Vikan


Vikan - 16.04.1964, Síða 25

Vikan - 16.04.1964, Síða 25
NOGHR.PIMM _. •_'__ í bílskúrnum í gær, að þú kynnir að fara með þennan bíl. — Það kann ég líka. — Jæja þá, sýndu mér það þá. Leyfðu mér að sjá þig brenna. Julian sagði og glotti: — Er þér alvara? — Jamm. — Hvernig eru taugarnar, Annabelle? — Eins og stál. — Fínt, sagði Julian. — Það stendur ekki á mér, af stað. Tuttugu mínútum síðar voru þau komin að Rock Basin Club við Beaulieu, og Annabelle and- aði léttara og lét fallast aftur í sætið. — Þetta, sagði hún, — var æðisgengnasta ævintýri ævi minnar. Hvernig ferðu að þessu? Julian setti upp dökku sólgler- augun, hann vonaðist til þess að ekki yrði glápt alltof mikið á hann, þegar hann kæmi inn. Ht.nn opnaði bíldyrnar. — Næst skal ég gefa þér nokkrar lexíur, sagði hann. — Jæja þá, inn með okkur. Dyravörður í röndóttri sjóara- peysu vísaði þeim inn, og um leið og þau gengu niður stein- tröppurnar, glumdi tónlistin við þeim eins og fallbyssuskothríð. Kjallarinn var yfirfullur af fólki. Þau fengu borð rétt við glervegg- inn. Þeim var sagt að þau gætu fengið sér að drekka við barinn eða þá að þau næðu sér sjálf í rauðvín úr stórum brunni í einu horni salarins. Daufgrænn sjór- inn var upplýstur af flóðljósi, og þau sáu brúnleitan ungling með sundgleraugu og sundblöðk- ur synda fram og til baka handan við glerið. Myndarlegur fiskur synti forvitnilega að flóðljósinu og kíkti inn í Rock Club, og um leið skaut strákurinn hann með spjótbyssu. Síðan skauzt strákur- inn upp á yfirborðið, og sem einni eða tveimur mínútum síð- ar kom maður niður tröppurn- ar og hélt á nýskotnum fiskin- um, og örstuttu síðar var búið að bera fiskinn á borð. Svo sem hálftíma síðar tók hljómsveitin sér hvíld og blökku- maður settist við píanóið. Þegar Annabelle og Julian voru á leið aftur að borði sínu, fóru þau rétt framhjá Denzel, sem horfði á þau frá barnum. Hvorugt þeirra tók eftir honum. Þegar þau nálg- uðust heyrði hann Annabelle segja: — Ekki nóg með að þú keyrir eins og engill, þú dansar líka eins og draumur. — Þú líka, sagði Julian, — en nú skal ég segja þér eitt. Þér finnst þú vera of hávaxin? Er það ekki? — Ég er það líka. — Vitleysa, þú ert mörgum sentimetrum lægri en ég. Nú áttu að draga saman herðablöðin, þenja út brjóstið og rétta úr þér. Skiluðu það? — Ja-á, sagði Annabelle bljúg. Síðan hló hún við og sagði: — Þú ert skrítinn fugl, Soames. Þú talar við mig eins og ég væri litla systir þín. — Það er þá tími til þess kominn. Denzel heyrði síðustu orðin sem þeim fór á milli. Þetta þótti honum harla forvitnilegt. Hann beið þess að hljómsveitin færi aftur upp á sviðið. Þau voru aft- ur farin út á dansgólfið, þegar hann fór í símann. — Stern? Denzel hér. Hlust- aðu nú á. Við erum í Beaulieu, með frökeninni og þessum nýja náunga Soames. Þau eru að dansa núna. Ég held að við ætt- um að fara að gefa honum auga. — Er hún úti með bílstjóran- um? — Það er einmitt Jóðið, hann er eki venjulegur bílstjóri. Ég held helzt að hann sé atvinnu- maður. — Hvernig atvinnumaður? — Þau námu staðar í nokkrar mínútur fyrir utan Cannes. Síð- an lagði hann aftur af stað. Og taktu nú vel eftir. Fabio fór í gegnum la Brague á ofsahraða, en samt höfðum við ekki við þeim. — Nei, ég trúi því ekki. — Þú rétt ræður. -—• Hvernig náðu þið þeim aftur? -—■ Við vorum bara heppnir. Umferðin var svo mikil við Ville Franche. — Hvað heldur þú? — Kannski er hann lífvörður- inn, sem við héldum að hún hefði. — Og hún er úti að dansa með honum í Beaulieu. Mér dettur ýmislegt í hug. Jæja þá, þið Fabio skuluð hafa auga með þeim þangað til búið er að slökkva í villunni. Þá skuluð þið koma hingað aftur. Við sjáum til hvað gerist. Denzel gekk aftur að barnum. Seinna um kvöldið sagði Anna- belle: — Jæja þá, nú er ég næst- um því búin að segja þér alla ævisögu mína. En þetta hefur verið bráðskemmtilegt. Hvenær ætli þeir loki héma? Julian sagði: •—• Eitthvað um það leyti sem sólin kemur upp. —- Ágætt, ég er einmitt í skapi til þess að vera á fótum alla nótt- ina. — Ef þú kemur ekki heim fyr- ir klukkan 6, verður farið að leita að þér. Annabelle yppti öxlum og sagði: — Mér er alveg sama. — Þér er alls ekki sama. Þú verður að fara að öllu með gát, þú mátt ekki ofbjóða þeim með þessum sjálfstæðisgrillum þín- um, svona allt í einu. — Þú ert alveg jafn slæmur og Matilda frænka. — Jæja þá, við skulum dansa einu sinni enn, en þá komum við líka heim. ■— Svona snemma? — Út á gólfið með þig. Nóttin var enn hlý þegar þau gengu neðan úr Rock Club, og Julian hafði bílinn opinn að ofan á leiðinni til Cannes. Annabelle sat og hallaði höfðinu aftur á bak í sætinu, og lét hárið flaks- ast fyrir vindinum. Þau óku hægt í gegnum Nice og Antibes án þess að segja orð, og þau voru að nálgast Juan-les-Pins þegar Annabelle sagði: — Julian, þér finnst vænt um þennan bíl, er það ekki? — Auðvitað, hann er dásam- legur. — Allt í lagi, þú mátt eiga hann. Julian sagði: — Hvað þá? — Ég sagði að þú mættir eiga hann. Ég fæ mér annan á morg- un. Julian hló og sagði: — Villi- kálfurinn Mehaffey. Heyrðu mig nú, Annabelle. Ég ætla ekki að fara að þiggja neitt af þér fyrir að fara með þér út að dansa. Annabelle sagði: — Æ, góði vertu ekki svona púkalegur. — Ef svona er í pottinn búið, þá er nóg af mönnum sem vildu fara út með þér með þessum skilmálum. — Það er alls ekki ætlun mín, og þú ert heldur ekki eins og allir hinir. Ég ætla alls ekki að fara að gefa þér neitt fyrir kvöld- ið í kvöld. Julian sagði: — Hvers vegna ertu þá að því? — Fyrir þessa þorpara þarna uppi á Grand Corniche. Enginn annar þakkaði þér fyrir það, og ef það hefur verið gert, þá heyrði ég það ekki. — Ja, þú ert brjálæðislega rausnarleg og allt það, og ég er mjög þakklátur. En ég get alls ekki þegið þetta. Annabelle sagði fjarræn: — Eins og þú vilt. — Annabelle, þú sérð að þetta er ekki hægt. — Heyrðu mig nú. Það hefði Framhald á bls. 45. VIKAN 16. tbi. — 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.