Vikan


Vikan - 16.04.1964, Page 31

Vikan - 16.04.1964, Page 31
,.Þarna ertu! Þjófur! Ræn- ingi!“ Ricardo stóð fyrir aftan hann, raðþrota, þreyttur og sýndist ál aflega • gamall. „Frænka ) . jt”. okkur inn. Mér þykir fyi ii þessu. Hann kunningi okk- ar hérna . . .“ óg er einskis manns kunn- i ■ æpti grafarinn. „Læsing- m hefur verið brotin upp og líki stolið. Líkið segir til um það hvar þjófinn sé að finna. Þess vegna krafði ég þig fylgdar. Taktu hana fasta!“ „Andartak". Ricardo losaði arminn úr taki hans, laut frænku sinni alvarlegur á svipinn. „Meg- um við ganga inn?“ „Þarna! Þarna!“ Grafarinn tók undir sig stökk yfir þröskuld- inn og benti yfir að veggnum. „Þú getur sjálfur séð!“ En Ricardo hafði ekki augun af konunni. „Filomena?“ spurði hann og rödd hans var lág og vingjarnleg. Ásjóna Filomenu var ásjóna þeirrar manneskju, sem hefur reikað um löng og niðmyrk und- irgöng næturinnar, alla leið á enda, þar sem sér skugga kom- andi dags. Augu hennar voru við öllu búin. Orðin lágu henni á vörum. Henni var horfinn allur ótti. Byrðar hennar voru fislétt- ar orðnar eins og foklaufið sem hún, ásamt sínum trúa og dygga syni, hafði borið ofan brekkuna. Ekkert gat framar orðið henni til miska eða meins, það var auð- séð á því hvernig hún bar sig þegar hún svaraði: „Hér er ekki neinn skorpning að finna“. „Ég trúi þér, frænka mín, en . . .“ Ricardo ræskti sig vand- ræðalega og festi á hana spyrj- adni augun. „En hvað er það, sem þarna stendur úti við vegg- inn?“ „Ég hef gert skorpningsbrúðu í fullri líkamstærð úr leir, pappa, lími og vír í tilefni af í hönd far- andi hátíð hinna dauðu“, svar- aði Filomena og varð ekki svo mikið sem litið um öxl þangað, sem þeir störðu. „Er það satt, að þetta séu þín handverk?" spurði Richardo með aðdáun. „Nei, nei!“ Og það lá við sjálft að grafarinn stykki í loft upp af reiði. „Með ykkar leyfi!“ Ricardo nálgaðist hægum skrefum og beindi vasaljósinu fram fyrir sig. „Já, einmitt", tautaði hann. „Ein- mitt það“. Filomena starði út um dyrnar, út í mánaljósa nóttina. „Mér gekk ekki nema gott eitt til, þegar ég mótaði og myndaði þessa skorpn- ingsbrúðu eigin höndum . . .“ „Gekk þér hvað til?“ hvæsti grafarinn og sneri sér að henni. „Við fáum peninga fyrir mat. Mundir þú vilja neita börnunum mínum um það?“ En Ricardo lagði ekki hlustir við orðum þsirra. Hann stóð skref frá veggnum, hallaði und- ir flat+, neri hökuna, starði á skor'.-na mannsmyndina sem rann saman við sinn eiginn skugga, þagði þögn sinni og hallaðist upp að bjálkunum. „Brúða“, tuldraði Ricardo. „Stærsta dánarbrúða, sem ég hef augum litið. Ég hef séð beina grindur í fullri stærð úti í glugg- um og líkkistur úr krossviði í fullri stærð með sykurkvoðu- hauskúpum. Jú. En aldrei neitt þessu líkt. Ég er furðu lostinn, Filomena". „Furðu?“ æpti grafarinn upp yfir sig. „Þetta er ekki nein brúða, þetta er . . .“ „Viltu sverja þess eið, Filo- mena“, sagði Ricardo og lét sem hann sæi hann ekki. Hann rétti út hendina og bankaði nokkrum sinnum á barm mannsmyndar- innar, sem svaraði holu hljóði. „Geturðu svarið að hún sé gerð úr pappa?“ „Ég sver við hina heilögu jóm- frú“. „Þá það“. Ricardo yppti öxl- um, tuldraði, hló við. „Þá ligg- ur þetta ljóst fyrir. Fyrst þú sverð við hina heilögu jómfrú, þá þarf ekki frekar vitnanna við. Þá eru öll réttarhöld óþörf. Það gæti líka tekið vikur og mánuði að sanna að fá úr því skorið, hvort þetta sé eins og þú segir eða hið gagnstæða, hvort þetta sé lím og pappi og leir eða eitt- hvað annað“. „Gæti tekið vikur og mánuði að sanna . . .