Vikan


Vikan - 05.03.1964, Side 15

Vikan - 05.03.1964, Side 15
Ásmundur Einarsson blaðamaður tók saman nnedy Bandarlkjaforseta í þágu Massachusetts-ríkis með starfi sínu í öldungadeildinni, var svarað með saméigin- legri yfirlýsingu Kennedys og Saltonstalls, greinargerð um störf þeirra á þingi í þágu ríkis- ins. Skýringin á þessari afstöðu Kennedys er talin sú að Furcolo neitaði Kennedy um aðstoð þegar sá síðarnefndi bauð sig fram gegn Cabot Lodge, tveimur árum áður. í kosningabarátt- unni milli Furcolos og Saltonstalls slitnaði al- gerlega upp úr því litla samstarfi sem verið hafði á milli Kennedys og flokksbróður hans. Kennedy hafði verið talinn á að mæla með öllum frambjóðendum demokrata í Massachus- etts, þeirra á meðal Furcolo, í sjónarpsræðu í Boston. Nokkrum mínútum áður en Kennedy átti að birtast i sjónvarpinu fékk Furcolo að líta yfir handritið að ræðu hans. Furcolo kvart- aði þegar yfir að meðmæli Kennedys með lista demokrata væru ekki eindregin og bað þing- manninn að breyta ræðu sinni og kveða sterk- ar að orði. Kennedy var illa á sig kominn, þreyttur eftir ferðalag og með háan hita. Hann hafði beðið heila klukkustund eftir Furcolo í sjónvarpsstöðinni. Viðbrögð hans við tilmælum Furcolos urðu snögg og óvænt: „Foster, mér þykir þú fjandi bíræfinn, að koma og biðja um breytingar á síðustu mín- útunum“, anzaði Kennedy æstur. „Jack, en þetta er ekki eindregin stuðnings- yfirlýsing“, mótmælti Furcolo. Eftir nokkur orðaskipti teygði Kennedy sig eftir hækjunum, sem hann varð að styðjast við og staulaðist út úr sjanvarpsherberginu. Allt komst í uppnám. Einhver fór á eftir Kennedy til að telja hann á að koma aftur, og það gerði Kennedy á síðustu mínútu. En í ræðu sinni felldi hann burtu allt sem minnti á Foster Furcolo. Fáeinum dögum síðar æptu dagblöðin í Boston um klofning í röðum demokrata. Fur- colo fé!l í kosningunni. Kennedy var þá lagzt- ur í sjúkrahús. Heilsu Kennedys hafði hrakaö mjög að und- anförnu. Gömlu meiðslin í baki sögðu nú til sín á kvalafyllri hátt en nokkru sinni fyrr. Hann gat ekki lengur gengið án þess að styðj- ast við hækjur. Kennedy hafði leitað til margra sérfræðinga en þeir voru ekki á einu máli um úrræðin. Flestir töldu skurðaðgerð nauðsyn- lega, en lífshættulega. Einn læknanna var and- vígur skurðaðgerð vegna áhættunnar. Hrjáður og þreyttur anzaði Kennedy: „Ég get ekki afborðið að þurfa að staulazt á hækjum, allt mitt líf. Þá er betra að deyja“. Þar með var ákvörðunin tekin. í október 1954 var aðgerðin framkæmd á sjúkrahúsi í New York. Næstu vikur varð Kennedy að liggja hreyfingarlaus í rúmi sínu í sjúkrahús- inu. Dimmt var í herberginu. Hann mátti ekki lesa, gat raunar ekkert gert annað en liggja og stara upp í loftið. Aðeins kona hans og nánustu ættingjar fengu leyfi til að heimsækja hann. Smátt og smátt varð ljóst að skurðað- gerðin hafði ekki náð tilætluðum árangri. Eftir að Kennedy hafði, skömmu fyrir jól, verið send- ur suður til Florida, til hvíldar í heppilegra loftslagi, var ákveðið að endurtaka aðgerðina. Þegar Kennedy sneri aftur til Washington cftir langa veikindafjarveru, var honum vei fagnað og þá urðu jafnvel andstæð- inga þingmenn til að bera iof á hann f ræðum sfnum. Við kosningabaráttuna fyrir varaforseta- útnefninguna Icnti Kennedy í hörðum deilum og andstöðu við John CcCormak, leið- toga demokrata í fulltrúadeildinni. Hér er Kennedy í ræðustól en McCormak situr að baki honum ásamt Lyndon B. Johnson. Eftir síðari uppskurðinn var hann bæri- legur til heilsunnar og gat sleppt hækjunum. Hann dvaidi lengi suður á Florida meðan Iiann var að ná heilsu og fylgdist mcð störfum þingsins. Hér er hann að lesa þing- tíðindi en Jacqueline vinnur við skrif- borðið. Hún hjálpaði við ýmsar skriftir. 