
Næst síðasta kvöldið hans bauð
hún honum heim til sín að borða.
Hún hafði undirbúið allt í miklu
uppnámi, til skiptis var hún æst
af gleði og niðurbrotin af sorg.
í kvöld mundi hann segja, að
hann vildi giftast henni, biðja
hana að bíða þar til hann hefði
fundið samastað fyrir þau í Burr
Hill. f kvöld gat hann ekki kom-
ið til þess að kveðja.
Hún hafði keypt nýjan kjól,
sem féll þétt að henni í mjúkum
línum, hár hennar glansaði og
varir hennar brostu, þegar hún
opnaði dyrnar og tók á móti hon-
um.
Hann virtist taugaóstyrkur og
samræður þeirra voru þvingaðar.
— Hvað er að, Martin? spurði
hún þegar þau voru að drekka
kaffið.
— Ég vil ekki yfirgefa þig,
sagði hann lágt.
— En þú verður að fara til
Burr Hill, svaraði hún fljótmælt.
— Það er ekki það. Hann
sneri sér að henni, og augu hans
voru sorgmædd. Ég vildi gefa
allt í heiminum til að ég gæti tek-
ið þig með, Carolina, til að geta
haft þig hjá mér, alltaf — en
það get ég ekki.
Hún skildi. Lostið gerði hana
tilfinningarlausa, en hún vissi að
sársaukinn og beiskjan kæmi
seinna.
— Ég hefði átt að geta mér
þess til, sagði hún og var undr-
andi á hve rödd hennar var ró-
leg. Þú er kvæntur.
— Já. Hann kipptist við, eins
og orðið særði hann. Joanna hef-
ur búið hjá fjölskyldu sinni síð-
ustu tvö árin. Hún gat ekki þol-
að það líf, sem ég lifði. En þeg-
ar hún heyrði um Burr Hill, skrif-
aði hún og sagðist vilja gera
eina tilraun enn. Ég veit ekki
hvort hún heppnast, en ég trúi
því, að hjónabandi verði ekki
slitið.
Hún þagði.
Hann hélt áfram:
•— Fyrst sá ég enga ástæðu
til að segja þér frá því, að ég
væri kvæntur — síðar gat ég
það ekki. Mig langaði til að eiga
þennan eina mánuð með þér,
mánuð, sem ég gæti svo alltaf
átt í minningunni. Ég hef ekki
verið heiðarlegur, Carolina, ég
hef svikið þig.
Svipur hans var svo bitur og
vonsvikinn, að hún faðmaði hann
að sér.
— Ég vissi ekki, hve mikil-
vægt þetta yrði fyrir mig, Caro-
lina, og fyrir okkur bæði. Ég
vildi að ég væri kvæntur þér,
með þér hef ég reynt þá ham-
ingju, sem ég hef aldrei áður
kynnzt. Ég held, að ef ég segði
Joannu hvaða tilfinngar ég ber
til þín . . .
Hún hristi höfuðið ákveðin á
svip.
— Hjónabandi verður ekki
slitið, minnti hún hann á. Og
hún vill gera aðra tilraun. Henni
þykir enn vænt um þig.
— En það ert þú, sem ég elska,
sagði hann sorgbitinn.
— Einu sinni elskaðir þú hana,
og þið finnið hvort annað aftur,
sagði hún.
Gæti ég bara verið honum
reið, verið fokreið af því að
hann sagði mér ósatt, en ég elska
hann of mikið til þess . . .
-— Við gætum hitzt öðru
hverju, sagði hann örvæntingar-
fullur, þá ættum við þó eitthvað
saman.
— Þú veizt, að það er ómögu-
legt, sagði hún.
Ég verð að hafa styrk fyrir
okkur bæði, hugsaði hún, en ég
er svo þreytt. Ég vildi að þetta
kvöld væri á enda.
Hann tók hana í faðm sér og
kyssti hana heitt og ákaft, en
það var kveðjukossinn, sem
særði hana. Hann var svalur og
mildur, eins og hann væri þeg-
ar kominn langt, langt burt frá
henni.
Hann fór, og hún grét þar til
hún sofnaði loks örmagna.
Hún vaknaði, klæddi sig og fór
á skrifstofuna. Hún fór út að
borða hádegisverð, ekki vegna
þess að hún væri svöng, heldur
af vana.
