Vikan


Vikan - 16.04.1964, Side 18

Vikan - 16.04.1964, Side 18
SKQTHVELLIRNIR RUNNU SAMAN í EINN. LÍKAMI STRANGWAYS KASTAÐIST FRAM Á VIÐ EIN útur yfir sex yfirgaf hann Queens Club, steig inn í bílinn sinn og ók tíu mínútna akstur upp hæðina að rótum BláfjalIs, þangað sem húsið hans stóð með glæsilegu útsýni yfir höfnina í Kingston. Klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex, gekk hann inn í forstofuna fyrir framan skrifstofuna, opnaði dyrnar og lokaði þeim aftur. Ungfrú True- blood, sem gegndi störfum sem einkaritari hans og var raunar hans hægri hönd, sat þá þegar framan við senditækin sem voru dulbúin sem skialaskápur. Hún var búin að setja á sig hlustunartækin og farin að senda út kallmerkið WXN á 14 megacycles. A laglegu hné hennar var hraðritunarblokk. Strangways var vanur að hlamma sér í stólinn við hliðina á henni og taka upp hin heyrnartækin, og nákvæmlega klukkan tuttugu og átta mínútur yfir sex tók hann við stjórninni og beið eftir hinni skyndilegu þögn í Ijós- vakanum, sem gaf til kynna að W,W,W í London væri í þann veg- inn að opna sambandið. Þetta var alveg föst venja. Strangeways var mjög vanafastur maður. Því miður getur vanafesta verið banvæn ef óvinurinn hagnýt- ir sér hana. Strangways var hávaxinn og grannur maður með svartan snepil fyrir hægra auganu, skarpur á svip með hvasst augnaráð. Nú gekk hann hratt yfir anddyri Queens Club, hratt opnum dyrunum og hljóp Jg — VIKAN 16. tbl. niður þrepin þrjú að gangstétt- inni. Hann var ekki að hugsa um neitt sérstakt, nema helzt ánægjuna af fersku kvöldloftinu og endurminn- inguna um snjalla spilamennskuna sem hafði fært honum vinning á þrjá spaða. Og svo náttúrlega þetta mál sem hann var að vinna að, undarlegt og flókið mál, sem M hafði fleygt kæruleysislega í hann um það bil tveim vikum áður. En það var á góðum rekspöl. Það hafði sannarlega borgað sig að skyggn- ast betur inn í samfélag Kínverj- anna. Nokkur undarleg atriði höfðu komið í Ijós — að enn sem komið var að vísu aðeins grunur — en ef það stóðst, hugsaði Strangways um leið og hann arkaði niður mal- arborinn stíginn niður á Richmond Road, mundi hann án efa kom- ast að ýmsu skrítnu. Strangways yppti öxlum. Auð- vitað mundi það ekki verða þannig. Hið ótrúlega varð aldrei í starfi eins og hans. Endirinn á málinu yrði einhver lágkúruleg niðurstaða, sem leiddi í Ijós að málið hefði að- eins margfaldazt af æsilegu ímynd- unarafli og þeirri dulúð sem fylgdi Kínverjunum. Ósjálfrátt tók Strangeways eftir blindingjunum þremur, án þess að veita þeim nánari athygli. Þeir stauluðust hægt í áttina til hans eftir gangstéttinni. Þeir voru um það bil tuttugu metra frá honum. Hon- um taldist til að þeir mundu fara fram hjá honum einni eða tveimur sekúndum áður en hann kæmi að bílnum. Af hálfgerðri skömm fyrir hve hann var sjálfur við góða heilsu og jafnframt af þakklæti fyrir það leitaði Strangways að peningi [ vasa sínum. Strauk þumalfingurs- nöglinni um brún peningsins til þess að vera viss um að þetta væri flór- ína en ekki penny. Svo tók hann peninginn upp. Blindingjarnir voru nú komnir til hans. Þetta var skrítið, þeir voru allir Kínnegrar, afskap- lega skrftið. Strangways tók hönd- ina upp úr vasanum, peningurinn glamraði í tinkrúsinni. — Guð blessi yður herra, sagði foringinn. — Blessi yður, bergmál- uðu hinir tveir. Strangways var með bíllyklana í höndunum. Eins og í fjarska tók hann eftir því að stafirnir glumdu ekki iengur við gangstéttina, en það var of seint. Um leið og Strangways fór fram hjá síðasta manninum, sneru þeir sér við allir þrír. Hinir tveir aftari stigu skref afturábak til þess að vera ekki í skotlínu. Þrjár skamm- byssur með hljóðdeyfi komu fram úr tötrunum. Með þjálfaðri ná- kvæmni miðuðu mennirnir þrír á mismunandi staði á hrygglengju Strangeways — einn milli axlanna, annar í miðbakið og sá þriðji litlu neðar. Skothvellirnir runnu saman [ einn, Lfkami Strangways kastaðist frarn á við eins og hefði verið sparkað í hann. Hann lá grafkyrr í ffngerðu ryki gangstéttarinnar. Klukkan var sautján mínútur gengin í sjö. Með ískrandi hjólum, og svörtum silkiborðum, sem flögs- uðust fyrir vindinum, kom líkvagn þjótandi á staðinn. Það stóðst á endum, að þegar