6. hluti í febrúar fór Kennedy til New York og var lagður inn í sjúkrahúsið. Þar sem Kennedy var vart hugað líf hafði kaþólskur prestur verið kall- aður til að veita síðustu smurningu. Meðan á skurð- aðgerðinni stóð lágu einstakir ættingjar á bæn í næsta herbergi. í þetta sinn tókst aðgerðin bet- ur. Um það bil tíu dögum síðar gekk Kennedy sigri hrósandi út úr sjúkrahúsinu ásamt konu sinni og yngsta bróður. Hann flaug aftur til Flor- ida og ták sér langa hvíld. Meðan á þessu stóð geysaði bardaginn um Joseph McCarthy, stefnu hans og aðgerðir. í desember hafði öldungadeildin samþykkt vítur á McCarthy. Kennedy greiddi ekki atkvæði þótt honum hefði verið í lófa lagið að gera það frá Florida. Frjáls- lynd öfl í Bandaríkjunum höfðu lengi grunað Kennedy um græsku, ekki sízt vegna þess hve varlega hann hafði farið í að gagnrýna McCarthy. Hann var jafnel af sumum talin fremur hlynntur kommúnistaveiðaranum, enda þótt hann væri ekki alltaf ánægður með starfsaðferðir hans. Það verð- ur þó engan veginn fullyrt með vissu. Hann hafði ýmist greitt atkvæði með eða móti ýmsum tillög- um eða hagsmunamálum McCarthys. Og þegar tillagan um vítur á McCarthy kom fram var Kennedy staðráðinn í að greiða henni atkvæði, þó ekki á sömu forsendum og flutningsmenn til- lögunnar notuðu. En sú staðreynd að Kennedy tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu um víturnar átti eftir að valda honum miklum vandræðum, ekki sízt í forsetakosningunum. Frjálslyndir, sem töldu frelsishugmyndum Bandaríkjanna, sjaldan hafa verið ógnað meira, en með aðgerðum McCarthys, áttu eftir að gagnrýna Kennedy harðlega fyrir afstöðu hans og spyrja hann margra spurninga, eftir því sem á kosningabaráttuna leið. Þetta mál var ofarlega á baugi í kosningaferðalagi Kennedys um Wisconsin, ríki McCarthys, í apríl 1959, um það bil tveimur árum eftir að McCarthy andað- ist. Á grímudansleik, sem haldinn var í blaða- mannaklúbbnum Gridiron, til heiðurs Kennedy, sungu grímubúnir blaðamenn, eitthvað á þessa leið: „Hvar varstu John, hvar varstu John, þegar senatið vítti Joe“. Lagið var hið alkunna „Clement- ine“. Ekkja Roosevelts forseta, sem átti mikil ítök í demokrötum, fór síðar hörðum orðum um linku Kennedys í málum McCarthys. Frúin dró það við sig, lengur en gott þótti, að leggja nauðsyn- lega blessun sína yfir framboð Kennedys í for- setakosningunum 1960, kannske einnig vegna þess að henni og Joseph Kennedy hafði komið illa saman, meðan Joseph var ambassador Banda- ríkjanna í Lundúnum. Enda þótt Kennedy væri afskiptalaus um þing- mál, meðan hann lá veikur, var hann ekki iðju- laus, eftir að hann tók að endurnýja kraftana. Hann hóf að kanna sögulegt atriði, sem honum hafði lengi verið hugleikið. Það var stjórnmála- legt hugrekki á örlagastundum bandarískra stjórn- málamanna. Hann ákvað að rita bók um þetta efni. Bókasafn Bandaríkjaþings sendi honum tugi bóka, aðstoðarmenn söfnuðu saman ýmsu efni, og nokkrir söguprófessorar lásu handritið yfir. Harper & Brothers, eitt kunnasta bókaforlag Bandaríkjanna, keypti útgáfuréttinn. Kom bókin Framhald á bls. 33. VIKAN 10. tbl. — jg

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.