Vikan


Vikan - 05.03.1964, Page 33

Vikan - 05.03.1964, Page 33
VEIKINDI OG ÚSIGUR Framhald af bls. 15. á markaðinn snemma árs 1956. Hún vakti þegar mikla athygli, hlaut góða dóma og varð met- sölubók. Þetta var bókin Profiles in Courage, en fyrir hana hlaut Kennedy Pulitzer-verðlaunin fyrir ævisagnagerð, fimm hundr- uð dollara, sem runnu til sjóðs er starfaði í þágu bandarískra negra. Ýmsum þótti sérstaklega gott til þess að vita að þingmaður hafði reynzt fær um að rita jafn- góða bók. Aðrir héldu því fram að einhver annar hefði ritað bók- ina í nafni Kennedys. Þegar bandaríski blaðamaðurinn Drew Pearson, bar þessa ásökun fram í víðkunnum sjónvarpsþætti, reiddist Kennedy, en hann bauð blaðamanninum engu að síður að kynna sér handritið. Pearson gerði það og dró fullyrðingar sínar síðan til baka og baðst af- sökunar. Bókin aflaði höfundinum auk- innar frægðar í heimalandi hans. Blöðin tóku að veita honum vax- andi athygli, og almenningi þótti gaman að heyra eitthvað um hinn unga, myndarlega og sér- lega ritfæra stjórnmálamann. Margir spurðu sjálfa sig: Er þetta verðandi forseti í Banda- rikjunum. Hinir sömu svöruðu stundum: Hann er að minnsta kosti nógu gáfaður. Jú, Kennedy var ennþá jafn staðráðinn í að ná til æðstu em- bætta. Hann hafði markað leið- ina. Honum var fagnað eins og hetju er hann kom aftur til Washington eftir sjö mánaða fjarveru. Stór hópur ættingja og vina hafði tekið á móti honum á fiugellinum. Starfsfólkið á skrifstofu hans reis á fætur og fagnaði honum með lófataki er hann gekk inn. Þar var einnig fjöldi blaðamanna. Á borði stóð m.a. stór ávaxtakarfa og með henni miði: „Velkominn heim, Dick Nixon“. Við blaðamenn sagði Kennedy, að hann hefði fylgzt með þingstörfum með því að lesa þingtíðindin. Hann gagn- rýndi Eisenhower, forseta, með nokkrum vel völdum orðum, og kvaðst vona að demokratar legðu fram raunhæfar tillögur fyrir forsetakosningarnar 1956, í stað þess að taka upp þær bar- áttuaðferðir Trumans, að skamma og svívirða Eisenhower. Þegar Kennedy gekk í þing- salinn, næsta dag risu þingmenn á fætur, allir sem einn, og fögn- uðu honum með lófataki. „Það er ánægjulegt að sjá þig aftur“, sagði Lyndon B. Johnson. Will- iam Knowland, frá Californíu, sem nú var orðinn leiðtogi Republikana í deildinni fór há- stemmdum viðurkenningarorð- um um Kennedy. Nokkrum mín- útum síðar tók Kennedy þátt í atkvæðagreiðslu um launahækk- anir til starfsmanna póstþjón- ustunnar. Kennedy hafði ætlað sér að vinna lítið til að byrja með, en forsetakosningar voru í nánd og störfin komu að sjálfu sér. Áður en Kennedy vissi af stóð hann í fylkingarbrjósti þeirra, sem börðust gegn breytingum á stjórnarskránni, er miðuðu að því að auka áhrif íhaldsaflanna. Hann varð að etja kapp við ýmsa beztu mælskumenn öldunga- deildarinnar. Upphaflega var búizt við að breytingarnar næðu fram að ganga. En það var fyrst og fremst baráttu Kennedys að þakka að svo varð ekki. Þetta voru fyrstu meiriháttar deilurnar innan öldungadeildar- innar, sem Kennedy skipti sér af í hlutverki leiðtogans. Frammi- staða hans hafði lofað góðu. Hann hafði vegna yfirburða- þekkingar unnið frægan sigur. Kenndy var staðráðinn í að styðja Adlai Stevenson til fram- boðs í annað sinn, gegn Eisen- hower. Jafnframt gerði hann sér vissar vonir um að verða vara- forsetaefni Stevensons. En fyrst varð hann að ná tökum á sendi- nefnd Massachusetts, sem send yrði á flokksþing demokrata. En John McCormack, leiðtogi demo- krata í fulltrúadeildinni, var ekki á sama máli. Hann hafði lengi verið ókrýndur konungur