Vikan - 19.11.1964, Qupperneq 44
NYTT!
NYTT!
MEÐ ÁSTARKVEÐJU
FRÁ RÚSSLANDI
Framhald af bls. 21.
greiðslumaðurinn hneigði sig djúpt
um leið og hann opnaði dyrnar
á Rollsinum. Var einhver samsæris-
vottur bak við stöðuga sektarvit-
undina í þessum augum? Bond
ákvað að láta sig engu varða, þótt
svo væri. Hver sem leikurinn var,
varð að leika hann. Ef herbergis-
skiptin hefðu verið upphafsleikur-
inn, þá var það bara betra. Ein-
hversstaðar varð að byrja spilið.
Meðan bíllinn þaut niður hæð-
ina, snerust hugsanir Bonds aftur
að Darko Kerim. Hvílíkur maður
var foringi T stöðvarinnar! Stærð
hans ein, í þessu dvergalandi,
hlaut að gefa honum vald, og hin
ofsalega lífsorka hans og ást á
lífinu hlaut dð g'era alla að vinum
hans. Hvaðan kom þessi stóri og
slóttugi sjóræningi? Hvernig hafði
það atvikazt, að hann fór að vinna
fyrir leyniþjónustuna? Hann var
sjaldgæf manntegund, sem Bond
þótti vænt um, og hann var reiðu-
búinn að bæta Kerim við þessa
fimm eða sex raunverulegu vini,
sem hinn „vinalausi" Bond var
reiðubúinn að taka sér í faðm.
Bíllinn fór aftur yfir Galatabrúna
og stanzaði fyrir framan boga-
hvelfingarnar á kryddmarkaðinum.
Ökumaðurinn vísaði veginn, upp
slitin þrepin, inn í mettað krydd-
loftið, meðan hann hrópaði for-
mælingar að betlurunum og þeim,
sem báru sekkina. Þegar þeir voru
komnir inn fyrir sneri bílst jórinn
til vinstri, hætti formælingunum og
sýndi Bond lítil göng í þykkum
veggnum. Þar lágu hringlaga stein-
þrep upp á við.
— Effendi, þér munuð finna
Kerim Bay í herberginu lengst til
vinstri. Þér þurfið aðeins að spyrja,
það þekkja hann allir.
Bond klöngraðist upp svalan
stigann, að litlu forherbergi, þar
sem þjónn nokkur tók á móti hon-
um, án þess að spyrja um nafn,
og leiddi hann í gegnum mörg
litrík hvelfingaherbergi þangað
sem Kerim sat við hornborð yfir
innganginum á kryddmarkaðinum.
Kerim heilsaði honum hjartanlega
og sveiflaði glasi með mjólkurlit-
um vökva og ísmolum.
— Þarna ertu, vinur! Nú skulum
við fá okkur raki un<^ir eins. Þú
hlýtur að vera uppgefinn, eftir
skemmtiferðina. Hann gaf þjónin-
um fyrirmæli.
Bond settist niður í þægilegan
armstól og tók við litla glasinu,
sem þjónninn rétti honum. Hann
skálaði við Kerim og smakkaði.
Þetta var mjög svipað ouzo. Hann
drakk í botn. Þjónninn fyllti glas
hann aftur undir eins.
— Og nú er bezt að panta mat-
inn. Hér í Tyrklandi er ekkert étið
annað en úrgangskjöt, soðið í þrárri
olívuolíu. En úrgangskjötið í Misir
Carsarsi er bezt.
VIÐURKENNDAR
HERRABUXUR
HERRADEILD P & Ö
/J/J •— VIKAN 47. tbl.