Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 37

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 37
svo tekið úr á öðrum hv. prj. 2 sinnum og 4. pr. 1 sinni. Fellið af í einni umferð lykkjurnar, sem eftir eru (32). Framstykki: Prjónið eins og bakstykki, þar til stk. frá upp- fitjun mælir 35 sm. Prjónið þá saman 2 1. sl. í byrjun og enda prj. á 4. prj. 1 sinni, síðan 3 prj. án úrtaka og þá er tekið úr * á öðrum hverjum prj. 4 sinnum, á 4. prj. 1 sinni *. Endurtakið frá til * 6 sinnum. Að lokum er tekið úr á öðrum hverjum prjóni 2 sinnum. Ath. jafnframt, að þegar stykk- ið mælist 38 sm. frá uppfitjun, er tekið úr fyrir V-hálsmáli. lykkjunum skipt í tvennt og önn- ur hliðin prjónuð fyrst. Prjónið 2 1. sl. saman hálsmálsmegin á 6. hv. prjóni 14 sinnum. Byrjið úrtökur strax eftir skiptingu lykkjanna. Fellið af 3 1. sem eftir verða. Prjónið hina hliðina eins. Ermar: Fitjið upp 46 1. á prj. nr. 3M.> og prj. 5 sm. stuðlaprjón. Aukið út í síðustu umf. 10 1. með jöfnu millibili. Takið þá prj. nr. 4lí>, og prj. munstur. Aukið út 1 1. báðum megin með 2V: sm. millibili, 12 sinnum, þá eru 80 1. á prjóninum. Prjónið áfram, þar til ermin mælir 36 sm. frá uppfitjun, takið þá úr með því, * að prj. 2 . sl. saman í byrjun og enda prjóns, á 4. prj. 1 sinni og á öðrum hverjum prjóni 2 sinn- um *. Endurtakið frá * til þar til 92 prj. teljast frá 1. úrtöku. Þá eru 12 1. á prjónin- um. Fellið þá af framan á erm- inni, fyrst 3 1. 2 sinnum og 4 I. 1 sinni og að aftan eru 2 1. sl. prj. saman á öðrum hv. prj. 2 sinnum. Prjónið aðra ermi eins, en affellingar gagnstætt. Leggið öll stykkin á þykkt stykki mælið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið saman hliðar- og erma- sauma með þynntum garnþræð- inum og aftursting. Takið upp fyrir V-hálsmáli 124 1. með jöfnu millibili á sokkaprjónana. Prjón- ið 2V: sm. stuðlaprjón. Takið úr við miðju að framan í hverri umferð 2 1. þannig: Látið merki við miðlykkjuna og hafið hana slétta. Takið óprj. næstu I. á und- an miðl., þá miðl. einnig óprj., prj. pæstu 1. sl. og steypið síð- an báðum óprj. 1. yfir sl. lykkj- una. Fellið af hæfilega ilaust og ath. um leið og fellt er af, að prj. sl. 1. sl. og br. 1. br. PEYSA Á 10-11 ÁRA TELPU Framhald af bls. 20. an, 1 jaðarlykkja. (Til þess að úrtökurnar vísi hvor að annarri, er ágætt í byrjun prjóns að prj. fyrst jaðarlykkjuna, taka síðan 1 1. óprj., prj. næstu 1. sl. og steypa síðan óprj. 1. yfir sl. 1.). Takið úr 31 sinni (frá réttu) og fellið þá af í einni umferð 24 1., sem eftir eru. Framstykki: Fitjið upp 45 1. á prj. nr. 3%, og prj. stuðlaprjón, 5 sm. Takið þá prj. nr. 4% og prj. munstur. Aukið út 1 1. í hliðinni með 7 sm. millibili, 3 sinnum. Þá eru 48 1. á prjónin- um. Prjónið áfram, þar til stykkið frá uppfitjun mælist 30 sm. Fellið af 4 1. í hliðinni, og takið síðan úr fyrir „raglanermi" eins og á bakstykkinu, 30 sinnum. Um leið og 22. úrtaka fyrir „raglanermi“ er gerð, er fellt af að framan fyrir háslmáli: 3 1. 1 sinni, 2 1. 2 sinnum, 1 1. 5 sinnum og 2 1. 1 sinni. Prjónið annað framstykki eins, en gagnstætt. Listarnir framan á peysunni: Fitjið upp 12 1. á prj. nr. 2V: og prj. stuðlaprjón, 45 sm. (Mælið við barm peysunnar, og teygið á listanum). Fellið af. Prjónið annan lista eins, en prjónið á hann 7 hnappagöt, það neðsta IV: sm. frá uppfitjun og önnur með 7 sm. á milli. Ágætt er að telja út nákvæma staðsetningu hnappagatanna eftir hinum list- anum. Prjónið hnappagötin með því að fella af 5.—6. 