Vikan - 16.04.1964, Page 12
FILOMENA skellti
plankahurðinni svo
harkalega að stöfum að
slokknaði á kertinu;
hún og grátandi bömin
hennar stóðu í myrkr-
inu. Ekkert sást nema
út um gluggann —
kofahreysin, hellulagðar
götUrnar >—- þar sem
grafarinn skálmaði upp
fjallið með skófluna
um öxl, það sló bliki á
stálblátt blaðið í tungls-
ljósinu, þegar hann hélt
inn í gjósturkaldan
grafreitinn uppi þar og
var horfinn.
„Mamacita, hvað er
að?“ Filepe, elzti sonur
hennar, réttra níu ára,
togaði í hana. Því að ó-
kunni skuggalegi mað-
urinn hafði ekki mælt
orð af vörum, aðeins
staðið fyrir utan dyrn-
ar með skófluna og
kinkað kolli, og beðið
þangað til hún skellti
á hann hurðinni.
„Mamacita. .?“
„Þessi grafari." Hend-
ur Filomenu skulfu þeg-
ar hún kveikti aftur á
kertinu. „Leigan fyrir
legstað föður ykkar er
löngu fallin í gjalddaga.
Faðir ykkar verður
grafinn upp og fluttur
niður í iíkhellana, þar
sem hann verður bund-
inn með vír upp að
veggnum eins og hinir
skorpningarnir. “
„Nei, mamacita...“
„Jú.“ Hún vafði
börnin að sér. „Nema
við fáum peningana,
jú.“
„Ég skal drepa graf-
arann!“ kjökraði Filepe.
„Þetta er hans starf.
Félli hann frá, tæki
annar við, og annar og
annar.“
Þau hugsuðu um
manninn og hvað það
var hræðilega hátt uppi
þar sem hann hafðist
við og líkhellana sem
hann gætti og þennan
undarlega jarðveg sem
þeir látnu voru lagðir í,
þar sem þeir urðu brátt
gegnþurrir eins og eyði-
merkurjurt og bakaðir
eins og skóleður og með
holhljóði eins og
trumba ef á var slegið,
jarðveginn sem gerði
lík þeirra að tóbaks-
brúnum, skraufþurrum
skorpningum sem gátu
staðið til eilífðar upp á
endann eins og girðing-
arstaurar í rangölum
hellanna. Og við þessar
hversdagslegu en ann-
arlegu hugleiðingar
setti kuldahroll að Filo-
menu og bömum henn-
ar í sumarhitanum, og
þögn þó að hjartslátt-
urinn ætlaði að
sprengja barminn. Þau
hjúfruðu sig hvert að
öðru nokkur andartök
enn:
„Filepe," sagði móðir-
in. „Komdu.“ Hún opn-
aði dymar og þau stóðu
úti í tunglsljósinu og
lögðu hlustirnar við
fjarlægan hljóm í stál-
bláu skóflublaði, sem
stungið var í jörðu,
rótaði upp sandinum og
gömlum blómum. En
það var stjörnubjört
þögn. „Þið hin,“ sagði
Filomena, „farið að
hátta.“
Hurðin skall að stöf-
um.
í tunglsljósinu flæddu
götur bæjarins eins og
silfurelfur niður bratt-
ann, framhjá grænum
görðum og litlum verzl-
unarbúðum og verk-
stæðinu, þar sem ]ík-
kistusmiðurinn bangaði
linnulaust eins og dán-
arbjallan klingdi við
nótt og daga, allar ævi-
stundir þessa fólks.
Filomena óð eina af
þessum tunglskinselfum
móti straumnum svo að
pilsin flösuðust um fæt-
ur henni, og leiddi Fil-
epe móðan og másandi
sér við hönd. Þau gengu
inn í ráðhúsið.
Maðurinn sem sat fyr-
ir innan lítið, óreiðulegt
borðið í dauflýstri skrif-
stofunni leit upp dálít-
ið undrandi. „Filomena,
frænka mín?“
„Ricardo." Hún tók í
hönd honum. „Þú verð-
ur að hjálpa mér.“
„Leggist guð ekki
gegn því; láttu mig
heyra."
„Þeir...“ henni vafð-
ist tunga um tönn. „Þeir
ætla að grafa Juan upp
í nótt.“
Ricardo, sem risið
til hálfs úr sæti sínu,
settist nú aftur, vökult
og bjart augnatillitið
sljóvgaðist og hvarm-
arnir kipruðust saman.
„Megi guð koma í veg
fyrir það, eða skepna
guðs. Er þegar liðið ár
frá því Juan lézt? Get-
ur það verið, að leigan
sé þegar fallin í gjald-
daga?“ Hann sýndi kon-
irnni opna lófana. „Æ,
Filomena, ég á ekki
grænan eyri.“
„En ef þú talaðir við
grafarann. Þú ert vörð-
ur laga og réttar."
„Filomena, Filomena,
lögin ná ekki nema
fram á grafarbarminn".
„Ef hann fengist til
að veita mér tíu vikna
frest, aðeins tíu vikna
frest. Það er langt liðið
sumars, senn er kominn
Dauðradagur. Ég ætla
að búa til og selja syk-
urhauskúpur, og gjalda
honum leiguna; ó, Ric-
ardo, þú verður . . .“
Og þar sem hún hefði
kólnað upp og mundi
aldrei geta hreyft sig
framar, væri hún til-
neydd að byrgja kuld-
ann lengur inni, fékk
hún honum loks útrás,
brá báðum höndum fyr-
ir andlit sér og grét. Og
Filepe, sem þóttist þar
með sjá, að það væri
ekki til að blygðast sín
fyrir, grét líka og taut-
aði nafn hennar í sí-
fellu.
„Svona nú“, sagði Ric-
ardo og reis úr sæti sínu.
„Jú, ég skal labba mig
upp að líkhellunum og
spýta inn fyrir. En ekki
skaltu gera þér von um
neitt svar, Filomena,
ekki einu sinni bergmál.
Við skulum koma“. Og
hann setti upp einkenn-
ishúfuna, sem var mjög
gömul, mjög óhrein og
snjáð.
Kirkjugarðurinn lá
hærra uppi í fjallinu en
kirkjan, ofar allri byggð,
ofar brekkunum. Hann
gnæfði á hæstu brún-
inni, upp úr nóttunni,
yfir dalinn og bæinn.
Þau gengu þrjú inn
um járngrindahliðið og
inn á milli leiðanna þar
sem blasti við þeim hok-
ið bak grafarans upp
úr gröf, sem víkkaði
og dýpkaði við hverja
rekufyllina af þurri
moldinni, sem hann tók
upp úr henni og varp-
aði í haug, sem hækk-
aði stöðugt á bakkanum.
Grafarinn hafði ekki
einu sinni fyrir því að
líta upp, þóttist víst fara
nærri um hver þau
væru, sem nálguðust
gröfina.
„Er það Ricardo Al-
banez, sjálfur lögreglu-
stjórinn?" spurði hann.
„Hættu þessum
greftri“, bauð Ricardo.
Það glampaði á reku-
blaðið, þegar því var
brugðið ofan í gröfina,
síðan lyft hlöðnu af
mold, sem varpað var í
hauginn.
„Það verður jarðar-
för á morgun, þá verð-
.ÞU
MATT
TREYSTA MER
FILOMENA
eftir
Ray
Brandbury
22 — VIKAN 16. tbl.