Vikan


Vikan - 05.03.1964, Síða 23

Vikan - 05.03.1964, Síða 23
sem hún hafði samið. Ungu stúlkurnar þrábáðu hana að gefa eitthvað af þessu út á plötum, og loks fóru þær Brosandi Systir og ein af fyrirnunn- um klaustursins til Briissel með nokkrar segulbands- upptökur af söngnum. Þær ætluðu að finna ein- hverja verzlun, sem vildi þrykkja eins og fáein hundruð hljómplötur. Einhvern veginn bárust þær til Philips og — Bingó! Ekki er Brosandi Systir einsdæmi. Fleiri nunnur hafa sungið inn á hljómplötur, þeirra á meðal Litlu systur Jésúsar, eins og þær hafa verið kallaðar. Þær sungu fyrir Colombia og náðu talsverðum vin- sældum, en ekki líkt því eins og Brosandi Systir með Dominique. Litlu systur Jesúsar eru undir stjórn móður Marie Laetitia, sem áður var dægurlagasöng- kona. Og víst eru nunnurnar að þessu til að græða. En þær fara ekki til Mallorca eða Spánar fyrir ágóð- rnn, heldur veita honum í viðhald og viðbyggingar klaustra sinna, trúboð og önnur slík fyrirtæki. Og enginn segir, að þetta sé ekki nunnum hæfandi. Stúlkurnar engjast f seffjun - er það rödd guðs eða tfrie 1 Seatles? Þrjár myndanna eru teknar á dægurlagakonserti, hinar á fundi Maranata, sem er aðsópsmikill sértrúarflokkur í Svíþjóð. Þið skuluð reyna að komast að því, hvort er hvort, áður en þið lít- ið á lausnina. O, þetta er svo fallegt. En er það rödd prests- ins eða „The Beatles?“ Þær eru sem haldnar af illum anda. Eða heilögum anda? Maranata eða rokk? Hún æpir af fögnuði. Veraldlegum cða andlegum? -O Hlustar hún á orð guðs eða söng „The Beatles?" Hvað er það, sem hefur svona djúp áhrif? Guð eða rokk? Eða skiptir það nokkru máli? •Oh Syngur hún, cða talar hún tunguni? Föt- in segja ekkert. LAUSNs Myndirnar í efri röðinni eru frá Maranatafundi. Beatles" í Englandi. Þær æpa eins og það sé veriö að stinga þær. Þær stökkva upp í loftið, berja saman hnefunum og engjast eins og ormar á bekkjunum. Hvers vegna? Jú. Fólkið hér á myndunum er annað hvort gagntekið af guði eða „The Beatles“. Þetta er annað hvort frá Maranatafundi eða rokk- samkomu. En það undarlega er, hve líkt það hegðar sér, hvort sem það heyrir orð guðs eða nýjustu slagarana úr „Beatles“-börkum. Enda er nafnið á hvoru tveggja sefjun. í neðri röðinni eru myndir frá samkomu „The Þeir sem lítið þekkja til, segja að sefjun sé sama og móðursýki, að þetta sé andstyggilegt og uppgert. Fólkið veini aðeins til að vekja athygli á sér. En sefjun er ekki aðeins leikur. Hún getur einnig verið frels- andi. Eins konar sálarventill. í trúfélögum segja menn, að sefjunin komi frá guði. Þar er hnuss- að fyrirlitlega yfir sefjun unglinganna gagnvart dægurlagasöngpíp- um. Þá er sefjun ósiðleg. Hin guðdómlega sefjun er hin eina rétta. En það er erfitt að sjá, hvað er hvað. VIKAN 10. tbl. 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.