Vikan - 27.02.1964, Page 47
hún sagði: — Auðvitað, skelfi-
legur kjáni er ég, og hún sneri
sér við og veifaði yfir að bíln-
um. Þybbni maðurinn beitti aft-
ur stafnum sínum, og boxarinn
steig út úr bílnum og gekk til
þeirra. Hann ar tveim þumlung-
um hærri en Julian, að minnsta
kosti 6 fet og 2 þumlungar. Hann
var eins og tarfur með sakieysis-
leg augu.
— Þetta, sagði Danielle, -- er
Eddie Bell. Hann er frá Banda-<
ríkjunum, og okkur þykir öll-
um ægilega vænt um hann.
— Hæ, Somsi minn, sagði tarf-
urinn. Hann greip í höndina á
Julian svo að brakaði í. — Hvað
er að, Danielle?
— Ekkert að, Eddie. Þú þarft
bara að borga þjóninum.
— Nújá. Hvar er kauði?
Danielle sagði: Hann kemur
rétt strax, og hún tók í hand-
legginn á Julian og gekk með
honum eftir gangstígnum eins
og hún hefði þekkt hann alla
sína ævi.
Þybbni maðurinn stóð upp í
blæjubílnum. Hann vippaði af
sér stráhattinum og opnaði dyrn-
ar. Hann var í hvítum flónels-
buxum, dökkbláum, tvíhneppt-
um jakka með gylltum hnöpp-
um og doppótta þverslaufu. Hann
var klæðskera sínum til sóma.
Hann var gamla Englandi til
sóma. Þetta var stór, bláeygur
náungi með silfurgrátt hár.
Hann brosti gleitt til Julians
og sagði: — Kæri vinur, leyfið
mér að kynna mig. Ég er Timo-
thy Pimm. Það vantaði ekkert
nema lúðrablástur með þessari
kynningu.
— Komið þér sælir, Mr.
Pimm, sagði Julian.
— Jæja þá, jæja þá, stigið þér
upp í.
Julian sagði: — Já, uuu. —
hvert erum við að fara?
— Þér eruð að koma í mið-
degisverð í Villa Margueríte,
sagði Danielle, er það ekki?
— Jæja, yður er þá hér með
boðið til miðdegisverðar. Gjörið
þér svo vel. Sjáum til, einmitt,
hérna í miðjunni milli Danielle
og mín. Jæja þá. Hvar er Eddie,
hvað hefur orðið að Eddie? Jæja,
þarna er hann — leggjum þá af
stað.
Jafnvel þótt þau sætu þarna
þrjú í aftursæti bílsins lét Mr.
Pimm mikið fara fyrir sér. Hann
ýkti hverja smáhreyfingu, og
Julian átti bágt með að bæla
niður hláturinn. Mr. Pimm veif-
aði stafnum sínum. —• Komdu
nú, Eddie, komdu nú, komdu nú,
inn í bílinn með þig. Fínt, fínt
já. Carlo þú situr þarna eins og
viðardrumbur. Þú hefur ekki
einu sinni boðið Julian góðan
daginn.
Grannvaxni litli náunginn við
stýrið sneri sér við brosandi. —
Góðan daginn, Signore, sagði
hann.
Mr. Pimm sagði: — Jæja, eft-
ir hverju er verið að bíða, af
stað þá.
Fimmtán mínútum síðar voru
þau komin upp að Villa Margu-
ertie. Það var glæsilegt að sjá
þetta hús baðað í sólskininu hátt
yfir flóanum og borginni. Það
var hvítt og íburðarmikið með
græna gluggahlera og rauðar,
spánskar þakflísar, hulið klifur-
jurtum.
Þegar þau voru komin inn,
sagði Mr. Pimm: — Jæja, dreng-
ur minn, hvað má bjóða þér að
drekka?
Julian sagði: 1— Whisky,
óblandað, takk.
— Whisky? sagði Mr. Pimm.
— fyrir mat? Kæri vinur, aldrei.
Þú skalt fá þér sherryglas. Eddie,
gefðu okkur Julian tvö glös af
sherry, og fáðu þér sjálfur smá-
dropa. En bara smádropa, mundu
það.
Mr. Pimm lét fara vel um sig
í hægindastól beint á móti Jul-
ian. — Já þá, sagði hann. — Ég
geri ráð fyrir að þú brennir í
skinninu eftir að vita, hvers
vegna okkur langar svona til að
kynnast þér.
— Það er ekki laust við það.
— Jæja, hvar eigum við að
byrja? Á Grand Hotle Mart-
inique, ha? Hafa þeir hugsað vei
um þig, líður þér vel?
— Prýðilega, takk fyrir.
— Og reikningurinn, hefur
nokkuð veður verið gert út af
reikningnum?
Julian velti bví fyrir sér
hvernig í ósköpunum hann vissi
um reikninginn. Hann sagði: —
Ég held að það sé allt í lagi
með reikninginn.
Mr. Pimm veifaði vísifingri:
■— Soso, drengur minn, sagði
hann, — við verðum að vera
hreinskilnir hvor við annan. Og
Monsieur le directeur á lögreglu-
stöðinni, hvernig samdist ykkur?
Hann ætlar auðvitað að fram-
lengja landvistarleyfið.
— Auðvitað.
Mr. Pimm sagði: —- Jæja. Jæia,
við verðum víst að byrja upp á
nýtt. Eddie, ég er í óvenju góð-
um samböndum, er það ekki?
Eddie stóð við skenkinn og
sagði: — Það held ég nú, Julian,
Mr. Pimm er með svakalega góð
sambönd.
Mr. Pimm sagði: — Og það
er fátt, sem við þefum ekki uppi
hérna á hæðinni. Til dæmis,
drengur minn, vitum við, að þú
getur ekki borgað hótelreikning-
inn þinn. Og skrifstofumaðurinn
á lögreglustöðinni, visinn lítill
náungi, sem þú hefur líklega séð
í morgun, sagði okkur, að land-
vistarleyfi þitt yrði ekki fram-
lengt og að þú yrðir að fara frá
Cannes innan þriggja daga. En
ef þú reynir að fara án þess að
borga reikninginn þinn kasta
þeir þér í fangelsi. Og samt get-
urðu ekki verið hér áfram, því
að þá verður þú settur í fangelsi
fyrir að vera hérna lengur en þú
NEI, AÐ SJA ÞETTA
Kvikmynd, sem ekki hefur að minnsta kosti einn al-
mennilegan koss, væri næstum óhugsandi í heimi hvíta
mannsins. En ekki í heimi zúlúnegrans. Hugsunin ein, um
snertingu vara manns og konu er í senn hlægileg og
hneykslanleg. Því zúlúnegrar kyssast ekki.
Það var þess vegna talsverð ókyrrð í kvikmyndahúsi í
Suður-Afríku þar sem zúlúnegrum var sýnd ein af þess-
um kvikmyndum hvíta mannsins. Þegar kossinn kom, risu
zúlúnegrarnir úr sætum, bentu á tjaldið, hlógu og góluðu.
Þeir hiógu svo að tárin runnu niður svartar kinnar þeirra.
Þeir höfðu aldrei látið sér detta í hug, að nokkrar mann-
eskjur, ekki einu sinni hvítar, gætu hagað sér svona fárán-
lega.
„Rembrandt ljósmyndanna", Yussuf Karsh, var staddur
þarna og festi viðbrögð negranna á filmur.
VIKAN 9. tbl.
47