Vikan


Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 51
iiiniliir dagsi KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR f FULLRI ALVORU Framhald af bls. 2. kominn tími til þess að öryggis- mál fiskiskipanna séu tekin fast- ari tökum, en nú virðist vera gert. Það virðist vera kominn timi til þess að sjá svo um, að liœgt sé að losa björgunarbát með einu handtaki; að það sé ekki bara einliverskonar happ- drætti, hvort hann næst niður á þeim skamma tíma, sem oft verður til umráða undir þeim kringumstæðum. Það er líka timi til þes kominn að sjá svo um, að björgunarbátur verði skip- brotsmönnum að haldi, án þess að til komi sú tilviljun, hvort þeir liafa vasalinif i hendinni. Þeir sem sjóinn stunda að stað- aldri og sífellt umgangast hætt- urnar, verða gjarna kærulitlir fyrir þeim og liirða ekki sem skyldi, hvort fyllsta öryggis er gætt. En við höfum ekki efni á því að týna vöskum mönnum á bezta aldri í liafið. Þessvegna verður að vinna að því af gaum- gæfni að endurbæta björgunar- báta og liafa strangt eftirlit með öryggisútbúnaði svo tilviljanir ráði sem minnstu um það, hvort mannhjörg verður, þegar á reyn- ir. GS. MEÐ ÁSTARKVEÐJU FRÁ RÚSSLANDl Framhald af bls. 45. hundshaus eða drekka með hunds- haus. — Hvers vegna ákvaðstu að verða ekki atvinnumaður? Hvernig lentirðu í þessum bransa? » Kerim stakk gafflinum í fisk- lengju og reif í hana með tönnun- um. Svo skolaði hann niður hálfu glasi af raki. Hann kveikti í sígar- ettu og hallaði sér aftur á bak í stólnum. — Nú, sagði hann og brosti seyrðu brosi. — Við getum alveg eins talað um mig eins og eitthvað annað. Og þú ert áreiðan- lega að hugsa: — Hvernig komst þessi stóri og hálfbrjálaði maður inn í leyniþjónustuna? Ég skal segja þér það, en stuttaralega, vegna þess að þetta er löng saga. Segðu mér að hætta, ef þér leiðist. Samþykkt? — Samþykkt, • sagði Bond og kveikti sér í sígarettu. Hann hallaði sér fram á borðið. — Ég er frá Trebizond. Kerim horfði á sígarettureykinn liðast upp í loftið. — Þetta var stór fjöl- skylda með mörgum aðilum. Pabbi var af þeirri manntegundinni, sem engin kona stenzt. Allar konur vilja láta stjórna sér. í draumum þeirra er þær alltaf að dreyma að það komi einhver karlmaður, þrífi þær og slengi þeim yfir öxl sína, drasli þeim inn í helli og nauðgi þeim. Svona hagaði pabbi sér. Hann var mikill fiskimaður og víðfrægur altl í kringum Svarta- hafið. Hann veiddi sverðfisk. Það er erfitt að veiða sverðfisk og enn- þá verra að innbyrða hann, og hann var alltaf fremstur í flokki sverð- fiskimanna. Konur vilja að menn þeirra séu hetjur. Hann var hetja í þeim hluta Tyrklands, þar sem karlmenn eiga að vera harðir af sér. Hann var stór og rómantískur náungi og gat haft hvaða konu, sem hann vildi. Og hann vildi fá þær allar og drap stundum aðra menn til að ná þeim. Og auðvitað átti hann mörg börn. Við áttum heima, öll saman, í stórum og gömlum húsarústum sem „frænkur" okkar gerðu íbúðarhæfar. „Frænk- urnar" voru nógu margar til þess að mynda heilt kvennbúr. Ein þeirra var ensk barnfóstra frá Istanbul, sem pabbi minn sá einu sinni, þegar hann fór að horfa á sirkus. Hann varð hrifinn af henni og hún af honum og sama kvöldið bauð hann henni um borð í fiski- bátinn sinn og sigldi með hana upp Bosporus og heim til Trebizond. Ég býst ekki við, að hún hafi nokk- urn tíma iðrazt þess. Ég held hún hafi gleymt öllum heiminum nema honum. Hún dó rétt eftir stríðið. Hún var þá sextug. Barnið, sem fæddist næst á undan mér, átti hann með ítalskri stúlku og hún kalaði barnið Bicanco. Hann var Ijóshærður en ég var dökkhærður, svo það var ekki nema eðlilegt, að ég væri kallaður Darko. Við vorum fimmtán, systkinin, og bernska okkar var dásamleg. „Frænkur" okkar slógust oft og það gerðum við líka. Þetta voru eins og sígaunabúðir. Pabbi stjórn- aði öllu saman og barði okkur öll, konurnar og krakkana, þegar við vorum til óþæginda. En hann var góður við okkur, þegar við vorum friðsöm og hlýðin. Skilur þú svona fjölskyldu? — Eftir því, sem þú lýsir því, get ég skilið það. — Jæja, þetta var nú svona. Þegar ég óx úr grasi var ég nærri því eins stór og pabbi, en betur menntaður. Mamma sá til þess. Pabbi kenndi okkur aðeins að vera hrein og fara á klósettið einu sinni á dag og skammast okkar ekki fyrir VIKAN 47. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.