Vikan


Vikan - 16.04.1964, Side 13

Vikan - 16.04.1964, Side 13
s ; ; “ ; ‘ n Sumum tekst það dauðum, sem þeir gátu elcflrei áorkað liffancfli V___ • ____!__ ._______ ur gröfin að standa opin, tóm og til reiðu“. „Það hefur enginn dá- ið í bænum“. „Það deyr alltaf ein- hver. Þess vegna gref ég. f meira en tvo mán- uði hef ég beðið þess að Filomena greiddi mér leggjaldið. Ég hef verið þolinmóður". „Vertu þá enn þolin- móðari". Ricardo lagði höndina á hoknar og kvikandi herðar grafar- ans. „Lögreglustjóri“. Graf- arinn lét sveittur hall- ast fram á skóflu sína. „Þetta er mitt ríki, ríki hinna dauðu. Þegnar mínir hér skipa mér ekki fyrir verkum. Það gerir enginn. Ég stjórna þessu ríki mínu með reku minni og harðri hendi. Mér fellur það ekki að lifandi komi hingað og rjúfi með skrafi sínu þögn þeirra grafa, sem ég hef tekið og síðan fyllt aftur. Geri ég mér ferð á lögreglu- stöðina til að segja þér fyrir verkum? Jæja þá, góða nótt“. Og hann tók enn til við að grafa. Ég særi þig við nafn lifandi guðs“, mælti Ric- ardo um leið og hann rétti úr sér og stóð beinn með hendur að síðum, „við ekkjuna og son hennar, að þú rask- ir ekki ró hins látna eig- inmanns og föður í hans hinztu hvílu“. „Þetta er ekki hinzta hvílan, og ekki einu sinni hvílan hans, held- ur leigði ég honum hana“. Það glampaði á skóflublaðið í tunglsljós- inu. „Ekki kallaði ég móður og son hingað til að horfa upp á þessa leiðindaathöfn. Og hlustaðu nú á mig, Ric- ardo lögreglustjóri. Sú studn kemur, að þú gef- ur upp öndina. Þá gref ég þig. Minnstu þess. Ég. Þá verður þú í mínum höndum. Þá, já þá . . .“ „Þá hvað?“ hrópaði Ricardo. „Dirfist þú ógna mér, þinn hund- ur?“ „Ég gref . . .“ Hann var nú kominn svo djúpt, að hann hvarf í skuggapyttinn milli bakkanna, og það var aðeins skóflan, sem sagði til hans, þegar hann varp hverri blað- fyllinni af annarri i hauginn og glampaði á blákalt stálið í tungls- ljósinu. „Góða nótt, sen- or, senora, nino.. Góða nótt“. Úti fyrir kofanum strauk Ricardo frænku sinni um hárið og snart vanga hennar. „Guð hjálpi okkur, Filomena". „Þú gerðir það, sem í þínu valdi stóð“. „Þessi voðamaður. Þegar ég er allur, hefur hann lík mitt á valdi sínu, og hvílíka van- virðu gæti hann ekki gert mér látnum? Hann gæti lagt mig á grúfu í gröfina, hengt mig upp á hárinu í einhverj- um afkima líkhellanna. Hann gengur á lagið, og við vitum að hann hef- ur fyrr eða síðar í öll- um höndum við okkur. Góða nótt, Filomena; nei, þau orð eiga ekki við, því að þetta er óheillanótt“. Hann hvarf niður göt- una. Inni í kofahreysinu sat Filomena meðal barna sinna, og fól and- litið í höndum sér. Daginn eftir, undir sólarlagið, eltu skóla- krakkarnir Filepe heim með hrópum og köllum; þegar hann hrasaði, slógu þau hring um hann, hlógu og flissuðu. „Filepe, Filepe —• við sáum hann pabba þinn í dag, jú víst!“ „Hvar þá?“ spurðu þau sjálf, eilítið lægra. Svöruðu sér sjálf: „í líkhellunum“. „Hann stendur þar bara og glápir! Það er meiri letinginn . . .“ „Hreyfir ekki hönd . .“ „Mælir ekki einu sinni orð! Þessi Juan Diaz . ..“ Filepe skalf og nötr- aði í logandi kvöldskin- inu, brennheit tárin streymdu af hálfblind- uðum augum hans. Filomena heyrði köll- in inn í kofann og þau nístu hjarta hennar eins og rýtingsoddur. Hún lét hallast upp að köldum veggnum og minning- arnar flæddu að henni eins og holskeflur. Síðustu mánuðina sem Juan lifði, síhóstandi og þjáður og baðaður köld- um svita, starði hann andvaka upp í gróf- höggna bjálkabitana uppi yfir hálmdýnunni og ræddi við þá hvísl- lágt: „Hvílík mannleysa er Framhald á bls. 30. VIKAN 16. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.