Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.03.1964, Qupperneq 34

Vikan - 05.03.1964, Qupperneq 34
PRENTSMIÐMN — SlMAR: 35320, 35321, 35322, 35323 iint i íí ‘íí með hinum baráttuglaða sjó- manni, sem ber ör eftir mikinn bardaga . . . !“ hrópaði Lyndon B. Johnson um leið og hann lýsti yfir stuðningi við Kennedy. Kennedy fékk 618 atkvæði, Kef- auver 551 Ví>. Hann þurfti 68 at- kvæði til viðbótar. Þegar full- trúarnir frá Kentucky greiddu atkvæði með Kennedy í þriðju umferð, sagði einn af stuðnings- mönnum hans: ,,Nú er björninn unninn, aðeins 38 atkvæði eftir til sigurs". „Vertu ekki of viss“, anzaði Kennedy, sem lá í stutt- buxum uppi í rúmi fyrir fram- an sjónvarpstæki. En við fjórðu atkvæðagreiðsl- una snerust landbúnaðarríkin til liðs við Kefauver, enda hafði Kennedy lítið gert til að afla sér stuðnings þeirra. Á nokkrum augnablikum snerist allt í óhag fyrir Kennedy. Hann beið ósig- ur. Kennedy gekk í fundarsalinn nokkru síðar. Þar skoraði hann á fundarmenn að flykja sér ein- huga um Kefauver. Ræðu hans var tekið með miklum fögnuði. Þrátt fyrir brosandi andlit og gamanyrði á vör leyndi sér ekki að Kennedy var vonsvikinn. En á þessu augnabliki ósigursins varð framboð til forsetakjörs að ákvörðun sem ekki yrði haggað. Framhald í 12. blaði. Framliald af bls. 11. hafi átt sér stað, er mynd, sem höggvin er í klett nokkurn hjá Westford í Massachusetts. Sýnir hún herklæddan riddara með sverð og skjöld, sem ber skjaldarmerki Sinclairættarinnar skozku. Líka er vitað að Henry jarl hefur átt afturkvæmt úr leiðangri sínum, því hann lézt á Orkneyjum, sem vom hluti af ríki hans, árið 1404. 18. Joao Vaz Cortereal (1472). Um þennan leiðangur er ekki mikið vitað, en þó talið mjög líklegt að hann hafi átt sér stað. Var hann gerður út af Portúgöl- um og Dönum í félagi, í því skyni að finna siglingaleið til Indlands. Forustumaður leiðangursins var Portúgali sá, er nefndur er í fyr- irsögn þessa kafla, en sem leið- sögumenn fóru Norðmennirnir Didrik Pining og Hans Pothorst. Er hinn fyrmefndi að minnsta kosti vel kunnur úr íslenzkri sögu. Talið er, að þeir hafi kom- ið til Grænlands, Labrador og Nýfundnalands, sem Portúgalar skírðu Terra de Bacalhao, hvað útleggst Saltfisksland. Sýnir það, að fljótir hafa menn verið að upgötva þau gæði, sem enn eru einkum tengd þessu landi. Portúgalar voru um þessar mundir sæfarar mestir í heimi og út og suður um allar jarðir í leit að löndum og siglingaleið- um. Hins vegar fóru þeir með landafundi sína eins og manns- morð, af ótta við ágang gírugra keppinauta. Er það ekki ólíkleg ástæða þess, að afrek Cortereals gleymdist að mestu, enda þótt hann kæmi til nýja heimsins tuttugu árum á undan sjómann- inum frá Genúu. 19. Kristófer Kólumbus (1492). Um hann nægja örfá orð. Af framanskráðu má vera ljóst, að fráleitt er að kalla hann fyrsta finnanda Ameríku, enda þótt hinu verði ekki neitað, að hans Ameríkuleiðangur var sá eini, sem hafði verulega sögulega þýð- ingu. í kjölfar sæfarans frá Genúu komu nefnilega þeir ótölulegu skarar evrópskra land- nema, sem síðan hafa mótað sögu nýja heimsins — og í vaxandi mæli heimsins alls. Leiddar hafa verið sterkar lík- ur að því, að Kólumbus hafi haft góða hugmynd um tilveru Ameríku, áður en hann lagði af stað að leita hennar, þótt hann hafi sennilegast talið hana ein- hverskonar útskækil Indíalanda, sem hann dreymdi um að kom- ast til eins og aðra í þá daga. Ekki er fjarstæða að ætla, að hann hafi bæði vitað um leið- angur Cortereals og Pinings og Vínlandssiglingar norrænna manna. Um hvorttveggja gat hann hafa heyrt á íslandi, en þangað er vitað að hann kom — VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.