Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.04.1964, Qupperneq 41

Vikan - 16.04.1964, Qupperneq 41
ið á meðan. Til þess að hafa betra tækifæri til að fylgjast með því, sem kynni að gerast niðri í sal, settum við hljóðnema hljóm- sveitarinnar þar niðri í samband, svo að öll hljóð þaðan mundu heyrast um hátalarakerfi hússins. Olíklegt var samt, að við mundum nokkuð heyra fyrir stormgnýnum fyrir utan, rigningunni sem buldi á húsinu, og brakinu og gnauðinu í veggjum og gólfum þess. Svo fórum við fram í eldhúsið og ákváðum að skoða kæliskápinn betur að innan. Þar var niðamyrkur, því ekkert götuljós náði þangað inn, og við lentum strax í erfiðleikum með að rata að skápnum. Ég gekk á undan og þreifaði mig áfram eftir gólf- inu, en Kristján hélt annarri hendi á öxl mér og fylgdi á eftir. Þannig stauluðumst við áfram, þar til ég fann borðrönd, sem ég fylgdi, en ég þóttist muna að ísskápurinn væri við enda borðsins. Satt að segja þá hlakkaði ég mikið til að finna skápinn, ekki vegna þess hvað í honum var, heldur vegna þess að ég vissi að um leið og hurð hans væri opnuð, þá kviknaði á Ijósi inni í honum, sem mundi nægja til að lýsa upp mestan hluta eldhússins. Og svo fann ég loks kaldan og sléttan flöt skápsins við hendur mínar og flýtti mér að opna hann. Smurt brauð var þar á bakka, mjólk, pilsner og gosdrykkir, og flaska af Ballantines. Við tókum fram brauð- ið og tvær pilsnerflöskur, settumst niður við borð og fórum að gæða okkur á þessu. Ljósið frá ísskápnum var nægilegt til að við gátum at- hafnað okkur að vild. Svo setti ég brauðbakkann aftur inn í skápinn og lokaði. Myrkrið í eldhúsinu var hálfu meira en áður, á meðan aug- un voru að venjast því, svo að við sáum ekkert nema glóðina í pípum okkar, þar sem við sátum við borð- ið. ,,Ég þarf að skeppa aðeins nið- ur í kjallara", sagði Stjáni. „Á klósettið?" „Já". „Ég kem með þér niður". „Nei, það er óþarfi. Það er betra að þú sért hérna uppi, ef eitthvað skyldi heyrast í hátalaranum, því það er enginn hátalari niðri. Ég er líka með lítið vasaljós með mér, sem ég get brugðið upp, ef ég vil". „Okey, ég bíð þá hérna á meðan, eða fer fram í sal". Og svo lagði Stjáni af stað. Ég heyrði hann fikra sig áfram úti í ganginn, og greindi aðeins fótatak- ið niður efstu tröppurnar í stigan- um. Svo varð allt hljótt um stund, nema veðurgnýrinn. Ég sat þarna kyrr við borðið og sneri baki að vegg og satt að segja þá langaði mig ekkert til að fara fram í sal- inn, svo ég ákvað að bíða. Eftir nokkra stund heyrði ég aft- ur fótatakið í Stjána uppi á loftinu fyrir ofan mig á barnum, hröðum og föstum skrefum — fram og aft- ur. „O-bölvaður", hugsaði ég, „hann hefur læðzt upp á loft, til að vita hvort barinn væri opinn . . ." Og enn heyrði ég þrammað hressilega um uppi. Neðan úr kjallara heyrði ég hvin VIKAN 16. tbl. — lega. Allt í einu. Með einu geysi- legu, óskaplegu öskri, sem spreng- ir allar hljóðhimnur. Þú verður var við það, ef það skeður. Eigum við annars ekki að setja upp myndavélina og tækin þín?" „Jú, það er kannske bezt að gera það sem fyrst", svaraði Stjáni og stóð á fætur. Við höfðum undirbúið okkur vel fyrir nóttina, og m.a. höfðu verið pantaðar sérstakar infrarauðar filmur, ásamt tilheyrandi blossper- um. Ég kann ekki vel að útskýra slíka hluti efna- eða eðlisfræðilega, en það nægir að skýra frá þvl að Ijósið, sem blossperan gefur frá sér, sést ekki með mannlegu auga, en það endurkastast á þessa sérstöku filmu, sem er næm fyrir því. Slík tæki hafa mikið verið notuð um allan heim, í sambandi við miðils- fundi og rannsóknir á dulrænum fyrirbrigðum, og fjöldi slíkra dul- rænna mynda hefur einmitt náðst á þær. Við þóttumst vita — eins og fyrr er sagt — að við mundum ekkert sjá sjálfir, og þess vegna ekki vita hvenær við ættum að taka mynd, né af hverju. En við höfðum ráð undir rifi hverju, og þóttumst hafa fundið lausn á þeirri ráðgátu. Það var skýrt frá því í samtali við Halldór Gröndal í siðasta tölu- blaði VIKUNNAR, að þeir væru f eilífum þrætum um stýrishjólið, sem hangir í loftinu þarna, þeir Hall- dór og skipstjórinn sálugi. Skipstjórinn snýr hjólinu ávallt nokkrar gráður til austurs, en Hall- dór færir það jafnan til baka aftur. Nú ákváðum við að byggja allt á því, að skipstjórinn mundi ekki bregða út af vananum, og færa stýrið. Þegar stýrið færðist til, væri því rétti tíminn til að smella af. En við treystum okkur heldur ekki til að halda svo sívakandi auga með stýrinu, að það gæti ekki farið framhjá okkur einhverntíma um nóttina, er það færðist til í eina sekúndu eða svo. Þess vegna lék- um við á skipstjórann okkar. Við tengdum raftaug frá Ijósmyndavél- inni að stýrinu, þannig að ef það hreyfðist til, mundi ósýnilegt infra- rautt Ijós á blossperuna og lýsa upp stýrið og umhverfi þess. En mynda- vélina sjálfa létum við standa opna í myrkrinu. Við vorum búnir að undirbúa þetta, svo það tók okkur ekki lang- an tíma að ganga frá því. Halldór hafði stillt stýrið af eins og hann vildi hafa það, áður en hann fór, svo að nú var bara að bíða eftir því að það hreyfðist til. Á meðan myndavélin var opin, máttum við ekki vera á ferli neins- staðar fyrir framan hana, og helzt ekki í námunda við hana, svo hún hreyfðist ekki til. Við ákváðum þess vegna að fara í eftirlitsferð um hús- „LAIT POUR LES MAINS Hendurnar koma upp um aldurinn jafnvel á und- an andlitinu. Hitabrigði og heimilisstörf verða til þess að mýkt handanna fer minnkandi og hreinleiki þeirra hverfur og um leið merki æsku og glæsileika. Lan- caster fljótandi handáburður inniheldur sterka upplausn af Serum tissulaire og gegnir því hlutverki að styrkja húðvefina og yngja húðina. Hrukkur og drættir hverfa á höndum, olnbogum og hnjám og húðin verður mjúk og ungleg. Lancaster fljótandi handáburður er án allrar fitu og smitar því ekki ÚTSÖLUSTAÐIR. _ REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.