1. og fitja upp í næstu umferð jafn margar lykkjur yfir þeim af- affelldu frá fyrri umferð. Ermar: Fitjið upp 46 1. á prj. nr. 3%, og prjónið stuðlaprjón, 10 sm. Takið þá prj. nr. 4 Vi, og prjónið munstur. Aukið út í 1. umf. 10 1. með jöfnu millibili. Þá eru 56 1. á prjóninum. Auk- ið þá út 1 1. báðum megin með 2 Vi sm. millibili, 11 sinnum. Þá eru 78 1. á prjóninum. Prjónið áfram, þar til ermin frá uppfitj. mælist 41 sm. Takið þá úr fyrir handvegi, og ath. að enda á sama munstursprjóni og bakstk.. Fell- ið af 4 1. báðum megin, og prj. síðan „raglan“-úrtökin á sama hátt og á bakstykkinu. Þegar 8 1. eru eftir, er fellt af í einni umferð. Kragi: Fitjið upp 76 1. á prj. nr. 3V: og prj. munstur, sem er sífellt endurtekið frá 3.—6. prj. í munstri. Á öðrum prjóni er prj. þannig: Prj. 52 1., snúið við og prj. 34 I., snúið við og prj. 40 1., snúið við. Prjónið þannig áfram, og snúið við með 6 1. millibili. (Ágætt er, svo ekki myndist göt við samskeyti, að taka 1. 1. alltaf óprj.). Prjónið síðan yfir allan •prjóninn með prj. nr. 41/". Prj. áfram, og þegar kraginn frú upp- fitjun mælist 16 sm. á hliðunum, eru felldar af 1 1. báðum megin, 1 sinni, 1 prj. prjónaður án úr- taka og síðan 1 1. tekin úr báð- um megin í næstu 3 umf. Klipp- ið á þráðinn. Takið upp 21 1. á jaðri hægra megin frá réttu, takið 1. upp með því að draga garnið af hnyklinum með prjóni frá röngu á réttu, en takið aldrei upp laus bönd. Prj. sl. lykkjur kragans og aukið út 9 1. með jöfnu millibili, takið þá upp jafnmargar 1. á sama hátt á vinstri hlið og prj. síðan yfir allar lykkjurnar (119) stuðlaprjón á prj. nr. 3%, 4 umf. Fellið af hæfilega fast og ath. um leið og fellt er af að prj. sl. 1. sl. og br. 1. br. Leggið öll stykkin á þykkt stykki, mælið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið sam- an hliðar- og ermasauma með þynntum garnþræðinum og aft- ursting. Brjótið helming stuðla- prjónsins framan á ermum inn á röngu, og tyllið niður í höndum. Saumið hnappagatalistana við framstykkin, og teygið dálítið á þeim um leið, svo peysan verði ekki síðari að framan en aftan. Venja er fyrir telpur að hafa hnappagötin á hægra barmi. Saumið kragann við hálsmálið og ath. að miðja kragans nemi við miðju hálsmálsins að aftan. Að framan er kraginn látinn mætast þegar hneppt er. (Sjá mynd). VÖRUBfLSTJÓRiNM Framhald af bls. 17. bílstjóra var ekki aðeins gaman. Hún hafði oft hitt á vörubíl- stjóra, sem höfðu fúslega hjálp- að henni, þegar bíllinn var eitt- hvað óþægur við hana. Óheppni, að hún skyldi einmitt nú, þegar taugarnar voru ekki í sem beztu lagi, þurfa að rekast á vörubíl- stjóra, sem virtist með vilja reyna að blinda hana. Það var náttúrlega óhugsandi, að þeir væru allir jafn almenni- legir. Fjandinn sjálfur, hvers vegna gat lögreglan ekki komið og neytt þetta naut til þess að lækka ljósin? En hún hafði eng- an lögregluþjón séð, hvorki gang- andi, á mótorhjóli né bíl, síðan hún lagði af stað heiman að frá sér. Það fór að síga í hana, þegar hún hafði farið yfir einar kross- götur, og vörubíllinn var enn á hælum hennar. Hún vék út að vegarbrúninni, minnkaði hrað- ann niður í næstum ekki neitt og gaf vörubílstjóranum merki um að fara fram úr. En vöru- bíllinn vék einnig og hélt sig rétt á hælum hennar. Hún steig eins fast á benzín- gjöfina og hún þorði í myrkrinu. Það lét hátt í vörubílnum, þegar hann jók einnig ferðina. Það fauk fyrir alvöru í hana. Þetta var sjálfsagt eitthvert strákfíflið, isem hafði fengið bílinn hans Hafið hugfast að hárið er prýði konunn- ar ef það er vel lagt og snyrtilegt. Látið því okkur annast hárgreiðsluna og pant- ið tíma í síma 14662. TJARNARSTOFAN - Tjarnargötu 10 - Sími 14662 |-3S VIKAN 10. tbl. — 07

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.