“ Grafarinn hring- snerist á gólfinu, rétt eins og hann áliti öll rök tilverunnar í veði þarna, innan þessara lágu veggja. „Þessi brúða er mín eign, þessi brúða, eða hitt þó heldur, hún er mín“. „Þessi brúða“, mælti Filomena með alvöruþunga, „ef það er þá brúða, og ef þetta eru mín hand- verk, þá hlýtur hún að vera mín eign. Og jafnvel þótt . . mælti hún rólega og fann huga sinn fyllast ró og vissu, jafnvel þótt það væri ekki brúða, heldur væri Juan Diaz kominn heim aftur er hann þá ekki guðs síns, fremur en nokkurs annars?“ „Það er ekki svo auðvelt að hrekja það“, sagði Ricardo. „Og næst guði ■—■ hét Juan Diaz því ekki við altari guðs í kirkju guðs, að hann skyldi verða minn alla daga?“ „Alla daga, þar fórstu með það“, hrópaði grafarinn. „En nú eru uppi allir dagar hans, og nú er það ég, sem ræð yfir honum“. „Er það svo?“ spurði Filomena. „Fyrst og fremst guðs, þar næst Filomenu Diaz, það er að segja, sé þetta ekki skorpningsbrúða, heldur skorpningur Juan Diaz. Þar að auki lýstir þú yfir því, þú, herra og húsbóndi hinna dauðu, að þú hefðir ekkert jarð- næði lengur til handa þessum leiguliða þínum, og vildir því verða laus allra mála við hann. En — ef þér er hann allt í einu svo kær orðinn, að þú mátt ekki af honum sjá, viltu þá fá honum aftur sína jörð, þó að enginn leiga komi fypir?“ En óðalsbóndi þagnarinnar var svo yfirkominn af reiði, að Ric- ardo lögreglustjóra vannst tími til að koma orði að: „Kirkjugarðsvörður; ég þykist mega fullyrða, að það muni taka marga mánuði, að það muni kosta langar og flóknar deilur um ótal vafasöm atriði og réttarleiðslu ótal vitna, að fá úr þessu skorið, þar sem mál þetta tekur til eigna- réttar, brúðuframleiðslu, guðs, Filomenu, Juans Diaz sjálfs, hvar svo sem hann er niðurkominn, sveltandi barna hans og loks sam- vizku grafaranna, þar sem allar þessar málaflækjur fram og aft- ur, mundu draga mjög úr áliti þeirra og tekjum. Og því spyr ég þig, hvort að þú sért reiðu- búinn að eiga í svo löngum mála- ferlum, standa í réttinum dag eftir dag . . .“ ,.Ég er reiðubúinn . . .“ svar- aði grafarinn. „Maður minn“, mælti Ricardo enn. „Það var hérna um kvöldið, að þú gafst mér gott ráð, þó að í litlu væri, og nú ætla ég að endurgjalda þér það. Ég ætla ekki að skipta mér af því hvernig þú ræður og ríkir yfir þeim dauðu. Og þú skalt ekki heldur skipta þér af því, hvernig ég stjórna í mínu litla ríki, ríki þeirra lifandi. Þitt veldi nær ekki út fyrir kirkjugarðshliðið. Þeir sem standa fyrir utan þau landa- mæri, hvort sem þeir mega mæla eða ekki, þeir eru mínir þegnar. Þess vegna . . .“ Hann drap enn fingri á barm mannsmyndarinnar, og hún svaraði enn með holu, myrku hljóði og grafarinn kipptist við. Hreín frísk heilbrigð húð HeilbrigS hú8 f 4 attliði! Finnst yður það ekki vera athyglisvert, að Nivea skuli vera jafn vinsœlt og nýtízkulegt og fyrir 50 árum. Pá uppgötvuðu vísindameon Ezurif, sem gerði það mögu- legt, að nœra húðina með fitu og raka. Fegrunarsérfreeðingar sogja í dag: Nivea getur olls ekki verið betrd, hvort sem um er að reeða Nivea- creme eða hina nýju Nivea-milk. Og reynsla hinna mörgu milliána sem nota Nivea sýnir það daglega: Sá, sem snyrtir húð sfna reglulega með Nivea, heldur henni hreinnJ, ferskri og heilbrigðrl. VIKAN 16. tbl. — gj

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.