Vikan - 27.02.1964, Page 41
MTÐAPRENTUN
Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls-
konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar,
kvittanir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og
útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar afgreiðslu-
box.
Leitið upplýsinga.
HILNIR hf
Skipholti 33. — Sími 35320.
þarf að setja í fyrsta nema til
þess að taka af stað — sé bíll-
inn þunghlaðinn. — Bremsan er
létt og vinur vel, þótt aðeins sé
um venjulegar skálabremsur að
ræða. Það eina, sem mér finnst
verulega aðfinnsluvert við akst-
ur Peugeot 404 er það, hve
lítinn stuðning maður hef-
ur við „benzín“fótinn —
hann er eiginlega í lausu lofti,
nema maður taki þann kostinn
að gefa í botn, sem vissulega er
freistandi.
Á réttum dekkjum, Micheline
X með 20—22 punda þrýstingi,
liggur Peugeot 404 „eins og
sveskja", eins og þeir segja,
strákarnir á rúntinum, sem hafa
það að aðalsporti að „svíða dekk
á tryllitækjum". Jafnvel þótt
hann sé rifinn rösklega af stað á
holóttum vegi, kastar hann ekki
einu sinni til skottinu. Jafn stöð-
ugur er hann í beygjum, en ég
skal ekki fortaka, að hann sé
örlítið undirstýrður — þ.e. leiti
út úr beygjunni.
Þá er sennilega flest upp tal-
ið, sem varðar sjálfan akstur-
inn, nema að tala um vinnsluna.
Peugeot 404 hefur 72 ha 4
strokka vél, sem liggur um hálft
til hliðar til þess að halda jafn-
vægi bílsins á móti ökumannin-
um, ef hann er einn, og meiri
vinnslu en þessi vél og fjögurra
gíra kassinn bjóða upp á, hefur
enginn við að gera, jafnvel þótt
hann sé með sportbílakomplexa.
Útlit Peugeot 404 er snyrtilegt
og laglegt, en ekki beint þannig
að maður snúi sér við til að
horfa á hann. Að innan er hann
allur fóðraður og teppalagður og
virðist vel frá genginn í hvívetna.
Stokkurinn í gólfinu er nokkuð
hár, en fyrir karlmenn, sem
tízkunnar vegna getur haft dá-
lítið bil á milli fótanna, er ekki
vont að sitja yfir honum. Mæla-
borðið er þokkalegt og látlaust,
með góðum öskubakka á hentug-
um stað fyrir miðju, djúpu
hanzkahólfi hægra megin og
pjattspegli í sólskyggni hægra
megin, en mælum í stokk fram-
an við stýrið, þar sem vel sést
á þá. Þar eru allir mælar, sem
krefjast verður í einum bíl,
nema smurmælir, hins vegar er
klukka í hans rúmi. Það er ljós
fyrir smurninginn. Jamm og já.
Stefnuljósarofinn er hægra
megin á stýrisleggnum, milli
stýrishjólsins og gírstangarinn-
ar, og er það ekki sérlega heppi-
legur staður. Hins vegar er ljósa-
rofi og skiptir, allt í einni stöng
vinstra meginn á leggnum, á
ágætum stað. Þurrkurofi og
rúðupiss er í einum takka fyrir
miðju mælaborðinu, og þótt ég
væri með bílinn í þurru, gat
ég ekki betur séð, en þurrku-
flöturinn á framrúðunni væri
ágætur. Kraftmikil tveggja
hraða miðstöð er í bílnum, en
einhverra hluta vegna þurrkaði
hún rúðurnar ekki nógu vel
að innan. Það hlýtur að
standa til bóta. í mælaborð-
inu sitt hvorum megin eru
trekkvindristar eins og á Renault
R 8, og það er nokkuð, sem ég
fyrir mitt leyti er hrifinn af. —
Handbremsan er góð, tekur út
í afturhjólin og er sterk, a.m.k.
heldur hún vel í hestana 72, ef
maður ætlar að fara af stað án
þess að taka úr handbremsu.
Farangursrúmið er sæmilegt,
en ekki of stórt. Það opnast að-
eins að ofan, svq það verður að
lyfta öllu nokkuð hátt, sem þang-
að á að fara. Þetta tel ég nokk-
urn galla, og eins hitt, hve
þröskuldahár bíllinn er. Ekki
vegna þess, að nokkurn muni
um að lyfta fótunum yfir þá,
heldur vegna þess, að það gerir
erfiðara um vik með að þrífa
gólfið.
Og að lokum: Svona gripur
kostar nú frá kr. 206 þúsund, og
ég hef tilhneigingu til þess að
telja hann með beztu bílum í
þessum klassa. Umboðsmaður er
Sigurður Steindórsson, en enn
sem komið er hefur hann ekki
opnað varahlutaverzlun. Hins
vegar hefur hann loforð um það
frá bifvélaverkstæði Hrafns
Jónssonar í Brautarholti, að
þar skuli tekið vel á móti
svona bílum, ef eitthvað bilar í
kraminu, en Bílaskálinn ætlar
að rétta, ef beygla kemur. —
Sem betur fer virðist nú fara í
vöxt, meðal bifreiðaumboða,
skilningur á því, að það er ekki
hvað sízt þjónustan sem selur
bílana.
S.
SYSTIR HELENA
FRAMHALD AF BLS. 14.
ferð með þessu glaðværa, heil-
brigða barni, sem undir niðri
virtist búa yfir öllum hyggind-
um fullþroska konu.
Við áttum aðeins eftir einn dag
í Róm, sátum og slóruðum í
setustofu hótelsins á víð og dreif,
þreytt eftir annasaman og mjög
ánægjulegan dag. Ég var að lesa
í blaði og sötra glas af streca
til þess að hafa úr mér þreytuna,
óráðinn í, hvernig verja skyldi
kvöldinu.
— Má ég setjast hjá yður?
Ég leit upp. Það var ungfrú
Casale.
— Með ánægju. Má bjóða yður
eitthvað? Ég þori ekki að bjóða
yður streca. Það þýðir galdra-
norn. Innrætið svarar til nafns-
ins. Glas af köldu hvítvíni og
köku?
— Jú, þakka. Annars er ég
VIKAN 9. tbl, —