Vikan


Vikan - 05.03.1964, Side 13

Vikan - 05.03.1964, Side 13
RÚÐA OG ELSKULEGA STÚLKU TIL ÞESS AÐ TELJA HONUM HUGHVARF hringum •— klukkan íjögur síðdegis á morgun“. Willi sýndi enga gerðhræringu, en Matthew gat dæmt af á hvern hátt hún kveikti í sígarettunni og hvernig hún leit snöggt í kringum sig í herberg- inu, að hún var í uppnámi. Willi og Bruce höfðu verið mjög samrýmd, stundum hafði Matthew jafnvel fundizt hann vera skilinn dálítið út- undan á síðustu árum. Það hafði komið fyrir, þegar Bruce var heima í skólafríum, að hann hafði gripið sig í að óska þess, að hann væri farinn og byrjaður að lifa sínu eigin lífi. Hann hafði skammazt sín fyrir þetta, og einu sinni hafði hann nefnt það við gamlan vin sinn og hann hafði sagt: „Já, ég veit hvað þú átt við. Tveir menn og ein kona undir sama þaki, það er samkeppni og afbrýðissemi — gamla sagan, Matt. Það er óumflýjanlegt“. En núna hafði Willi áhyggjur af þessari stúlku, sem tæki frá henni soninn á morgun. Matthew ræskti sig óþolinmóður. ,,Á hverju hafið þið hugsað ykkur að lifa?“ spurði hann. Svona rétt til að láta þau vita, að hann hefði bein í nefinu. Það varð þögn í herberginu. Bruce horfði á hann eins og úr mikilli fjarlægð. „Ég hef hugsað mér að vinna hluta úr degi“, sagði Bruce, „og það ætlar Kathy-Anne líka að gera. Það getur orðið til þess að okkur seinki um eitt ár, en það gerir ekki svo mikið til. Svo ætla foreldrar hennar að hjálpa henni“. Eftirlátir foreldrar, of eftirlátir, það var réttnefnið. Þegar ég var í háskóla, gerðum við ekki ráð fyrir því að foreldrar okkar sæju fyrir okkur — eða konu. Hann sá að Willi horfði þungbúin á hann. „Við höfum leigt okkur lítið hús rétt við skólann", sagði Kathy- Anne við Willi. „Svo hef ég bílinn minn. Ég keypti hann af spari- peningunum mínum. Hann er ekki nýr, en vélin er góð. Svo á ég næstum nóg af silfri. Ég hef keypt það af sumarkaupinu mínu“. Er það?“ Matthew leit hvasst á hana. „Ég hélt að þetta hefði komið svo skyndilega“. „Ég veit að ykkur hlýtur að finnast það“, sagði hún og rödd hennar var enn jafn lág og róleg. „En við hittumst oft síðasta ár og reyndum að vera varkár — hittum annað fólk og reyndum að rasa ekki um ráð fram og hugsa um framtíðina. Þó held ég að við höfum gert okkur þetta ljóst þá. Svo vorum við á sitthvorum stað í sumar, en þegar skólinn byrjaði í haust . . .“ Hún dró djúpt andann. „Við erum viss um að þetta er það eina rétta". * Það var löng þögn. Willi fálmaði óstyrk eftir vasaklútnum sín- um, en Matthew hleypti brúnum og sagði: „Hvernig eruð þið viss? “ Það var Bruce, sem svaraði, ákveðinni og skýrri röddu: „Vegna umhyggju og ástar okkar hvort á öðru —- á alla lund, pabbi. Við vitum, að við mundum læra meira ef við værum saman og byrj- uðum að byggja líf okkar saman. Við viljum byrja núna að und- irbúa líf okkar saman, koma okkur saman um uppeldi barnanna, sem við eignumst einhvern tíma og gera okkur Ijóst, hvers konar lífi við óskum að lifa. Við erum tilbúin að taka á okkur ábyrgð hjónabandsins“. Matthew horfði niður og hugsaði, að þetta væri allt mjög háfleygt og áheyrilegt. Það gæti verið tekið úr leiðbein- ingabók um hjónabandið og fjölskylduna. Sjálfsagt vel æft og undirbúið líka. Hann leit snöggt upp og horfði hvasst á þau. „Þið verðið að gera ykkur ljóst, að við munum ekki koma til hjálpar og borga reikningana, ef þetta reyn- ist ykkur of erfitt. Heimurinn er fullur af foreldrum, sem eru fastir í þeirri gildru“. Bruce svaraði reiðilega: „Það er líka til ungt fólk, sem ekki vill lifa á foreldrunum. Það vill bera sínar eigin byrðar og taka ábyrgð á gerðum sínum. Það vill byggja hinn nýja heim, þann heim, sem það getur treyst — ef eldri kynslóðin leyfir þeim að komast að!“ „Þroskað fólk“, sagði Matthew og reyndi að tala rólega, „hefur atvinnu, peninga í banka, öryggi“. „Er það?“ spurði Bruce háðslega. „Hvað margir af þeim, sem byggðu þetta land, áttu peninga í banka og öryggi, þegar þeir lögðu út í lífið?“ Kathy-Anne stóð upp. „Ég verð að Framhald á bls. 43. Smásaga eftir Peggy Simson Curry VIKAN 10. tbl. — Jg

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.