Vikan


Vikan - 16.04.1964, Page 6

Vikan - 16.04.1964, Page 6
Sólgleraugu 1964 frá Vesturþýzka firmanu Echtenia voru áber- andi smekklegustu og vönduðustu sólgleraugu á vörusýningunni í Frankfurt í febrúar s. I. Heildsölubirgðir: H. A. TULINÍUS - Heildwzlun Takmarkið er að hafa aðeins þekkt merki og því aðeins beztu fáanlega vöru á heimsmark- aðnum hverju sinni. Hrossafargan... Kæri Póstur! Það er aldeilis orðinn munur að vera hestur á fslandi. Áður fyrr voru þeir notaðir til allra skítverka, en nú eru þeir orðn- ir skrautblóm í hnappagati fyrir- menna, og það er líklega þess vegna, sem engum dettur í hug að blaka við þeim, svo mikil plága, sem þeir eru í allri um- ferð. Þetta er þó orðið fyrir sig innanbæjar, en hestamenn hafa nú fært út kvíarnar. Þeir hafa nú lagt undir sig gamlan skála skemmt frá Baldurshaga, sem á stríðsárunum var hermanna- kaffistaður og hét Broadway Café. (Og þótt merkilegt megi virðast, hefur enginn hernáms- andstæðingur mótmælt því, að blessaðar skepnumar séu leidd- ar í þetta voðalega hús!) Þarna eiga hestamenn sitt griðland, þar sem þeir eru ekki fyrir annarri umferð né hún fyrir þeim, og meira að segja hefur verið rudd reiðgata utan vegar. En bíðum nú við: Reiðgatan er bara aldrei notuð. Um allar helgar eru hestamenn að þenja þessar truntur sínar fram og aft- ur um þjóðveginn, jafnvel tveir í einu — samhliða — með þrjá til reiðar hvor, á miðjum vegi og sitt til hvorrar hliðar. Sum- ir hestarnir eru illa tamdir og vanstilltir, og eiga til að hlaupa út undan sér í allar áttir, og sumir „hestamenn“ þurfa alltaf að vera jaga hestana eitthvað til, skælandi á þeim hausana með beizlistaumunum og með alls- konar stæla, líklega til þéss að svo líti út, sem níðlatar truntur þeirra séu iðandi af vilja. Þar við bætist, að þessir karlar fara gjarnan á bílum upp eftir og raða þeim sitt hvorum megin á veginn, svo safnast að þessu áhorfendur, sem líka leggja báðum megin, en skjótast svo inn í einbreiða rennuna milli bílanna, þegar minnst varir. Öku- menn á þessum slóðum þessa daga þurfa margs að gæta: Hafa vit fyrir tugum hrossa og reið- amnna, sem endilega þurfa að sína kúnstir sínar á þjóðvegin- um en hundsa reiðgötuna utan með honum, ráða fram úr því, hvernig mæta skal mótikomandi bílum á einbreiðum rinda milli kyrrstæðra bíla og gæta sín á áhorfendum, sem allt í einu og fyrirvaralaust eiga það til að taka sig út úr bílaröðunum, þvert í veg fyrir umferðina. Og þó tekur nú út yfir í myrkri, því ekki dettur þessum dýravinum í hug að hafa neitt ljóst á hross- unum — ekki einu sinni borða í taglið! Fyrir nú utan það, að þegar svo er orðið áliðið dags, eru „hestamennirnir" orðnir svo fullir, að þeir eiga það hreinlega til að ríða fyrirvaralaust í veg fyrir bíla. Ökumenn hljóta að eiga heimt- ingu á því, að lögreglan reki alla ónauðsynlega reiðmennsku út af þjóðveginum — hann er þó altént bílvegur — reiðgatan er svo sem 10—15 metrum utan við hann. Með von um bráða birtingu. Á. Guðl. Skalli: Gömul plága ... Kæri Póstur! Ég hefi miklar áhyggjur af því, að ég er að byrja að fá skalla, aðeins 32 ára gamall, og vil reyna allt, til að fá það lagað. Ég hefi lesið allskonar auglýs- ingar í erlendum tímaritum um „öruggar lækningar“ á þessu, þar sem sýndar eru myndir af mönn- um „fyrir og eftir“ aðgerðina — eða hvað það nú er. Nú langar mig að spyrja: Er eitthvað að marka þessar aug- lýsingar, eða eru þær eintómt skrum? — Og, er nokkur lækn- ing til við þessu? Glókollur. --------— Kæri Glókollur! — Mér þykir fyrir því að geta ekki gef- ið þér góðar og jákvæðar upp- lýsingar um þessa hluti, en lengst af hefi ég staðið á því fastar en fótunum, að engin lækning væri til við þessu, og að þessar aug- lýsingar væru eintómt skrum, og er satt að segja ennþá á þeirri skoðun. Ég las nýlega grein í einhverju erlendu blaði um þetta, og þar var m.a. sagt, að sá sem fyndi upp öruggt lyf við þessu, yrði milljónamæringur áður en hann gæti snúið sér við. Annars mun skalli geta staf- að af ýmsum orsökum, en venju- legast er það líklega arfgengur sjúkdómur, og ekki gott við því að gera. Á siðustu árum er samt farið að skera upp við þessu — til að fyrirbyggja skalla, eða stöðva hann, og hefir það gefizt vel, en sá skalli, sem kominn er, g — VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.