blindingjarnir höfðu lyft líkama Strangways upp nam líkvagninn staðar hjá þeim. Tvöfaldar afturdyrnar voru opnar. Sömuleiðis llkkistan inni í bílnum. Mennirnir þrír stungu líkinu ofan í hana og fóru sjálfir inn. Lokið var sett á og dyrunum lokað. Svert- ingjarnir þrír settust á sætin með- fram líkkistunni og lögðu stafina í flýti við hlið sér. Á sætisbökunum héngu svartir frakkar. Þeir fóru í þá utan yfir tötrana. Svo tóku þeir af sér baseballhúfurnar en settu í staðinn upp svarta hatta, sem höfðu legið á gólfinu. Okumaðurinn, sem einnig var Kínnegri, leit óstyrkur um öxl. — Áfram maður, áfram, sagði stærsti morðinginn. Hann leit á sjálf- lýsandi skífuna á úrinu sínu. Klukk- an var tuttugu mínútur gengin í sjö. Þetta hafði ekki tekið nema þrjár mínútur, allt samkvæmt áætl- un. Líkvagninn sneri við á götunni og hvarf sömu leið og hann kom. Við gatnamótin beygði hann til hægri og með þrjátíu mílna hraða á klukkustund brunaði hann létti- lega upp þjóðveginn í átt að hæð- inni. Svartar veifurnar blöktu dap- urlega til merkis um hver flutning- ur vagnsins væri, og syrgjendurnir þrír sátu teinréttir við kistuhornin með krosslagðar hendur á brjósti. - W, X, N kallar W, W, W, W, X, N, kallar W, W, W, W, X, N, W, X, N, W, X, N . . . Mary Truebood sat við senditæk- in og studdi á sendilykilinn með vísifingrinum. Hún lyfti vinstri hand- legg og leit á klukkuna. Tuttugu og átta mínútur gengin í sjö. Hann var heldur seinn. Mary Trueblood brosti er henni datt í hug hvernig litli, opni Sunbeam bíllinn kæmi þjótandi upp veginn í áttina til hennar. Andartak mundi hún heyra hratt fótatak, svo lykilinn í skránni, og um leið og hann teygði sig f hlustunartækin. — Mér þykir það leitt Mary, helvítis bíllinn vildi ekki fara í gang. — Eða: — Maður skyldi halda að lögreglan væri far- in að þekkja númerið mitt, en held- urðu að þeir hafi ekki stanzað mig á miðri leið. Mary Trueþlood tók hin heyrnartækin af' króknum og setti þau á stólinn hans til þess að spara honum hálfa sekúndu. - W, X, N, kallar W, W, W, W, X, N, kallar W, W, W . . . Hún sneri stilliskífunni örlítið og reyndi aftur. Klukkan var tuttugu og níu mínútur gengin í sjö. Hún fór að hafa áhyggjur. Eftir fáeinar sek- úndur mundi London svara. Allt í einu hugsaði hún. Guð, hvað mundi hún gera ef Strangeways kæmi ekki í tæka tíð. Það var tilgangslaust fyrir hana að taka á móti London og láta sem hún væri hann. Til- gangslaust og hættulegt. Stutt- bylgjueftirlitið mundi hlusta á kall- ið eins og venja var. Þessi tæki, sem mældu hvert minnsta sérkenni í sendingunni, myndu undireins uppgötva að það var ekki Strange- ways, sem stjórnaði lyklinum. Mary Trueblood hafði séð tækjaskóginn á efstu hæðinni í aðalstöðvunum, hafði séð hvernig þeir mældu þyngd hvers ásláttar, hraðann, hvert sér- kenni. Eftirlitsmaðurinn hafði út- skýrt þetta fyrir henni þegar hún réðist í þessa stöðu fyrir fimm ár- um; að bjalla mundi hringja og sambandið sjálfkrafa rofna, ef ekki væri réttur maður við senditækin. Þetta var aðalvörn leyniþjónustunn- ar gegn því að senditækin féllu í óvinhendur, og ef starfsmaður þeirra hefði orðið fyrir einhverju óhappi og væri neyddur til þess að kalla London, þurfti hann ekki ann- að en að breyta örlítið út af sendi- venju sinni til þess að tækin upp- götvuðu það, að þar með hafði starfsmaðurinn látið vita um ástand- ið jafngreinilega og hann hefði sent skeyti. Nú var London að koma. Hún heyrði þögnina í Ijósvakanum, sem þýddi það að London var að koma. Mary Trueblood leit á úrið. Hálf sjö. Ástandið var Ijótt. En nú að lokum var fótatak í fordyrinu. Eftir andartak mundi hann koma inn. Hún varð að hjálpa honum. í ör- væntingu ákvað hún að tefla á tvær hættur og halda sambandinu opnu. - W, W, W, kallar W, X, N, W, W, W, kallar W, X, N. Heyrið þið til mín? Heyrið þið til mín? að heyrðist skýrt og greinilega í London, þar sem hún leitaði að stöðinni á Jamaica. Fótatakið var komið að dyrunum. Róleg og örugg svaraði hún. Heyrum skýrt og greinilega, heyr- um skýrt og greinilega, heyrum. Það varð sprenging fyrir aftan hana. Eitthvað lenti f ökklanum á henni. Hún leit niður. Það var læs- ingin úr hurðinni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.