Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 19
Það má alltaf búast við því að gíraffarnir komi skálmandi út úr skógarþykkninu og' þvert yfir veginn. Þeir eru yfirleitt mjög áhyggjulausir á svipinn enda þótt þrjátíu þeirra séu drepnir í skóginum á degi hverjum. DAGBÓKARBROT FRÁ SUÐUR-AFRÍKU - 4. HLUTI EFTIR SIGURÐ MAGNÚSSON, FULLTRÚA ÍGAKDINUM ÞAR SEM HVER ÉTUR ANNAN og yfirgefið. Þá er auðvelt fyrir ljónin að drapa það, þau stökkva á það og hálsbrjóta á einu andartaki. Þessi er gamall og einmana. Hann verður áreiðanlega drepinn af ljónunum áður en þessi dagur er allur“. Svona er þessi skógur, miskunnarlaus, fagur, þar sem hið vaninhyrnda kududýr brokkar inn í hann, kyrrlátur að baki vatnahjartarins, sem horf- ir áhyggjulaus til þín og veifar stórum eyrum, spaugilegur, þegar villi- svínið hleypur yfir veginn með sperrta rófu, þunglamalegur, þar sem vatnahesturinn liggur, rekur upp nefið úr mókinu og blæs, skringilegur, þar sem apinn leitar kerlingu sinni lúsa meðan krakkar þeirra ólmast, en grimmur er hann, miskunnarlaus. Hér mátt þú aldrei fara út úr bifreið þinni. Það er bannað. Þá verður þú drepinn, tættur sundur. Hér ert þú bara lítið tvífætt kvikindi, umkomulaust kjötflykki, sem hungruðu Ijóni þykir gott að éta. Krúger-þjóðgarðurinn er sá stærsti af þeim mörgu héruðum í þessu landi, sem stjórnin hefir ákveðið að varðveita til þess að ókomnar kyn- slóðir megi njóta náttúrunnar eins og hún var, þegar hvítir menn komu hingað fyrst fyrir hérumbil þrem öldum. Ég les í bæklingi, að Krúger- garðurinn sé álíka stór og fimmti hluti fslands, og þegar ég lít á landabréfið, þar sem nafnið Skukuza er, þá sé ég, að það er ekki nema í um fimmta hluti fjarlægðarinnar til nyrztu takmarka svæðisins, en samt vorum við í gær um þrjá klukkutíma að aka frá hliðinu norður til Skukuza. Fjariægðirnar í þessu landi eru alveg furðulegar. Það er tæplega sex sinnum stærra en samanlögð stærð Þýzkalands, Frakklands, ítalíu og Portúgal. Sjálf er Suður-Afríka 12 sinnum stærri en fsland, en allt er landið, að viðbættum verndarsvæðum .hérumbil tuttugu sinn- um stærra. Við sjáum enn enga fíla. Hins vegar er hér mikið af trjám, sem þeir hafa mölvað og á veginum eru stórar klessur, sem þeir hafa skilið eftir sig. „Hvað heldurðu um fílana?“ ,,Ég efast um að við sjáum þá. Þeir, sem hrjóta um nætur sjá aldrei fíla, þegar sólin rís“, sagði Denis. „Konan mín segir að ég hrjóti aldrei nema þegar ég geng fullur til sængur", svaraði ég. „Þá hefir þú verið fullur í gærkvöldi“, sagði Denis. Ekki þræti ég fyrir það. Það má vel vera að ég hafi ekki verið ófullur. Við sátum nefnilega í gærkvöldi úti á svölunum í kofa okkar í Skukuza og spjölluðum um stjörnurnar, sem snúa svo undar- lega við þeim íslendingi, sem Framhald á bls. 30. Kl MEIRfl NÉ MINNA EN FIMMTI PARTUR AF OLLU ISLANDI. ÞAR HÆTTIR SÉR ENGINN ÚT ÚR ÞEIM ÞYKIR GOTT AÐ ÉTA. Hýenan hefur aldrei verið í mikKu áliti. Hún vakir yfir drápi ljónanna og læðist á staðinn til að naga beinin, þegar gamm- arnr eru búnir að koma við sögu. Impala — eftirlætisfæða Ijónanna í Kriiger garðinum. Þetta eru léttbyggð og falleg dýr. Þau halda sig oft í nálægð saddra ljóna, en finna á sér svengd þeirra og verða þá hrædd. Þeir svamla í forarpollum og verða víst engum að bráð, nema þá helzt krókódílnum, sem ræðst á hvað sem fyrir er. VIKAN 10. tbl. — jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.