Vikan


Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 29

Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 29
—i i \ i i 'i'::; :'i i:-:Í: ' ':' iii » : » :.! : giilii 'í: ' ■ ':': ar. En veðurfar hefur ekki áhrif á mig lengur. Siáðu til, ég hef iðkað jóga síðan ég var seytián ára. Það eru ekki aðeins líkamlegar æfingar heldur og andleg þjálfun. Maður æfist í því að einbeita huganum að einhveriu ákveðnu. Maður getur kallað fram æskileg hughrif eða stemningu. Þá skiptir veðrið ekki máli lengur. Ég var einu sinni þannig, að þungbúnir dagar lögð- ust á mig eins og mara. — Flestir verða fyrir áhrifum af veðrinu. — Nú get ég ímyndað mér, að ég sé suður við Miðiarðarhaf. Það er allt blátt, hafið og himinninn. Ég tek sundtök og finn, að ég flýt í volgum sjó. Allt er biart. Þetta verð- ur miög nærri því að vera raun- veruleg reynsla. — Þú hefur auðvitað verið við Miðjarðarhafið. En er það betra að hafa kynnzt því af eigin raun, sem þú þarft að ímynda þér? — Það er betra því myndin verð- ur skýrari, en þó er það ekki nauð- synlegt. Maður getur ímyndað sér hvað sem er. — Og á regngráum dögum eins og í dag er bjart í kringum þig? — Sífellt sólskin ef ég kæri mig um. Ég tók bara í lurginn á mér og fór að gera mér í hugarlund að kuldinn væri ekki kaldur og þess- ir regngráu dagar bjartir og fullir af hlýju. Og nú hefur þetta engin áhrif á mig. Ekki nema það, að birtan er æskileg í svona veðri. Það er bezta birta sem ég fæ. — Leyfist venjulegum dauðlegum mönnum innganga í það allra heilagasta hér uppi á loftinu? — Ja hvort það nú er. Gerið þið svo vel. Og þarna kemur Gulldrop- inn hans afa. Hún er oft með mér langtímunum saman og málar. Heilsaðu mönnunum, elskan mín. Birgitta kom líka inn, dóttir þeirra hjóna og móðir Gulldropans. Við gengum öll upp stigann og þar voru líka myndir á öllum veggjum svo varla varð komið fringri á milli. Fyrst komum við inn [ jógastofuna. Þar var fónn f gangi og kvenmaður söng svo undir tók ( húsinu: Maria Callas. Jón sagði: — Ég hef hana stundum á fón- inum mér til skemmtunar. Gulldrop- inn okkar segir að hún sé skass. — En við skulum nú hlusta á hana samt afi, — bætir hún stundum við. Annars kom Ragnar í Smára með mörg albúm inn úr dyrunum eftir að hann var á Hundaeyjum eða Canarfeyjum á afmælinu sínu. Hann var alveg uppi í skýjunum út af Canarí, stelpurnar höfðu verið svo fallegar. Þangað þyrfti ég að kom- ast. — Hélt Ragnar kannski að þú hefðir gott af því að heyra eitt- hvað annað en Callas? — Þetta er Tristan og ísold, öll þau ósköp. Og einhver sænsk söng- stjarna sem heitir Birgitta Nelson. En þetta er móðir mín, sem er þarna á veggnum. Þá var hún fertug. — Og hérna iðkar þú þinn Jóga. Megum við taka mynd af þér í Jóga? — Nei, ég leik mér ekki að svo- leiðis. Þetta er heilagt mál fyrir mig. — Ertu trúaður Jón? — Ég er trúlaus maður. Það máttu segja hverjum sem er. Jógaiðkanir hafa ekkert með trúarbrögð að gera. Ég er heiðingi og praktisera heiðna siðfræði eins og þeir gerðu hér á Islandi áður en kristni var lögtekin. — Flestir Islendingar eru nú þannig skilst mér. Hvað heldurðu um framtíð trúarbragða? — Trúarbrögð eru að deyja út. Líka kristnin. Kristin me’nning er að fjara út. En það kemur ekkert í staðinn, ekki Múhameðstrú eða neitt annað. Það er af þessum ástæð- um, að nú er verið að byggja kirkj- ur í örvæntingarfullu æði. Þeir eru að reyna að ná f skottið á vitleys- unni. En kirkjubyggingar koma ekki í veg fyrir þróunina. — Ur Jógastofunni sést inn í vinnu- stofuna og þar bátu hrikastórar myndir við himin í orðsins fyllstu merkingu því glugginn nær alla Framhald á bls. 37. VIKAN heimsækir Jón Engilherfs, listmálara <i ,,Ég ræð ekkl vlð mlg fyrir fjöri; er byrjaður að mála fyrir allar alölr á morgnana. Svo legg ég mig eftir hádegið'. ó VIKAN 1«. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.