Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 10
14. Quetzalcoatl (ca. 1010). Þessi þáttur er ef til vill sá þeirra allra, sem mest kyndir undir ímynd- unarafiið. Við samningu hans hefur Boland stuðzt við sagnir Asteka, Maja, Inka og fieiri fornþjóða ameriskra, svo og rannsóknir, sem síðari tíma fræðimenn hafa gert á þeim. Sagan í búningi Bolands hljóðar í stórum dráttum þannig: Upp úr aldamótunum 1000, þeg- ar norrænir menn vöndu mjög komur sínar til austurstrandar hinna núverandi Bandaríkja, fór fornkunningjum þeirra, írsku munkunum i New Hampshire og Massachusetts, ekki að lítast á blik- una. Og þar kom, að hinn arfgengi ótti við víkingana rak þá enn einu sinni af stað í leit að nýjum heim- kynnum, Með sér tóku þeir íslendingana, sem nú höfðu dvalið hjá þeim í kringum aldarfjórðung, og sjálfsagt eitthvað af Indíánum. Veruleg hlóðblöndun hafði ugglaust orðið með þessum þrem þjóð- emum. Flóttamennirnir sigldu nú suður með strönd Bandaríkjanna, beygðu inn á Mexikóflóann og tóku land þar sem nú er hafnar- borgin Veracruz, fóru síðan inn í land til borgarinnar Tula, sem var aðalborg Tolteka, þess fólks er þá hafði mesta vegsemd í Mexíkó og var fyrirrennarar Asteka, sem drottnuðu yfir landinu við komu Spán- verja. Borgarbúar tóku fagnandi við flóttafólkinu, héldu hinn virðu- lega, hvítskeggjaða ábóta, er fyrir liðinu réð, guðlegs uppruna og kölluuð hann Quetzalcoatl, sem þýðir Hinn Fjaðraði Ormur, en fólk hans Nonoalca, sem merkir Hinir Daufdumbu, eða Þeir Sem Ekki Geta Talað Rétt, enda munu írarnir og íslendingarnir hafa verið heldur fákunnandi í tungu Tolteka. Quetzalcoatl ríkti nú um hríð í Tula og var vel látinn; kenndi hann landsmönnum ýmsar nýjung- ar í kornrækt, málmsmíði og fleiru. Hann reyndi og að snúa þeim til kristni og harðbannaði mannfórnir; kvað nægja að offra guð- unum skjaldbökum, snákum, fiðrildum og fleiri álíka kvikindum. Þetta líkaði hinum afturhaldssamari Toltekum illa, enda var græðgi guða þeirra í mannakjöt með mesta móti, eftir því sem gerðist í þeirri stétt. Kom þar, að þrjár vondar goðverur buðu Quetzalcoatl í mat, helltu hann augafullan og lögðu síðan systur hans í sæng með honum. Þegar svo rann af hinum fróma ábóta, fylltist hann sáru angri og blygðan og hélt sem skjótast frá Tula með fólki sínu. Dvaldi hann nú um nokkurt skeið í hafnarborginni Cholula, en ekki varð honum lengi vært þar heldur. Yfirgaf hann loks borgina og sigldi í austur, en hét landsmönnum áður að koma aftur, þegar næst kæmi að fæðingarári hans í tímatalshring Tolteka. Þetta ár, sem hinir fornu Mexíkanar nefndu Ce atl, bar næst upp á hið kristna tímatalsár 1519, en einmitt þá kom Cortez með spænska stríðsmenn til Mexíkóborgar, höfuðborgar í ríki Asteka. Montezuma landsdrottinn, sem var hálfsmeykur um að Cortez, hvítur að húð og skeggjaður, kynni að vera Quetzalcoatl, hikaði við að greiða atlögu gegn honum, áður en það yrði um seinan. Þannig varð lof- orð hins írska ábóta dauðadómur hins mesta ríkis hins nýja heims. Frá Cholula hélt Quetzalcoatl til Chichén Itzá á Yucatánskaga, sem þá var ein helzta borg Maja. Einnig þeir héldu hann goðkynj- aðan og nefndu hann Kukulcan. Að sjálfsögðu reyndi hinn sann- heilagi íri einnig að snúa Majum frá skurðgoðavillu til sannrar trúar, en með álíka árangri og Toltekum. Yfirgaf hann Chichén Itsá um miðja elleftu öld, lagði þá leið sína til Gúatemala, gekk þvert yfir