Hún drakk kaffið og borgaði.
Það var tilgangsleysið, sem
særði hana mest, vöntun á ein-
hverju til þess að keppa að. Hún
þurfti ekki lengur að hugsa um
sjálfa sig eins og hún liti út í
augum Martins.
Caroline gekk út úr veitinga-
húsinu og eftir götunni. Hún
stanzaði við glugga tízkuverzlun-
arinnar. Mimosuliti hatturinn
var þar enn. Nú langaði hana
ekki lengur til að eignast hann.
Martin mundi aldrei sjá hann.
Samtímis var eins og hattur-
inn ögraði henni. Henni fannst
hann horfa á sig og segja:
Allt þitt líf hefurðu verið á
flótta — á flótta frá ástinni, frá
sjálfri þér. Martin fékk þig til
að stanza, hann breytti viðhorfi
þínu og braut niður varnarmúr
óttans. Hann gerði þig heiía.
Hvernig sem allt er, getur ekk-
ert breytt því: hann hefur gert
þig að heilsteyptri manneskju.
— Mig langar ekki í þennan
hatt, mótmælti hún lágt og fann
heit tárin bak við augnalokin.
Ég á engan lengur til þess að
sýna hann. Lífið hefur ekki
lengur neinn tilgang.
Carolina, heyrði hún að ein-
hver sagði við hlið hennar.
Hún sneri sér við og leit beint
í augu Peters Sutton.
— Hann hefur farið frá þér,
sagði hann blíðlega, þegar hann
sá örvæntinguna í svip hennar.
Hvað kom fyrir?
Andartak fannst henni hún
hata hann fyrir að spyrja, en
svo yppti hún öxlum í tilraun
til að sýnast kærulaus.
-— Hann var kæntur, sagði
hún.
— Það var óheppni, sagði
hann. Rödd hans var róleg. Hvað
ertu að hugsa um að gera núna?
Fara þarna inn og kaupa nýjan
hatt?
— Nei, sagði hún kuldalega.
— En Carolina, sagði hann
dapur, þú verður að byrja ein-
hverneginn. Hann hefur breytt
þér. Þú varst alltaf svo fjarlæg
og kuldaleg. En skyndilega
varstu heit og lifandi. Svo mikið
gerði hann fyrir þig.
Hann beygði sig að gluggan-
um, svo andlit hans nam við
hennar.
—• Vertu ekki bitur, Carolina,
það á ekki við þig, komdu held-
ur út að borða með mér í kvöld.
Og meðan þú ert hér, því kaup-
irðu ekki hattinn í glugganum
þarna?
Hann sneri sér frá henni og
gekk burt, og hún var of undr-
andi til þess að hreyfa sig.
Hann er einmana, hugsaði hún,
eins og ég. Hann er að leita að
vináttu. Hann réttir mér hönd-
ina, ef é"g leyfi honum það.
í gegnum tárin sá hún hatt-
inn með gulu rósinni, töfrandi
og freistandi.
Allt í einu hugsaði hún:
Mynd af konu með gulan hatt,
máluð af Peter Sutton. Það
hljómar ekki svo illa . . .
Hún gekk fram hjá búðinni,
hikaði og sneri aftur við. Svo
opnaði hún hurðina og gekk
inn. *•
BÍLAPRÓFUN
VIKUNNAR
Framhald af bls. 31.
allra þriggja farþeganna þar.
Séu þeir aðeins tveir, geta þeir
lagt niður armhvílu á milli sín.
— Stýrið liggur vel við manni
og stýringin er létt og nákvæm,
svo ekki sé talað um, hve mikið
er hægt að leggja á stýrið á þess-
um bíl. Ég held að ég sé ekki
að fara með ýkjur, þótt ég segi,
að það sé hægt að aka honum
í hring á venjulegri, tvíbreiðri
akbraut — það vantar að
minnsta kosti ekki mikið upp á,
að það þurfi að bakka. — Gír-
arnir eru fjórir, en sá fjórði er
aðeins fyrir langakstur. 2.-3.-4.
eru samstilltir og sá fyrsti raun-
ar líka að nafninu til, eða fyrir
neðan 12 km. hraða á klst. en 2.
gírinn er svo ,,flexible“, að ekki
■Uaiið þér rcyni
(yfannen)
saumlausa dömusokha?
_ VIKAN 9. tbl.