Vikan - 16.04.1964, Síða 43
og hávaða, eins og þegar skolað
er niður í salerni.
„Stjáni er að skola niður", hugs-
aði ég. „Stjáni er að skola niður . . .
Stjáni er uppi . . . Stjáni er niðri
. . . Stjáni er . . . HVAR ER
STJÁNI?" Ég kipptist við, eins og
mér hefði verið gefinn löðrungur,
og fann að stáltaugarnar titruðu
eins og strengir í biluðum gítar.
Annað hvort var Stjáni niðri, og
fótatakið uppi ekkert í sambandi
við hann, — eða að Stjáni var uppi
og niðurskolið ekkert í sambandi
við hann!!!
Það fór um mig hrollur, þegar
ég skildi að hér var eitthvað að
gerast, sem ég skildi ekki, og hlaut
í rauninni að vera dularfullt. Ég
stóð upp og gekk að dyrunum, sem
lágu fram á ganginn, og bjóst til
að opna þær, þegar ég heyrði að
einhver gekk niður stigann ofan
af lofti. Ég opnaði dyrnar og gekk
fram.
„Stjáni?" spurði ég hægt og var-
lega.
Ekkert svar.
,,STJÁN!!!!!" öskraði ég eins og
ég gat, og hélt mér dauðahaldi i
dyrakarminn. Svo heyrði ég að
hann svaraði NEÐAN ÚR KJALLARA.
Ég gat ekki hreyft mig. Ekki þótt
ég hefði átt lífið að leysa. Og svit-
inn rann niður eftir bakinu í stríð-
um straumum. Ég starði út í loftið
eins og vitfirringur, en sá ekki neitt,
nema rökkrið í ganginum. ÞAR VAR
ENGINN MAÐUR.
Loksins — loksins, heyrði ég að
Stjáni opnaði dyr niðri og kom
upp stigann, með vasaljósið í hend-
inni.
Hann var hinn rólegasti, með
pípuna í munninum, og horfði á
mig undrandi á svip, þegar hann
kom upp stigann: „Hvað er að,
maður. Ertu eitthvað að leika þér,
eða hvað. Ertu farinn að leika
drauga?"
„Ég? Hvað áttu við? Ég hélt að
þú værir uppi á lofti".
„Þú ert orðinn vitlaus, maður.
Gengur hér um húsið og bankar á
allar hurðir eins og átómatískur
teppabankari. Þú hræðir mig ekk-
ert með því, góði".
„Ég að banka? Ég hef ekkert
bankað. Ég hefi hvergi bankað. En
þú varst uppi á lofti . . . var það
ekki?"
„Nei, ég hafði nóg að gera niðri
. . . af hverju spyrðu að því?"
Ég heyrði umgang uppi á lofti,
og hélt að þú værir þar. Ég var
á leiðinni þangað, þegar þú komst.
Ég heyrði einhvern ganga niður
stigann og fór fram, en sá eng-
an . . . !"
„Ég hef ekki hreyft mig af kló-
settinu niðri. En ég heyrði að ein-
hver gekk niður stigann niður í
kjallara, og bankaði á allar hurðir
þar. Llka á hurðina þar sem ég
var inni. Ég spurði hvað þú vildir,
en fékk ekkert svar. Ég þóttist viss
um að þú værir að reyna að hræða
mig .
Við skildum báðir að hér hafði
eitthvað gerzt, sem var ofar okk-
HOMG
K«K
Heildsölubírgðir:
Sfmi 11409
EGGERT KRISTJANSSON & CO HF
ar skilningi. Hér höfðum við strax
fengið áþreifanlega sönnun fyrir
dulrænum fyrirbrigðum á staðnum.
Það var aðeins eitt að gera.
Við fórum aftur fram í eldhúsið,
kveiktum þar Ijós og opnuðum (s-
skápinn. Ég tók viskíflöskuna og
skenkti okkur báðum í glas. Við
hvolfdum úr þeim og settumst nið-
ur til að jafna okkur. Svo setti ég
flöskuna aftur í skápinn og við
gengum fram í salinn til að vita
hvað þar hefði gerzt. Ég var orðinn
illur við sjálfan mig að verða
hræddur við innantómt fótatak —
og kannske hefur innihald glassins
hresst mig og veitt mér aftur kjark.
En ég var alls óhræddur — held
ég — þegar ég gekk fram í salinn
föstum skrefum og alla leið að
myndavélinni, með Stjána alveg á
hælunum.
Straumnum hafði verið hleypt á,
og vélin hafði tekið myndl
Ég leit upp á stýrið — og sá að
það hafði hreyfzt um ca. 30° til
austurs . . .
Stjáni tók eftir þessu hvoru-
tveggja jafnfljótt og ég, og áður
en ég gæti nokkuð sagt, hafði hann
gripið vélina, beint henni að suð-
austurhorni salarins og hleypt af.
Svo hljóp hann um eins og óður
maður og tók myndir í sífellu, eins
og hann sæi eitthvað . . .
„Sérðu nokkuð, Stjáni?" spurði
ég í hálfum hljóðum.
Hann svaraði ekki lengi vel, því
hann var svo niðursokkinn við
myndatökuna, hljóp til og frá,
rýndi í myndavélina eins og hann
væri að miða á eitthvað, smellti
af í óða önn, en hætti svo aftur
skyndilega og hristi höfuðið.
„Maður verður bara að taka
nógu mikið af myndum . . ."
„Sástu nokkuð?"
„Nei, ég bara skaut eitthvað út
I bláinn. að kemur svo í Ijós hvort
ég hef hitt á eitthvað".
„Stjáni . . . !"
„Já".
„Færðu stýrið aftur og stilltu það
af"
„Færð þú það".
„Nei, þú kannt betur á að stilla
það af, í sambandi við myndavél-
ina".
„Það þarf ekkert að stilla. Bara
færa það aftur til baka eins og
það var. Ég set vélina aftur upp
á meðan".
„Ég . . . ég næ ekki almenni-
lega upp í stýrið . .
„Nú hvað er þetta, maður . . .
stattu upp á stól".
„Ókey . . . ókey . . . ef þú villt
hafa það á samvizkunni, að hafa
stuðlað að ótímabæru andláti bezta
blaðamanns landsins — tilvonandi".
„Það er allt í lagi. Þú getur þá
orðið frægur strax, ef bezti Ijós-
myndarinn tekur mynd af því . . .
fyrir utan það, að Island má ekki
við því að missa mig, það veiztu
sjálfur. Hefurðu enga föðurlands-
ást, maður?"
„Ég brenn . . . ég brenn. Jæja,
skíttolago. Ég færi stýrið . . . ha?"
„Já, stattu þá við það. Færðu
stýrið", svaraði Stjáni kæruleysis-
lega ,eins og honum væri rétt sama
hvort ég væri lífs eða liðinn, og
fór að bjástra við að setja vélina
upp aftur. Mér hryllti við hugarfari
hans og skorti á náungakærleika.
En svona er það, það geta ekki
allir verið eins tilIitssamir og hjarta-
hlýir og ég.
Svo náði ég í stól og færði stýr-
VIKAN 16. tbl. —