landið til Kyrrahafsstrandar, fékk sér þar skip og sigldi suður með landi, tók land á Perúströnd og hélt til fjalla með liði sínu. Þar mætti hann Inkunum, sem einmitt um þessar mundir voru að koma ríki sínu á fót. Einnig þeir töldu foringja komumanna guð og kölluðu hann Kon-Tiki Viracocha. Hann grund- vallaði höfuðborg þeirra, Cuzco, og taldi að sjálfsögðu fyrir þeim trú. Hve lengi hann dvaldi með Inkum er ekki vitað með vissu, en hitt er víst, að hann lét í haf frá strönd Guayaquilflóa og hvarf út á óravíddir Kyrrahafsins ásamt fylgdarliði sínu. Hann hét Ink- unum að koma aftur, svo sem væri það hans fastur vani. Þeir héldu líka fyrst að hann væri kominn, þegar spænski stigamaðurinn Pizarro — hvítur og skeggjaður eins og guðinn forni — sótti þá heim með flokk samvizkulausra ránmorðingja, en hegðun Spán- verjanna leiðrétti fljótlega þann misskilning. Margar stoðir renna undir sögu þessa, til dæmis furðu mikil líkindi með helgisiðum Ameríkumanna hinna fornu og kaþólikka. Þannig var krossinn almennt helgitókn með Majum að minnsta kosti. Astekar áttu sér sögn um syndaflóðið, nauðalíka þeirri úr biblíunni. Hét þeirra Nói Coxcox, og rétt eins og hliðstæða hans í gamla heiminum sendi hann dúfu út af örkinni í landaleit. Astek- ar áttu sér líka gyðju, sem minnir mjög á Evu í biblíunni, og Inkar voru með nokkurskonar nunnureglu. Þeirrar reglu er sér- staklega getið í sambandi við landvinninga Spónverja í Perú, því á leið sinni til Cuzco komu þeir við í einu slíku nunnuklaustri og gerðu sér þá heldur betur glaðan dag með því að nauðga öllum hinum guðumvígðu meyjum. Hin heilögu sakramenti voru einnig vel kunn hinum indíánsku menningarþjóðum. Astekar hrærðu saman blóði og maís og neyttu svo soppunnar sem ímyndar guðlegs holds. Inkar, sem voru varla eins blóðþyrstir, notuðu einfaldlega brauð og vín. En hvað varð þá um Quetzalcoatl gamla á víddum Kyrrahafs- ins? Jú, hann tók land á einhverjum hinna ótalmörgu eyja Pólýnesíu, þar sem hann og hinir tryggu fylgdarmenn hans fundu loksins griðland eftir áratuga pílagrímsferð allt norðan frá Nýja Eng- landi. Þar blönduðu írar og íslendingar blóði við hina innfæddu, sem enn í dag bera ættarmót þeirra, eins og Thor Heyerdhal og margir fleiri hafa vitnað um. Þar má enn finna pólýnesískt fólk furðu ljóst á hörund, og jafnvel ljóshært og bláeygt. Og einnig Pólýnesar höfðu hinn síðskeggjaða hvíta leiðtoga flóttafólksins í hávegum og nefndu hann því nafni, er orðið er heimsfrægt eftir Kyrrahafsför Heyerdahls: Kon-Tiki. 15. Madoc prins af Vels (1171). Þessi þáttur býr yfir harmrænni dul, sem minnir á hina óþekktu sögu um endalok íslenzku byggðarinnar í Græn- landi. Síðla á tólftu öld andaðist einn mikill höfðingi í Vels (Wales). Hann lét eftir sig nokkra syni, sem undireins fóru í hár saman út af arfinum. Einn þeirra, Madoc að nafni, mesti friðsemdarpiltur, nennti ekki að standa í þeim erjum og fór þess í stað í sjóferð, í hverri hann fann Amer- íku. Hann kom til baka og hrósaði mjög hinu nýfundna landi, enda urðu margir landa hans til þess að fylgja honum, er hann lagði í aðra ferð vestur, að þessu sinni til landnáms. Prinsinn kom flota sínum að ósum Mississippi, fór uppeftir því fljóti og síð- an þveránni Ohio, en nam loks staðar þar sem nú er borgin Louis- ville í Kentucky. Þar settust Velsmennirnir að og stofnuðu blómlega JQ — VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.