Vikan


Vikan - 19.11.1964, Side 52

Vikan - 19.11.1964, Side 52
KrÓm húsgögn nýtízku húsgögn í eldhús. Hringborð með einum fæti eða þrem fótum, Ferkantaðir og kringlóttir kollar. KrÓm húsgögn HVERFISGÖTU 82 - SÍMI 21175. nokkurn skapaðan hlut. Mamma kenndi mér einnig virðingu fyrir Englandi, en það var bara svona meðal annars. Þegar ég var um tvltugt, átti ég sjálfur bát og var farinn að græða peninga, en ég var villtur. Eg yfirgaf stóra húsið og settist að í tveimur litlum her- bergjum niðri við ströndina. Ég vildi fá að hafa mínar konur, þar sem mamma vissi ekki. Þá varð ég fyrir smá slysi. Ég var með lítinn djöflakött frá Bessarabíu. Ég vann hana ( bardaga við nokkra sígauna í hæðunum hérna, hinum megin við Istanbul. Þeir komu á eftir mér, en ég náði henni um borð í bát- inn. Fyrst varð ég að slá hana í rot. Hún var ennþá að reyna að drepa mig, þegar við komumst til Trebizond, svo ég fór með hana heim, berháttaði hana og hafði hana hlekkjaða undir borðinu. Þeg- ar ég broðaði, henti ég leifunum til hennar undir borðið, eins og hún væri hundur. Hún varð að læra hver var húsbóndinn. En áður en hún gat lært það, gerði mamma nokkuð, sem var alveg fráleitt. Hún heimsótti mig, án þess að láta mig vita. Hún kom til að segja mér, að pabbi vildi hitta mig eins og skot. Hún fann stúlkuna og varð bálreið út í mig, I fyrsta skiptið á eevinni. Reið? Hún var utan við sig. Ég var ruddalegur auðnuleys- ingi og hún skammaðist sín fyrir að kalla mig son sinn. Ég átti að fara undir eins aftur með stúlkuna til hennar fólks. Mamma færði henni föt heiman frá sjálfri sér og stúlkan fór í þau, en þegar ég átti að fara með hana, harðneit- aði hún að yfirgefa mig. Darko Kerim hló stórkarlalega. — Það var athyglisverð lexía í kvenlegri sálfræði, kæri vinur. Jæja, en þetta með stúlkuna var önnur saga. Meðan mamma var að reyna að koma vitinu fyrir hana og fékk ekk- ert annað en sígaunaragn fyrir ómakið, var ég að spjalla við pabba, sem vissi ekkert af þessu, og frétti það aldrei. Þannig var mamma. Það var annar maður hjá pabba, hávaxinn, þögull Englend- ingur, með svartan lepp fyrir öðru auganu. Þeir voru að tala um Rússa. Bretinn vildi fá að vita, hvað þeir væru að gera hjá landa- mærunum. Hvað gengi á í Batoum? Stóru olíu- og herstöðinni, sem er aðeins fimmtán mílur frá Trebizond. Hann vildi borga mikið fyrir upp- lýsingarnar. Ég þekkti Bretana og ég þekkti Rússana. Ég hafði góð augu og góð eyru. Ég átti bát. Pabbi ákvað, að ég ætti að vinna fyrir Bretann. Og Bretinn, kæri vin- ur, var Dansey major, fyrirrennari minn sem yfirmaður þessarrar stöðvar. Og afganginn — Kerim baðaði út höndunum — geturðu ímyndað þér. — En, hvað um þessa þjláfun til að verða aflraunamaður? — Ah, sagði Kerim, slóttugur. — Það var aðeins hliðarstökk. Sirkuslistamennirnir okkar voru næstum einu Tyrkirnir, sem fengu að fara yfir landamærin. Rússar geta ekki lifað án þess að hafa sirkus. Það er svo einfalt. Ég var maðurinn, sem sleit keðjurnar og lyfti miklum þunga með bandi milli tannanna. Ég glímdi við sterku mennina í rússnesku þorpunum. Og sumir af þessum Georgíumönnum eru risar. Sem betur fer eru þeir heimskir risar, og ég vann nærri því alltaf. Svo var venjulega drukk- ið á eftir, og þá er mikið spjallað. Ég reyndi að vera bjánalegur á svipinn og láta sem ég skildi ekki neitt. Endrum og eins bar ég fram saklausar spurningar, og þeir hlógu að barnaskap mínum og sögðu mér svarið. Næsti réttur kom og með hon- um flaska af Kavaklidere, hráu búrgundarvíni, sem var eins og hvert annað Balkanvín. Doner Kebab var góður matur og bragð- aðist eins og reykt svínafeiti og laukur. Kerim át einskonar tartara- steik — stóran flatan hamborgara, gerðan úr fínhökkuðu hráu kjöti, kryddaðan með pipar og graslauk og hrært með eggjarauðu. Hann rétti Bond eina munnfylli á gaffl- inum sínum og sagði honum að reyna. Þetta var mjög bragðgott og Bond lét þess getið. — Þú ættir að éta þetta á hverj- um degi, sagði Kerim einlægur. — Það er gott fyrir þá, sem vilja vera duglegir til ásta. Það eru til nokkrar æfingar í sama skyni. Þess- ir hlutir eru mikilvægir fyrir karl- menn. Eða minnsta kosti eru þeir það fyrir mig. Ég er eins og faðir minn, ég þarf mikið af konum, en ég er öðru visi en hann, því ég drekþ og reyki of mikið, og það er ekki gott fyrir þá, sem vilja vera gcðir elskhugar. Ekki heldur þetta starf, sem ég vinn. Of mikið af spenningi og of mikið að hugsa um. Það rekur blóðið til höfuðsins í stað þess að hafa það þar sem það þarf að vera til að geta elsk- að. En ég hef ánægju af lífinu. Ég geri alltaf of mikið af öllu. Einn góðan veðurdag mun hja'tað gefast upp. Járnkrabbinn nær í mig eins og pabba minn. En ég er ekki hræddur við járnkrabbann. Ég dey þá að minnsta kosti úr heiðarlegum sjúkdómi. Kannske skrifa þeir á legsteininn minn: — Þessi maður dó af þvi að lifa of mikið. Bond hló: — Ekki drepast strax, Darko, sagði hann. M yrði mjög óánægður með það. Hann hefur heilmiklar hugmyndir um þig. — Er það? Kerim grandskoðaði andlit Bonds til að ganga úr skugga um, hvort hann segði satt. Svo hló hann glaðlega. — Þá er bezt að krabbinn fái ekki skrokkinn á mér strax, sagði hann. — Það var gott að þú minntir mig á skyldustörfin. Það er bezt, að við fáum okkur kaffi á skrifstofunni. Við höfum g2 — VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.