Vikan - 05.03.1964, Page 8
Dagur Þorleifsson
blaðamaður tók saman
Síðari hluti
f síðasta blaSi birtist fyrri hluti greinar um þá
menn, sem sögur fara af, að hafi fundiS Ame-
ríku á undan Kólumbusi, og eru þeir hreint ekkí
svo fáir. Grein þessi er byggS á bók, sem ný-
lega kom út um þetta efni í Bandaríkjunum, eft-
ir þarlendan fræSimann, Charles Boland. fslend-
ingum eru þaS engin ný vísindi, aS Kólumbus
hafi veriS dálítiS seinn, til þess aS stíga fyrstur
hvítra manna fæti á ameríska jörS, en allt fram
til þessa tíma, hefur honum veriS eignaSur sá
heiSur. Nú hefur hins vegar komiS fram tillaga
í Bandaríkjaþingi þess efnis, aS löggilda Leif
heppna sem fyrsta landnámsmann hvítra vest-
an hafs, en Boland heldur því fram, aS enn aSr-
ir hafi verið á undan honum. Samt mundi það
nær sanni, að löggilda fremur Leif en Kólumbus.
12. Freydís (1014).
Af söguhetjum þeim, er Boland tilfær-
ir í riti sínu, er aðeins ein kona, en henn-
ar þáttur er líka hvað blóðugastur og
ógerðslegastur. Konan er Freydís, laun-
dóttir Eiríks rauða. Hennar er þegar að
nokkru getið í kaflanum um Þorfinn
karlsefni.
Freydís giftist manni þeim, er Þorvarð-
ur hét, lítill skörungur að því er séð
verður, enda sjáanlegt að hans betri helm-
ingur hefur skjótt orðið jafnt bóndi sem
húsfreyja á heimilinu. Sagan hermir, að
hún hafi fengið tvo íslenzka farmenn,
Helga og Finnboga, með sér til Vín-
landsferðar, skömmu eftir að Karlsefni
kom úr sinni. Höfðu þeir skip sér, en
Freydís og maður hennar annað. Svo
hafði samizt með þeim, að hvort um sig
hefði þrjátíu vígra karla um borð, en
Freydsí gekk á þann samning og leyndi
fimm mönnum umfram. Leiðangurinn náði heilu og höldnu til Leifs-
búða, og tók Freydís sér bólfestu í húsum Leifs, en þeir Helgi og
Finnbogi —- sem voru bræður — byggðu sér annan skála þar í ná-
lægð. Fljótt jókst sundurþykki milli þeirra og Freydísar, og er
vandséð hvað olli. Svo var það einn morgun snemma, að Freydís
reif bónda sinn upp úr rúminu og sagði honum sínar farir eigi
sléttar; kvaðst hafa farið til skála þeirra bræðra í friðsamlegum
erindagerðum, en þeir hefðu beitt hana ofurefli og leikið sár-
lega. Væri bóndanum nú ráð að hefna smánar hennar og sinnar,
ellegar segði hún skilið við hann.
Við eggjan þessa spratt Þorvarður á fætur og kvaddi menn sína
til vopna. Fóru þeir til skála þeirra bræðra og tóku þá höndum
og menn þeirra; var það létt verk, því þeir voru allir í svefni. Að
skipan Freydísar voru allir hinir íslenzku farmenn síðan leiddir
út og höggnir. Sjálf þreif hún síðan öxi í hönd og banaði konum
þeirra, fimm að tölu, því enginn manna hennar fékk sig til að vega
að þeim.
Freydís lét síðan ferma skip þeirra bræðra, sem var stærra,
og sigldi aftur til Grænlands. Enda þótt hún hefði heitið hverjum
þeim bana, er segði nokkuð frá stórvirkjum hennar, leið ekki
á löngu áður en sagan yrði heyrinkunn í Grænlandi. Samkvæmt
boði Leifs heppna varð almennt hatur og fyrirlitning hlutskipti
þeirra, það sem þau áttu eftir ólifað — skelfilegasta refsing, sem
hægt var að leggja á í litlu samfélagi sem hinu grænlenzka.
g — VIKAN 10. tbl.