Vikan


Vikan - 16.04.1964, Side 27

Vikan - 16.04.1964, Side 27
Það rigndi þennan dag eftir langvarandi þurr- viðri. Flötin í kringum húsið hjá Engilberts var ið- græn en trén voru nakin og komu upp um vetur- inn. Þetta var í miðgóu. Frú Tove kom til dyra með ástúðlegt fas og alla elsku heimsins í brosinu. Flún kannaðist við erindi okkar; bauð okkur inn og kallaði uppá loftið: „Nonni, þeir eru komnir". Þá heyrðust samstundis dynkir í stiganum og Jón kom niður í úníforminu: Tréklossunum, moll- skinnsbuxunum og lopapeysunni. Eg veit ekki hvort ég á að hætta mér út í þá sálma að lýsa húsinu að innan, það er svo margslungið og raunverulega heil stúdía að kynnast öllu, sem þar ber fyrir augu. Mér er minnisstæðast, hvað það er heimilislegt. A veggjunum hanga þrjár frummyndir Piccassos, myndir eftir Gunnlaug Scheving og gamlar myndir eftir Engilberts sjálf- an. Allt firna skemmtileg verk. Ef til vill er það að einhverju leyti sá einstaki og hressi andi Jóns, sem smitar út frá sér svo allt verð- ur þokkalegt og bjart, jafnvel í útmánaðaregni. — Ertu ekkert niðurdreginn í svona þung- búnu veðri Jón? Það er sagt að listamenn hafi svo viðkvæmar taugar. — Já, það er satt að listamenn hafa fínar taugar og sjálfur hef ég afar viðkvæmar taug- „Þeir byggja kirkjur I örvæntingu nú á dögum. Það er vegna þess að kristnin er að fjara út. Trúar- brögð eru yfirleitt að fjara út og það mun ekkcrt koma í stað þeirra. Ég er heiðingi, það máttu scgja hverjum sem er“. „Ég trúi því, að afstaða stjarnanna við fæðingu barns, eigi mestan þátt í að móta iíf þess. Kannski ekki í smáatriðum, en í öllum stærri atriðum. Það á að láta börn fæöast undir hagstæðum mcrkjum, annað er algjört ábyrgðarleysi“. O VHUN HDIWSffKIR WNENGHBERTS USrHIIIIARA Ú Engilberts lætur Tristan og ísold á fóninn. Ragnar í Smára gaf honum þessi albúm nlýega. í baksýn: Callas a Paris, albúm með hinni frægu söngkonu. Einar Jónsson sagði: Eftir okkur verður ekki neitt. Ég held að hann hafi haft rétt fyrir scr. O

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.