meðal skráðra flokksmanna í Massachusetts. Kennedy hafði hins vegar látið flokkinn að mestu afskiptalausan. Deilur þeirra mögnuðust og náðu há- marki eftir að einn af stuðnings- mönnum McCormacks náði kosn- ingu sem formaður sendinefndar- innar. Kennedy vildi samt ekki beygja sig og ákvað að velta for- manninum úr sessi. Eftir að Kennedy hafði verið sakaður um að reyna að múta ýmsum for- ingjum demokrata til að styðja sig, gekk hann hreint til verks, safnaði liði og réðist að stuðn- ingsmanni McCormacks, með þeim afleiðingum að hann hrökklaðist úr stöðu sinni. Þetta var í fyrsta sinn sem Kennedy blandaði sér í deilur innan flokksins. Eftir þetta tóku að spretta upp hreyfingar til stuðn- ings Kennedy og framboði hans við hliðina á Stevenson. Faðir Kennedys var andvígur ráða- gerðum hans. Hann taldi, eins og flestir, að Stevenson myndi bíða ósigur og að Kennedy yrði að miklu leyti látinn bera sök- ina, vegna kaþólskra trúarskoð- ana sinna. Aðrir sögðu að Kenn- edy væri gott að komast í sviðs- ljósið, og kynna sig, fyrir næstu forsetakosningar. Stevenson vildi ekki taka afstöðu með Kennedy. Hann benti á ýmsa kosti við framboð hans, en kvaðst telja Hubert Humphrey heppilegri gegn Nixon varaforsetaefni republikana. Stuðningsmenn Kennedys voru furðu lostnir. Stevenson reyndi að bæta úr ummælum sínum með því að segjast vera óákveð- inn um val sitt á varaforsetaefni. Ýmsir skildu Stevenson þannig, að hann myndi láta flokksþing- ið um að velja meðframbjóðand- ann. Þetta raskaði flestum áætl- unum stuðningsmanna Kenn- edys. Og þegar Stevenson bað Kennedy að verða fyrstan til að mæla með sér, spurði Kennedy hvort þetta væru sárabætur. Alls ekki, svaraði Stevenson, ég er enn óákveðinn. Kennedy fékk aðeins eina nótt til að semja ræð- una. Hún var lof um Stevenson og demokrataflokkinn. Meðan Kennedy flutti ræðuna varð hon- um stundum hugsað til mögu- leika sinna á þinginu. Stevenson hafði nú loíað því að ráðgast við Kennedy áður en varafor- setaefnið yrði valið. Skömmu síðar barst út orðrómur um að Stevenson hefði ákveðið að velja annað hvort Estes Kefauver, frá Tennessee eða Hubert Hump- hrey. En mörgum kom á óvart er Stevenson stóð upp á flokks- þinginu og lýsti því yfir að þing- ið yrði sjálft a ðákveða varafor- setaefnið, enda þótt það væri ekki venja. Stuðningsmenn Kennedys settu upp bækistöðvar í nágrenni fundarstaðarins. Eftir tólf klukkustundir átti kosningin að hefjast. Fylgismenn Kennedys fóru um alla borgina, Chicago, í leit að þingfulltrúum, sem ýmist höfðu gengið til náða eða setzt inn á næturklúbba. Foringi New York-fulltrúa, sem voru fjölmennir, kom til að lýsa yfir stuðningi við Kennedy. Sjálfur fór Kennedy á fund frú Roose- velts, sem þegar spurði hann um afstöðuna til McCarthy. Kenn- edy var hikandi. Hann sagði Mc- Carthy löngu úr sögunni. Hann gæti ekki gefið yfirlýsingar sem brytu í bága við fyrri afskipti hans af málum McCarthy, eins og frú Roosevelt krafðist. „Hún hlustaði lítið á mig, talaði sjálf um McCarthy og skoðanir hans“. Eftir þessa heimsókn vissi Kenn- edy að hann átti ekki stuðning frú Roosevelts og frjálslyndra félaga hennar í demokrata- flokknum. John McCormack lof- aði eftir langar viðræður að styðja Kennedy. Síðan hófst at- kvæðagreiðslan. Kennedy þurfti 686 atkvæði. f fyrstu lotu hlaut Kennedy 304 atkvæði en Kefauver 483 Mi atkvæði. Við þessu var búizt. í næstu atkvæðagreiðslu hlaut Kennedy viðbótaratkvæði frá Suðurríkjunum. „Texas er hreykið af þí að greiða atkvæði VIKAN 10. tbl. 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.