Vikan - 05.03.1964, Síða 6
r
mt i mi
MEÐ ÞVI AÐ AUGLVSA
I TlMARITINU
Úrval
Alltaf er lofið gott...
Kæra Vika!
Ég vil byrja á því að þakka
þér kærlega fyrir allt þitt fróð-
lega og skemmtilega efni. Mér
finnst meðal annars ákaflega
mikið til um þá nýbreytni hjá
þér, að birta svona „program“
af kvikmyndum. Ég ætla sem
sagt ekki að kvarta neitt! Ég
kaupi þig alltaf þótt ég sé ekki
áskrifandi og bíð með mjög
mikilli óþreyju eftir hverju blaði.
Og svo að iokum — af því að
ég er alveg viss um að þetta bréf
er ekki vélritað, — hvernig er
skriftin mín?!
Með beztu kveðju.
S. S. L.
— •—- — Þakka þér fyrir góð
orS. Alltaf er lofið gott. Jú,
skriftin er óvenju falleg og nett,
jöfn og áferðargóð.
Mikið kemst í verk
í draumi.. .
Vika mín góð!
Mér þótti slæmt að þú skyldir
hætta við draumaráðningarnar.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á draumum og draumalífi og les
allt um það, sem ég kemst yfir.
Nú langar mig til að spyrja þig
einnar spurningar sem ég hingað
til hef fengið æði sundurleit svör
við. Hún er svona: Hversu lang-
an tíma tekur draumur? Tekur
jafn langan tíma að dreyma til-
tekinn atburð og það tæki að
upplifa hann í vöku, eða
skemmri tíma?
Jón P. Halldórsson.
--------Það hafa ýmsar kenn-
ingar verið uppi um þetta, Jón,
en nú munu flestir vísindamenn
hallast að því, að það taki að-
eins örstuttan tíma, jafnvel nokk-
ur sekúndúbrot að dreyma
draum, sem virðist langur. Það
er skilmerkilega sagt frá þessu
í bók Almenna Bókafélhgsins,
Furður sálarlífsins eftir Harald
Schelderup. Hann segir frá því
að þessi tilraun var gerð: Kona
ein var dáleidd og dávaldurinn
sagði henni, að við ákveðið
merki mundi hana byrja að
dreyma langan og merkilegan
draum, sem hún mundi munu
greiniiega þegar hann vekti
hana. Hann gaf síðan merkið og
konan virtist sofa eðlilegum
svefni. Eftir svo sem eina mín-
útu vakti hann hana og þá mundi
hún draum sinn greinilega. Það
var löng saga og henni fannst
hún hafa dreymt í ' óratíma. Á
tveim mínútum var önnur kona
látin sofa upp úr dásvefni og
sagt, að hana mundi dreyma
heila mannsævi. Það stóð heima:
Henni fannst hún hafa átt heima
í Kína og mundi alla ævi sína
harla vet; skrifaði jafnvel bók um
hana. Konan hafði aldrei komið
til Kína, en frásögn hennar kom
vel heim við það, að hún hefði
lifað þar.
Kvikmyndaeftirlit . . .
Kæra Vika!
í 4. tbl. 1964 var í Póstinum
bréf frá „áhyggjufullri mömmn“,
sem fór á bannaða mynd og sagði
að allt hefði úð og grúð af börn-
um allt niður í 10 ára gömul.
Sjálfur er ég 15 ára en mjög
lítill og hef margoft þurft að sýna
vegabréf til þess að komast inn á
myndir sem bannaðar eru fyrir
börn innan 14 ára aldurs. Á því
sést að ekki fer allt eftir stærð-
inni.
En hvernig er með barnasýn-
ingar eins og Roy Rogers og þess
háttar? Fær ekki kvikmyndaeftir-
litið að sjá þessar myndir, sem
eru lítið annað en slagsmál og
þar fram eftir götum? Þetta er
handa börnunum, ekki aðeins 12
eða 14 ára, heldur allar götur nið-
ur í 5 og 6 ára.
Þetta finnst mömmunni alveg
sjálfsagt, er það ekki? Mér er
spum. c. Q. W.
Surtsey...
Kæri Póstur!
Mig langar til að spyrja nokk-
urra spurninga í sambandi við
Surtsey, og ég veit engan færari
til að svara þeim, en þig, kæri
Póstur.
í fyrsta lagi langar mig til að
vita hvort þetta gos hafi yfirleitt
vakið athygli í heiminum, eða
hvort fslendingar séu þeir einu,
sem hafa einvhern áhuga á
þessu náttúrufyrirbæri.
í öðru lagi er spurning í sam-
bandi við landhelgina. Hefur hún
víkkað út vegna gossins, og
mundi hún þá halda áfram að
stækka, ef gosið færðist æ fjær
landi, eða ef annað gos hæfist
innan þeirrar landhelgi, sem
Surtsey hefur nú skapað?
Og í þriðja lagi -— hefur gos-